Úr vörn í sókn! Þráinn Bertelsson skrifar 25. september 2009 06:00 Aldrei á minni lífsfæddri ævi hefur mér fundist Ísland eiga jafnbágt og núna. Sundrung ríkir og óvissa og kvíði nagar þjóðarsálina. Verðbólgan fer hamförum. Kaldhömruð verðtrygging þjakar okkur eins og martröð. Við höfum enga framtíðarsýn nema hvað við ætlum að borga Bretum og Hollendingum morð fjár fyrir Icesave-hryllinginn fram til ársins 2024 og jafnvel lengur. Og við ætlum möglunarlaust að kyngja hryðjuverkalögunum sem stjórn Gordons Brown fannst við hæfi að setja á okkur heittelskuð Natósystkini sín. Í staðinn fyrir að dansa hugsunarlaust kringum gullkálfinn hafa ráðvilltir stjórnmálamenn breytt um takt og skuldbundið okkur til að dansa eftir pípu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um ófyrirsjáanlega framtíð. Sá vangadans getur orðið okkur dýrkeyptari áður en lýkur heldur en vímudansinn kringum gullkálfinn. Enn þá halda menn dauðahaldi í dýrustu tískubólu nútímans: Blinda trú á hagfræðinga, lagatækna og sérfræðinga. Í ofsaskelfingu hafa jafnvel þeir sem áttu enga sök á hruninu gripið til þess ráðs að hætta að treysta heilbrigðri skynsemi og trúa á hagfræðinga í staðinn. Hallelújasöfnuður frjálshyggjunnarAllra síst er nokkur glóra í að trúa að sá hallelújasöfnuður frjálshyggjunnar sem kallar sig Alþjóðagjaldeyrissjóðinn muni bjarga okkur frá okkur sjálfum. Þetta bandaríska einkafyrirtæki er ekki góðgerðarstofnun eins og dæmin sanna og staða okkar gagnvart honum er staða lambsins gegn sauðfjárbónda. Eftir réttir. Við ringulreið og ráðleysi bætist svo að það eina sem landsforeldrarnir Jóhanna og Steingrímur lofa er að niðurskurðarhnífnum verði beitt ótt og títt á næstunni og við skorin út úr vandræðunum af mikilli fimi með því að skera niður það sem við eigum verðmætast og gerir samfélag okkar eftirsóknarvert svo sem heilbrigðis- og menntakerfi. Okkur er í stuttu máli boðið upp á undirlægjuhátt við Breta og Hollendinga, þjónkun við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, niðurskurð á innviðum þjóðfélagsins, áframhaldandi verðtryggingu og blinda trú á að hagfræðingar muni bjarga okkur með trúarhita sínum og súrrealískum spádómum. Og höfundur vitlausustu peningamálastefnu allra tíma hefur verið gerður að seðlabankastjóra. Auglýst eftir framtíðarsýn og samfélagssáttmálaVið erum á villigötum. Rammvillt og stefnum í vitlausa átt. Til að ráða bót á sundrungunni, óvissunni og kvíðanum vantar okkur samstöðu um skýr markmið. Okkur vantar samfélagssáttmála þar sem við heitum hvert öðru jöfnuði og réttlæti, veikum skjóli og aðhlynningu, börnum okkur öryggi og góðri menntun og hinum eldri áhyggjulausri elli og góðum aðbúnaði. Óljós draumur um norrænt velferðarsamfélag einhvern tímann og einhvern veginn er ekki samfélagssáttmáli og í besta falli óljós framtíðarsýn. Við segjumst vera sjálfstæð þjóð. Af hverju liggjum við þá á hnjánum fyrir Bretum og Hollendingum? Af hverju liggjum við þá á fjórum fótum fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem nú þegar hefur sýnt okkur þvílíkan dónaskap að starfsmenn hans ættu að hafa verið gerðir landrækir allir með tölu? Af hverju hugsum við bara um að bjarga bönkum og fjármálastofnunum úr rústunum eftir hrunið? Hvar er skjaldborgin um heimilin? Hvar er skilningurinn á því að undirstöðueining þjóðfélagsins er manneskja en ekki fyrirtæki? Karl eða kona. Ekki krónupeningur. Stöndum í lappirnar!Hvernig væri að reyna að standa í lappirnar? Treysta á okkur sjálf en ekki að jólasveinar komi okkur til bjargar með fangið fullt af gjöfum á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða Evrópusambandsins? Hvernig væri að standa saman og sýna sjálfum okkur og umheiminum að við erum sjálfstæð þjóð í frjálsu landi? Standa saman um að byggja upp nýtt og betra íslenskt þjóðfélag en það sem frjálshyggjufíflin lögðu í rúst? Hvernig væri að snúa vörn í sókn; sjálfsvorkunn í sjálfstraust, sundrungu í samstöðu, kvíða í tilhlökkun? Hvernig væri að hirða landið okkar aftur úr höndum erlendra stofnana og innlendra skilanefnda og fela það aftur í hendur heilbrigðri skynsemi? Hvernig væri að við hættum að hegða okkur eins og hagfræðilega heilaþvegin hænsnahjörð og færum aftur að hegða okkur eins og vitiborin þjóð? Helst áður en Sjálfstæðisflokkurinn fer yfir 50% í skoðanakönnunum til að setja þjóðina á hausinn. Aftur. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Aldrei á minni lífsfæddri ævi hefur mér fundist Ísland eiga jafnbágt og núna. Sundrung ríkir og óvissa og kvíði nagar þjóðarsálina. Verðbólgan fer hamförum. Kaldhömruð verðtrygging þjakar okkur eins og martröð. Við höfum enga framtíðarsýn nema hvað við ætlum að borga Bretum og Hollendingum morð fjár fyrir Icesave-hryllinginn fram til ársins 2024 og jafnvel lengur. Og við ætlum möglunarlaust að kyngja hryðjuverkalögunum sem stjórn Gordons Brown fannst við hæfi að setja á okkur heittelskuð Natósystkini sín. Í staðinn fyrir að dansa hugsunarlaust kringum gullkálfinn hafa ráðvilltir stjórnmálamenn breytt um takt og skuldbundið okkur til að dansa eftir pípu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um ófyrirsjáanlega framtíð. Sá vangadans getur orðið okkur dýrkeyptari áður en lýkur heldur en vímudansinn kringum gullkálfinn. Enn þá halda menn dauðahaldi í dýrustu tískubólu nútímans: Blinda trú á hagfræðinga, lagatækna og sérfræðinga. Í ofsaskelfingu hafa jafnvel þeir sem áttu enga sök á hruninu gripið til þess ráðs að hætta að treysta heilbrigðri skynsemi og trúa á hagfræðinga í staðinn. Hallelújasöfnuður frjálshyggjunnarAllra síst er nokkur glóra í að trúa að sá hallelújasöfnuður frjálshyggjunnar sem kallar sig Alþjóðagjaldeyrissjóðinn muni bjarga okkur frá okkur sjálfum. Þetta bandaríska einkafyrirtæki er ekki góðgerðarstofnun eins og dæmin sanna og staða okkar gagnvart honum er staða lambsins gegn sauðfjárbónda. Eftir réttir. Við ringulreið og ráðleysi bætist svo að það eina sem landsforeldrarnir Jóhanna og Steingrímur lofa er að niðurskurðarhnífnum verði beitt ótt og títt á næstunni og við skorin út úr vandræðunum af mikilli fimi með því að skera niður það sem við eigum verðmætast og gerir samfélag okkar eftirsóknarvert svo sem heilbrigðis- og menntakerfi. Okkur er í stuttu máli boðið upp á undirlægjuhátt við Breta og Hollendinga, þjónkun við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, niðurskurð á innviðum þjóðfélagsins, áframhaldandi verðtryggingu og blinda trú á að hagfræðingar muni bjarga okkur með trúarhita sínum og súrrealískum spádómum. Og höfundur vitlausustu peningamálastefnu allra tíma hefur verið gerður að seðlabankastjóra. Auglýst eftir framtíðarsýn og samfélagssáttmálaVið erum á villigötum. Rammvillt og stefnum í vitlausa átt. Til að ráða bót á sundrungunni, óvissunni og kvíðanum vantar okkur samstöðu um skýr markmið. Okkur vantar samfélagssáttmála þar sem við heitum hvert öðru jöfnuði og réttlæti, veikum skjóli og aðhlynningu, börnum okkur öryggi og góðri menntun og hinum eldri áhyggjulausri elli og góðum aðbúnaði. Óljós draumur um norrænt velferðarsamfélag einhvern tímann og einhvern veginn er ekki samfélagssáttmáli og í besta falli óljós framtíðarsýn. Við segjumst vera sjálfstæð þjóð. Af hverju liggjum við þá á hnjánum fyrir Bretum og Hollendingum? Af hverju liggjum við þá á fjórum fótum fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem nú þegar hefur sýnt okkur þvílíkan dónaskap að starfsmenn hans ættu að hafa verið gerðir landrækir allir með tölu? Af hverju hugsum við bara um að bjarga bönkum og fjármálastofnunum úr rústunum eftir hrunið? Hvar er skjaldborgin um heimilin? Hvar er skilningurinn á því að undirstöðueining þjóðfélagsins er manneskja en ekki fyrirtæki? Karl eða kona. Ekki krónupeningur. Stöndum í lappirnar!Hvernig væri að reyna að standa í lappirnar? Treysta á okkur sjálf en ekki að jólasveinar komi okkur til bjargar með fangið fullt af gjöfum á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða Evrópusambandsins? Hvernig væri að standa saman og sýna sjálfum okkur og umheiminum að við erum sjálfstæð þjóð í frjálsu landi? Standa saman um að byggja upp nýtt og betra íslenskt þjóðfélag en það sem frjálshyggjufíflin lögðu í rúst? Hvernig væri að snúa vörn í sókn; sjálfsvorkunn í sjálfstraust, sundrungu í samstöðu, kvíða í tilhlökkun? Hvernig væri að hirða landið okkar aftur úr höndum erlendra stofnana og innlendra skilanefnda og fela það aftur í hendur heilbrigðri skynsemi? Hvernig væri að við hættum að hegða okkur eins og hagfræðilega heilaþvegin hænsnahjörð og færum aftur að hegða okkur eins og vitiborin þjóð? Helst áður en Sjálfstæðisflokkurinn fer yfir 50% í skoðanakönnunum til að setja þjóðina á hausinn. Aftur. Höfundur er alþingismaður.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun