Suðurríkja-Strokes verður að sveitalubba-Bon Jovi 7. október 2010 10:00 MANCHESTER, TN - JUNE 11: Lead singer and guitarist Caleb Followill of Kings of Leon performs during day 2 of the Bonnaroo Music and Arts Festival at the Bonnaroo Festival Grounds on June 11, 2010 in Manchester, Tennessee. (Photo by Skip Bolen/WireImage) Getty: 010445 Fimmta plata Kings of Leon er væntanleg í október. Hljómsveitin varð gríðarlega vinsæl í kjölfar síðustu plötu, en ætlaði að leita aftur til rótanna á nýju plötunni. Það virðist ekki ætla að ganga eftir, ef marka má þá sem hafa heyrt nýju plötuna. Uppgangur Kings of Leon hefur verið hraður síðustu misseri. Hljómsveitin náði nýju stigi ofurvinsælda árið 2008 þegar lagið Sex on Fire kom út á plötunni Only by the Night. Allt í einu var Kings of Leon komin inn í rútínu ásamt því að fá sér í vörina og hlusta á morgunþátt FM 957. Platan í heild var talsvert poppaðari en það sem hljómsveitin hafði sent frá sér áður, þó platan Because of the Times frá 2007 hafi verið fyrsta skrefið í átt vinsældarpoppsins. Nýjasta plata Kings of Leon, Come Around Sun Down, er væntanleg um miðjan október og miðað við fyrsta útvarpsslagarann Radioactive er von á meira af því sama frá Suðurríkjadrengjunum snoppufríðu. Þegar Kings of Leon fór í hljóðver til að taka upp nýju plötuna lögðu meðlimir hljómsveitarinnar upp með að lögin yrðu dimm og í anda gamla gruggsins. Annað kom á daginn og í maí á þessu ári sagði trommarinn Nathan Followill að lögin væru í rólegri kantinum, „strandarleg“ og í ætt við fyrstu plötuna Youth and Young Manhood. Það virðist vera í tísku hjá hljómsveitum að vísa í fyrstu plötuna þegar þær eru byrjaðar að höfða til stærri hóps í von um að ergja ekki þá sem hafa hlustað frá upphafi. Það verður að segjast að nær undantekningalaust er allt tal um „gamla hljóminn“ ekki á rökum reist og Kings of Leon er örugglega engin undantekning. Það þarf samt ekki að vera slæmt. Radioactive lofar góðu fyrir þá sem kunna að meta tvær síðustu plötu Kings of Leon og miðað við dóm tónlistartímaritsins Q halda þeir blygðunarlaust í átt til frekari vinsælda á plötunni. Þar er raunar talað um að í staðinn fyrir að vera Suðurríkjaútgáfa The Strokes, eins og fyrstu tvær plöturnar gáfu til kynna er hljómsveitin orðin sveitalubba-Bon Jovi. Við skulum leyfa aðdáendum að dæma um það, en lýsingin er stórskemmtileg. [email protected] Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Fimmta plata Kings of Leon er væntanleg í október. Hljómsveitin varð gríðarlega vinsæl í kjölfar síðustu plötu, en ætlaði að leita aftur til rótanna á nýju plötunni. Það virðist ekki ætla að ganga eftir, ef marka má þá sem hafa heyrt nýju plötuna. Uppgangur Kings of Leon hefur verið hraður síðustu misseri. Hljómsveitin náði nýju stigi ofurvinsælda árið 2008 þegar lagið Sex on Fire kom út á plötunni Only by the Night. Allt í einu var Kings of Leon komin inn í rútínu ásamt því að fá sér í vörina og hlusta á morgunþátt FM 957. Platan í heild var talsvert poppaðari en það sem hljómsveitin hafði sent frá sér áður, þó platan Because of the Times frá 2007 hafi verið fyrsta skrefið í átt vinsældarpoppsins. Nýjasta plata Kings of Leon, Come Around Sun Down, er væntanleg um miðjan október og miðað við fyrsta útvarpsslagarann Radioactive er von á meira af því sama frá Suðurríkjadrengjunum snoppufríðu. Þegar Kings of Leon fór í hljóðver til að taka upp nýju plötuna lögðu meðlimir hljómsveitarinnar upp með að lögin yrðu dimm og í anda gamla gruggsins. Annað kom á daginn og í maí á þessu ári sagði trommarinn Nathan Followill að lögin væru í rólegri kantinum, „strandarleg“ og í ætt við fyrstu plötuna Youth and Young Manhood. Það virðist vera í tísku hjá hljómsveitum að vísa í fyrstu plötuna þegar þær eru byrjaðar að höfða til stærri hóps í von um að ergja ekki þá sem hafa hlustað frá upphafi. Það verður að segjast að nær undantekningalaust er allt tal um „gamla hljóminn“ ekki á rökum reist og Kings of Leon er örugglega engin undantekning. Það þarf samt ekki að vera slæmt. Radioactive lofar góðu fyrir þá sem kunna að meta tvær síðustu plötu Kings of Leon og miðað við dóm tónlistartímaritsins Q halda þeir blygðunarlaust í átt til frekari vinsælda á plötunni. Þar er raunar talað um að í staðinn fyrir að vera Suðurríkjaútgáfa The Strokes, eins og fyrstu tvær plöturnar gáfu til kynna er hljómsveitin orðin sveitalubba-Bon Jovi. Við skulum leyfa aðdáendum að dæma um það, en lýsingin er stórskemmtileg. [email protected]
Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira