AGS opnar á 105 milljarða lán 17. apríl 2010 06:00 Gylfi Magnússon. Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lauk í gær við endurskoðun annars áfanga efnahagsáætlunar sjóðsins fyrir Ísland. „Þar með opnast fyrir verulegt lánsfé sem ætti að hafa verulegar, jákvæðar afleiðingar," sagði Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Í kjölfar þessa opnast Íslendingum aðgangur að um 105 milljarða króna láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Norðurlöndunum og Póllandi, auk um 20 milljarða sem ónýttir voru frá fyrri endurskoðun. Gylfi sagði að nú ætti að slá á allar áhyggjur af lausafjárskorti íslenska ríkisins í erlendri mynt. „Svo skiptir miklu að fá álit sjóðsins á stöðunni, sem við gerum ráð fyrir að verði birt á þriðjudag eða miðvikudag." Allt ætti þetta að auðvelda róðurinn næstu mánuði. „Þá horfi ég sérstaklega til þess að hægt verði að stuðla að auknum erlendum fjárfestingum," sagði Gylfi. „Við vonum að AGS-áætlunin liðki fyrir því að fjárfestingar vaxi," sagði Gylfi. Vegna tafa á afgreiðslu efnahagsáætlunar AGS hefur verið ákveðið að framlengja áætlunina um þrjá mánuði, til loka ágúst 2011. Spurður um efnahagsleg áhrif gossins í Eyjafjallajökli sagði Gylfi að þau hefðu ekki verið kortlögð en yrðu vonandi ekki umtalsverð. Þau velti á því hve langvinnt gosið verður. Hann sagðist „leyfa sér að gera ráð fyrir" að gosið trufli ekki viðræður við erlenda fjárfesta og hefði ekki neikvæð áhrif á áhuga þeirra á að fjárfesta hér á landi, til dæmis í orkufrekum iðnaði. „Ég á síður von á að þetta hafi áhrif á þá sem eru að fjárfesta til langs tíma en auðvitað er ekki óhugsandi að menn ákveði að fresta eða bíða með framkvæmdir þar til eldsumbrotum linnir," sagði hann. - pg Innlent Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lauk í gær við endurskoðun annars áfanga efnahagsáætlunar sjóðsins fyrir Ísland. „Þar með opnast fyrir verulegt lánsfé sem ætti að hafa verulegar, jákvæðar afleiðingar," sagði Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Í kjölfar þessa opnast Íslendingum aðgangur að um 105 milljarða króna láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Norðurlöndunum og Póllandi, auk um 20 milljarða sem ónýttir voru frá fyrri endurskoðun. Gylfi sagði að nú ætti að slá á allar áhyggjur af lausafjárskorti íslenska ríkisins í erlendri mynt. „Svo skiptir miklu að fá álit sjóðsins á stöðunni, sem við gerum ráð fyrir að verði birt á þriðjudag eða miðvikudag." Allt ætti þetta að auðvelda róðurinn næstu mánuði. „Þá horfi ég sérstaklega til þess að hægt verði að stuðla að auknum erlendum fjárfestingum," sagði Gylfi. „Við vonum að AGS-áætlunin liðki fyrir því að fjárfestingar vaxi," sagði Gylfi. Vegna tafa á afgreiðslu efnahagsáætlunar AGS hefur verið ákveðið að framlengja áætlunina um þrjá mánuði, til loka ágúst 2011. Spurður um efnahagsleg áhrif gossins í Eyjafjallajökli sagði Gylfi að þau hefðu ekki verið kortlögð en yrðu vonandi ekki umtalsverð. Þau velti á því hve langvinnt gosið verður. Hann sagðist „leyfa sér að gera ráð fyrir" að gosið trufli ekki viðræður við erlenda fjárfesta og hefði ekki neikvæð áhrif á áhuga þeirra á að fjárfesta hér á landi, til dæmis í orkufrekum iðnaði. „Ég á síður von á að þetta hafi áhrif á þá sem eru að fjárfesta til langs tíma en auðvitað er ekki óhugsandi að menn ákveði að fresta eða bíða með framkvæmdir þar til eldsumbrotum linnir," sagði hann. - pg
Innlent Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira