Áfram stelpur og strákar 24. október 2010 12:46 Íslenskar konur, til hamingju með kvennafrídaginn 2010. Í fjórða sinn boða íslenskar kvennahreyfingar til fjöldasamstöðu kvenna til að minna á launamisréttið sem enn ríkir í landinu og brýna landsmenn til baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Þegar fyrst var efnt til útifundar kvenna á degi Sameinuðu þjóðanna kvennaárið 1975 vakti gríðarleg þátttaka og mikil stemning heimsathygli. Tilgangurinn var þá eins og nú að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna til samfélagsins og krefjast þess að það yrði metið að verðleikum. Áhrifin urðu mikil og ekki fór milli mála hve margar atvinnugreinar voru háðar vinnu kvenna. Staða íslenskra kvenna hefur batnað mikið frá árinu 1975 enda mælumst við nú í efsta sæti á jafnréttislista World Economic Forum. Árið 1975 var atvinnuþátttaka kvenna 60% en er nú 78%, sem er með því mesta sem þekkist innan OECD. Sífellt fleiri konur sinna fullu starfi. Launabilið hefur minnkað en er þó samt allt of breitt. Könnun sem Félagsvísindastofnun vann fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið vorið 2008 sýndi 16,3% kynbundinn launamun á landsvísu. Hlutur kvenna hefur aukist hvað mest í áhrifa- og valdastöðum samfélagsins. Árið 1975 voru konur 5% þingmanna og 4% sveitarstjórnarmanna. Nú eru konur 43% þingmanna og 40% sveitarstjórnarmanna. Kona leiðir ríkisstjórnina og kynjahlutfall ráðherra er 40% en var raunar jafnt til skamms tíma. Það er enginn vafi að fjölgun kvenna meðal þeirra sem taka ákvarðanir og móta stefnu hefur leitt af sér hugarfarsbreytingu sem sést ekki síst á lagabreytingum sem beinast að baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Árið 2006 var samþykkt aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi fyrir árin 2007-2011. Áætlunin fól í sér fjölda verkefna sem hrundið hefur verið í framkvæmd í áföngum. Eitt það stærsta er rannsókn á umfangi ofbeldis í nánum samböndum. Rannsókninni er að ljúka og munu niðurstöður hennar verða leiðarljós í þeirri vinnu sem þegar er hafin við að semja næstu áætlun. Þar verður sjónum einnig beint að réttarkerfinu og mið tekið af nýjum samningi Evrópuráðsins gegn kynbundnu ofbeldi. Alþingi hefur samþykkt lög um bann við vændiskaupum og súlustöðum og staðfest aðgerðaáætlun gegn vændi og mansali sem verulega hefur reynt á undanfarið ár. Ísland er þriðja ríkið í heiminum sem bannar kaup á vændi. Í lagasetningunni felast afdráttarlaus skilaboð til samfélagsins um að kaup á líkama annarrar manneskju til eigin afnota séu ósæmilegt athæfi sem ekki verði liðið. Með banni er sjónum beint að eftirspurninni og þeim sem bera raunverulega ábyrgð - kaupendunum. Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á jafnrétti kynjanna og að kynjasjónarhorni sé beitt við alla ákvarðanatöku og stefnumótun. Framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2011-2014 verður fljótlega lögð fram á Alþingi. Þetta er metnaðarfull áætlun sem vonandi mun fleyta okkur áfram í átt til jafnari tækifæra og jafnari stöðu kynjanna. Enn verður leitað leiða til að útrýma kynbundnum launamun sem hefur reynst svo þrautseigur. Að þessu sinni er lögð mun meiri áhersla en áður á þátttöku karla í jafnréttisbaráttunni, enda varðar málefnið bæði kynin og þjóðfélagsið allt. Reynsla okkar af fæðingarorlofi feðra sýnir að aukið kynjajafnrétti færir ekki síst körlum aukin lífsgæði og það er margt sem þarf að vinna að til að karlar fái notið hæfileika sinna enn betur rétt eins og konur. Það eru erfið ár fram undan vegna efnahagshrunsins. Engin ástæða er þó til vonleysis því við munum finna leið út úr vandanum eins og jafnan áður. Aðgerðir kvenna á kvennafrídeginum sýna hve mikill kraftur er í grasrótinni, ekki síst meðal þeirra sem berjast fyrir samfélagi jafnréttis og samfélagi án ofbeldis. Látum kraft kvennahreyfinganna verða okkur hvatningu til uppbyggingar og sóknar, segjum barlóminum stríð á hendur. Framtíðin verður björt ef við stöndum saman. Jöfn áhrif og jöfn staða kynjanna er forsenda fyrir því framtíðarþjóðfélagi sem við ætlum okkur að skapa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Íslenskar konur, til hamingju með kvennafrídaginn 2010. Í fjórða sinn boða íslenskar kvennahreyfingar til fjöldasamstöðu kvenna til að minna á launamisréttið sem enn ríkir í landinu og brýna landsmenn til baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Þegar fyrst var efnt til útifundar kvenna á degi Sameinuðu þjóðanna kvennaárið 1975 vakti gríðarleg þátttaka og mikil stemning heimsathygli. Tilgangurinn var þá eins og nú að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna til samfélagsins og krefjast þess að það yrði metið að verðleikum. Áhrifin urðu mikil og ekki fór milli mála hve margar atvinnugreinar voru háðar vinnu kvenna. Staða íslenskra kvenna hefur batnað mikið frá árinu 1975 enda mælumst við nú í efsta sæti á jafnréttislista World Economic Forum. Árið 1975 var atvinnuþátttaka kvenna 60% en er nú 78%, sem er með því mesta sem þekkist innan OECD. Sífellt fleiri konur sinna fullu starfi. Launabilið hefur minnkað en er þó samt allt of breitt. Könnun sem Félagsvísindastofnun vann fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið vorið 2008 sýndi 16,3% kynbundinn launamun á landsvísu. Hlutur kvenna hefur aukist hvað mest í áhrifa- og valdastöðum samfélagsins. Árið 1975 voru konur 5% þingmanna og 4% sveitarstjórnarmanna. Nú eru konur 43% þingmanna og 40% sveitarstjórnarmanna. Kona leiðir ríkisstjórnina og kynjahlutfall ráðherra er 40% en var raunar jafnt til skamms tíma. Það er enginn vafi að fjölgun kvenna meðal þeirra sem taka ákvarðanir og móta stefnu hefur leitt af sér hugarfarsbreytingu sem sést ekki síst á lagabreytingum sem beinast að baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Árið 2006 var samþykkt aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi fyrir árin 2007-2011. Áætlunin fól í sér fjölda verkefna sem hrundið hefur verið í framkvæmd í áföngum. Eitt það stærsta er rannsókn á umfangi ofbeldis í nánum samböndum. Rannsókninni er að ljúka og munu niðurstöður hennar verða leiðarljós í þeirri vinnu sem þegar er hafin við að semja næstu áætlun. Þar verður sjónum einnig beint að réttarkerfinu og mið tekið af nýjum samningi Evrópuráðsins gegn kynbundnu ofbeldi. Alþingi hefur samþykkt lög um bann við vændiskaupum og súlustöðum og staðfest aðgerðaáætlun gegn vændi og mansali sem verulega hefur reynt á undanfarið ár. Ísland er þriðja ríkið í heiminum sem bannar kaup á vændi. Í lagasetningunni felast afdráttarlaus skilaboð til samfélagsins um að kaup á líkama annarrar manneskju til eigin afnota séu ósæmilegt athæfi sem ekki verði liðið. Með banni er sjónum beint að eftirspurninni og þeim sem bera raunverulega ábyrgð - kaupendunum. Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á jafnrétti kynjanna og að kynjasjónarhorni sé beitt við alla ákvarðanatöku og stefnumótun. Framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2011-2014 verður fljótlega lögð fram á Alþingi. Þetta er metnaðarfull áætlun sem vonandi mun fleyta okkur áfram í átt til jafnari tækifæra og jafnari stöðu kynjanna. Enn verður leitað leiða til að útrýma kynbundnum launamun sem hefur reynst svo þrautseigur. Að þessu sinni er lögð mun meiri áhersla en áður á þátttöku karla í jafnréttisbaráttunni, enda varðar málefnið bæði kynin og þjóðfélagsið allt. Reynsla okkar af fæðingarorlofi feðra sýnir að aukið kynjajafnrétti færir ekki síst körlum aukin lífsgæði og það er margt sem þarf að vinna að til að karlar fái notið hæfileika sinna enn betur rétt eins og konur. Það eru erfið ár fram undan vegna efnahagshrunsins. Engin ástæða er þó til vonleysis því við munum finna leið út úr vandanum eins og jafnan áður. Aðgerðir kvenna á kvennafrídeginum sýna hve mikill kraftur er í grasrótinni, ekki síst meðal þeirra sem berjast fyrir samfélagi jafnréttis og samfélagi án ofbeldis. Látum kraft kvennahreyfinganna verða okkur hvatningu til uppbyggingar og sóknar, segjum barlóminum stríð á hendur. Framtíðin verður björt ef við stöndum saman. Jöfn áhrif og jöfn staða kynjanna er forsenda fyrir því framtíðarþjóðfélagi sem við ætlum okkur að skapa.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun