Stenst ekki skoðun 22. október 2010 06:00 Í greinargerð Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem lögð var fram á fundi þann 12. október síðastliðinn segir m.a.: ,,Því er beint til stofnana borgarinnar sem hafa starfandi áfallaráð að tryggt sé að fagaðilar komi að sálrænum áföllum í stað þess að leitað sé til trúar- eða lífsskoðunarfélaga." Undirrituð undrast þetta orðaval sem og annað stjórnarfólk í Prestafélagi Íslands. Sannarlega er menntun forstöðumanna eða starfsmanna trúar- eða lífsskoðunarfélaga misjafnlega háttað. En ljóst má vera hvaða menntun prestar Þjóðkirkjunnar, prestar Fríkirkjunnar í Reykjavík, Óháða safnaðarins og Fríkirkjunnar í Hafnarfirði búa yfir. Allir þessir aðilar hafa lokið a.m.k. fimm ára háskólanámi í guðfræði, auk þess sem margir hafa lokið viðbótarmenntun. Þeir eru allir fagaðilar m.a. á sviði áfallastuðnings, fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð sem og eftirfylgd þeirra sem verða fyrir áföllum. Margir hafa sérmenntað sig á sviðum er lúta að sálgæslu, fjölskylduráðgjöf, handleiðslu og áfallastuðningi, svo fátt eitt sé nefnt. Símenntun er mikilvægur hluti starfa prestsins og einmitt hluti af starfsskyldum. Til símenntunar er hvatt sérstaklega af fagfélaginu m.a. fyrir tilstilli Vísindasjóðs Prestafélags Íslands sem og yfirstjórnar kirkjunnar. Sérstök áhersla hefur verið lögð á faghandleiðslu undanfarinn áratug og hafa prestar ávallt átt greiðan aðgang að faghandleiðslu innan Þjóðkirkjunnar. Einn hluti margbreytilegra starfa prestsins er þjónusta sem veitt er á forsendum þess sem þjónað er. Fjölmenning er veruleiki skólasamfélagsins og því er augljóst að þjónusta presta svo sem vegna áfalla er veitt í skólum á forsendum nemenda og skóla. Sem embættismenn sinna prestar Þjóðkirkjunnar þjónustu við skóla vegna áfalla án endurgjalds og er sú þjónusta hluti af þeim embættisskyldum að veita þjónustu óháð trúfélagaaðild. Hið sama á við um presta Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, Fríkirkjunnar í Reykjavík og Óháða safnaðarins, þ.e. þeir sinna þjónustu v. áfalla t.d. við skóla án endurgjalds. Oft er einföld skýring á því hvers vegna prestur er kallaður til vegna áfalla fremur en annar fagaðili. Tökum dæmi úr þessari viku. Nemandi grunnskóla missir nákominn ættingja skyndilega, skólinn kallar til fagaðila sem er prestur til þess að ræða við bekk nemandans um áföll og stuðning. Hlutverk prestsins er að veita fræðslu og stuðning en alls ekki að sinna boðun. Sá stuðningur nær oftar en ekki einnig til kennara og foreldra. Sá prestur sem kallaður er til er sá hinn sami og kallaður var út að kvöldlagi af lögreglu til að sinna fjölskyldunni, sá sami og sér síðar um kistulagningu, útför og eftirfylgd viðkomandi fjölskyldu. Hann er því mikilvægur tengiliður skóla, nemenda, foreldra, lögreglu, heilbrigðisstétta og fjölskyldu. Mikil og góð samvinna hefur verið á milli þessara aðila þegar áföll verða. Samvinna sem gefið hefur góða raun. Af þessu leiðir að yfirlýsing Mannréttindaráðs Reykjavíkur stenst ekki skoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Í greinargerð Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem lögð var fram á fundi þann 12. október síðastliðinn segir m.a.: ,,Því er beint til stofnana borgarinnar sem hafa starfandi áfallaráð að tryggt sé að fagaðilar komi að sálrænum áföllum í stað þess að leitað sé til trúar- eða lífsskoðunarfélaga." Undirrituð undrast þetta orðaval sem og annað stjórnarfólk í Prestafélagi Íslands. Sannarlega er menntun forstöðumanna eða starfsmanna trúar- eða lífsskoðunarfélaga misjafnlega háttað. En ljóst má vera hvaða menntun prestar Þjóðkirkjunnar, prestar Fríkirkjunnar í Reykjavík, Óháða safnaðarins og Fríkirkjunnar í Hafnarfirði búa yfir. Allir þessir aðilar hafa lokið a.m.k. fimm ára háskólanámi í guðfræði, auk þess sem margir hafa lokið viðbótarmenntun. Þeir eru allir fagaðilar m.a. á sviði áfallastuðnings, fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð sem og eftirfylgd þeirra sem verða fyrir áföllum. Margir hafa sérmenntað sig á sviðum er lúta að sálgæslu, fjölskylduráðgjöf, handleiðslu og áfallastuðningi, svo fátt eitt sé nefnt. Símenntun er mikilvægur hluti starfa prestsins og einmitt hluti af starfsskyldum. Til símenntunar er hvatt sérstaklega af fagfélaginu m.a. fyrir tilstilli Vísindasjóðs Prestafélags Íslands sem og yfirstjórnar kirkjunnar. Sérstök áhersla hefur verið lögð á faghandleiðslu undanfarinn áratug og hafa prestar ávallt átt greiðan aðgang að faghandleiðslu innan Þjóðkirkjunnar. Einn hluti margbreytilegra starfa prestsins er þjónusta sem veitt er á forsendum þess sem þjónað er. Fjölmenning er veruleiki skólasamfélagsins og því er augljóst að þjónusta presta svo sem vegna áfalla er veitt í skólum á forsendum nemenda og skóla. Sem embættismenn sinna prestar Þjóðkirkjunnar þjónustu við skóla vegna áfalla án endurgjalds og er sú þjónusta hluti af þeim embættisskyldum að veita þjónustu óháð trúfélagaaðild. Hið sama á við um presta Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, Fríkirkjunnar í Reykjavík og Óháða safnaðarins, þ.e. þeir sinna þjónustu v. áfalla t.d. við skóla án endurgjalds. Oft er einföld skýring á því hvers vegna prestur er kallaður til vegna áfalla fremur en annar fagaðili. Tökum dæmi úr þessari viku. Nemandi grunnskóla missir nákominn ættingja skyndilega, skólinn kallar til fagaðila sem er prestur til þess að ræða við bekk nemandans um áföll og stuðning. Hlutverk prestsins er að veita fræðslu og stuðning en alls ekki að sinna boðun. Sá stuðningur nær oftar en ekki einnig til kennara og foreldra. Sá prestur sem kallaður er til er sá hinn sami og kallaður var út að kvöldlagi af lögreglu til að sinna fjölskyldunni, sá sami og sér síðar um kistulagningu, útför og eftirfylgd viðkomandi fjölskyldu. Hann er því mikilvægur tengiliður skóla, nemenda, foreldra, lögreglu, heilbrigðisstétta og fjölskyldu. Mikil og góð samvinna hefur verið á milli þessara aðila þegar áföll verða. Samvinna sem gefið hefur góða raun. Af þessu leiðir að yfirlýsing Mannréttindaráðs Reykjavíkur stenst ekki skoðun.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun