Samkvæmt Forbes tímaritinu er leikarinn Shia LaBeouf sá leikari sem skilar mestum peningum í kassann til kvikmyndaframleiðanda.
Fyrir hvern dollara sem framleiðslufyrirtækin eyða í LaBeouf fá þau 81 dollara aftur í kassann og þykir hinn ungi leikari því vera góð fjárfesting um þessar mundir. Í öðru sæti er leikkonan Anna Hathaway, en fyrir hvern dollara sem hún fær greiddan skilar hún 64 dollurum aftur í hagnaði fyrir framleiðendur.
Aðrir sem komust á listann eru Daniel Radcliffe, Robert Downey Jr., Cate Blanchett, Meryl Streep og Jennifer Aniston. Athygli vekur að hvorki Angelina Jolie né Brad Pitt komust á listann og ekki heldur neinn leikaranna úr Twilight kvikmyndaröðinni sem er ein sú vinsælasta í dag.