Ráðherra í framúrkeyrslu Benedikt Jóhannesson skrifar 14. september 2010 06:00 Í Fréttablaðinu laugardaginn 11. september segir fyrrverandi heilbrigðisráðherra aðspurður um hvers vegna hann hafi skipt út allri stjórn Sjúkratrygginga Íslands: „Hinu er ekki að leyna að framúrkeyrsla Sjúkratrygginga er ólíðandi. Mér fannst ríkja ákveðin uppgjöf innan stjórnarinnar gagnvart því að halda sig innan ramma fjárlaga." Ljóst er að ráðherrann hefur ekki skilið hvernig útgjöld Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) verða til. Hef ég þó á mörgum fundum með ráðherranum reynt að skýra það, en er ljúft og skylt að gera það aftur. Rétt er að útgjöld SÍ stefna í það að fara fram úr fjárlögum. Meginástæður eru samningar sem samninganefnd heilbrigðisráðherra gerði árið 2008 við sérfræðilækna og ákvörðun á fjárlögum 2010 um að skera niður útgjöld til sérfræðikostnaðar um nærri þriðjung eða nálægt tvo milljarða króna. Engar tillögur komu frá ráðherranum um sparnað en tillögum SÍ þar um hafnað. SÍ hafa ekki aukið útgjöld á þessu sviði. Samningar við læknaAllt frá því að SÍ tóku til starfa árið 2008 hafa samningar við lækna verið unnir í nánu samstarfi við heilbrigðisráðuneytið og ráðherra (HBR). Forræði á samningum var hjá heilbrigðisráðherra til 1. október 2008. Samningar við sérfræðilækna vorið 2008 voru gerðir með vilja og vitund ráðherra. Hann vissi að þeir samningar fælu í sér kostnaðaraukningu og hafði samráð við fjármálaráðherra um 777 milljóna viðbótarfjárveitingu vegna þess. Fjármálaráðherra samþykkti að styðja málið og fjárveiting var veitt árið 2008. Hún var hins vegar ekki veitt vegna ársins 2009. Samningarnir voru þó enn í gildi. SÍ verða að uppfylla gerða samninga við allar stéttir. Sjúkratryggðir eiga líka rétt samkvæmt lögum. SÍ ákveður því ekki einhliða að borga ekki reikninga sem sendir eru í samræmi við gerða samninga. Vorið 2009 var gert viðbótarsamkomulag við sérfræðilækna þar sem þeir féllu frá 9% hækkun á töxtum sem þeir áttu rétt á. Fjárlög 2010Skv. tillögum til fjárlaga 2010 átti að spara 2 milljarða króna á læknakostnaði. Í því fólst um 30% niðurskurður á þessum lið. Á fundi formanns SÍ með ráðuneytisstjóra nálægt mánaðamótum sept.-okt. taldi ráðuneytisstjórinn þetta óraunhæft markmið. Leiðir til sparnaðar ríkisins á sérfræðikostnaði eru þrjár: 1. Lækkun taxta með samningum við heilbrigðisstéttir 2. Aukin kostnaðarhlutdeild almennings 3. Takmörkun á aðgengi að þjónustunni eða með því að draga úr eftirspurn SÍ sendi frá sér tillögur um aðgerðir í nóvember 2009. Þær fólu meðal annars í sér aukna hlutdeild almennings þannig að menn bæru stærstan hluta kostnaðar upp að ákveðnu marki, liðlega 20 þúsund krónum. Hlutdeild yrði ekki aukin þar yfir og því ekki snert alvarlega veikt fólk. Einnig voru hugmyndir um að draga úr dýrum rannsóknum og freista þess að lækka taxta með samningum við heilbrigðisstarfsmenn. Þessum tillögum var hafnað af ráðherra. Eftir áramót komu fram í starfshópi undir forystu ráðuneytisstjóra HBR fram svipaðar hugmyndir til sparnaðar. Breytingar á gjaldskrám hinna sjúkratryggðu, sem hefðu leitt til sparnaðar hjá SÍ upp á 650 til 850 milljónir króna. Þeim hugmyndum var einnig hafnað af ráðherranum. Að ósk ráðherra var vorið 2010 ráðinn sérstakur trúnaðarmaður ráðherra til að stýra samningum SÍ við sérfræðilækna. Samningaviðræðum lauk án árangurs. Ráðherrann ber ábyrgðinaSparnaður um 30% í einum af stærstu útgjaldaliðum sjúkratrygginga fæst ekki nema ráðherra samþykki þær aðgerðir sem gripið er til því að hann ber á þeim pólitíska ábyrgð. Þær tillögur komu ekki frá Alþingi og engar tillögur þar um komu frá ráðherranum þá mánuði sem hann sat í ráðuneytinu. Tillögum SÍ var hafnað. Það er létt verk ráðherra að segja nei, erfiðara að koma með ábyrgar tillögur. Heilbrigðismál eru viðkvæmur málaflokkur og mikilvægt að ætíð sé góð samvinna og sátt milli stjórnvalda og heilbrigðisstarfsmanna. Á fundum með ráðuneytinu hefur ítrekað verið varað við þeirri hættu að íslenskir læknar leiti til útlanda þar sem þeim byðust betri kjör. Því miður virðist svo sem þessi varnaðarorð séu nú komin fram, því að víða gengur illa að manna stöður lækna. Það kann að hafa villt um fyrir ráðherranum að Sjúkratryggingar í góðri samvinnu við ráðuneytið náðu allt frá vorinu 2009 miklum sparnaði í útgjöldum vegna lyfjakostnaðar með því að binda niðurgreiðslur við ódýrasta lyfið í hverjum lyfjaflokki. Því miður finnast engir samheitalæknar sem hægt er að leita til í því skyni að draga úr útgjöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Skoðanir Skoðun Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu laugardaginn 11. september segir fyrrverandi heilbrigðisráðherra aðspurður um hvers vegna hann hafi skipt út allri stjórn Sjúkratrygginga Íslands: „Hinu er ekki að leyna að framúrkeyrsla Sjúkratrygginga er ólíðandi. Mér fannst ríkja ákveðin uppgjöf innan stjórnarinnar gagnvart því að halda sig innan ramma fjárlaga." Ljóst er að ráðherrann hefur ekki skilið hvernig útgjöld Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) verða til. Hef ég þó á mörgum fundum með ráðherranum reynt að skýra það, en er ljúft og skylt að gera það aftur. Rétt er að útgjöld SÍ stefna í það að fara fram úr fjárlögum. Meginástæður eru samningar sem samninganefnd heilbrigðisráðherra gerði árið 2008 við sérfræðilækna og ákvörðun á fjárlögum 2010 um að skera niður útgjöld til sérfræðikostnaðar um nærri þriðjung eða nálægt tvo milljarða króna. Engar tillögur komu frá ráðherranum um sparnað en tillögum SÍ þar um hafnað. SÍ hafa ekki aukið útgjöld á þessu sviði. Samningar við læknaAllt frá því að SÍ tóku til starfa árið 2008 hafa samningar við lækna verið unnir í nánu samstarfi við heilbrigðisráðuneytið og ráðherra (HBR). Forræði á samningum var hjá heilbrigðisráðherra til 1. október 2008. Samningar við sérfræðilækna vorið 2008 voru gerðir með vilja og vitund ráðherra. Hann vissi að þeir samningar fælu í sér kostnaðaraukningu og hafði samráð við fjármálaráðherra um 777 milljóna viðbótarfjárveitingu vegna þess. Fjármálaráðherra samþykkti að styðja málið og fjárveiting var veitt árið 2008. Hún var hins vegar ekki veitt vegna ársins 2009. Samningarnir voru þó enn í gildi. SÍ verða að uppfylla gerða samninga við allar stéttir. Sjúkratryggðir eiga líka rétt samkvæmt lögum. SÍ ákveður því ekki einhliða að borga ekki reikninga sem sendir eru í samræmi við gerða samninga. Vorið 2009 var gert viðbótarsamkomulag við sérfræðilækna þar sem þeir féllu frá 9% hækkun á töxtum sem þeir áttu rétt á. Fjárlög 2010Skv. tillögum til fjárlaga 2010 átti að spara 2 milljarða króna á læknakostnaði. Í því fólst um 30% niðurskurður á þessum lið. Á fundi formanns SÍ með ráðuneytisstjóra nálægt mánaðamótum sept.-okt. taldi ráðuneytisstjórinn þetta óraunhæft markmið. Leiðir til sparnaðar ríkisins á sérfræðikostnaði eru þrjár: 1. Lækkun taxta með samningum við heilbrigðisstéttir 2. Aukin kostnaðarhlutdeild almennings 3. Takmörkun á aðgengi að þjónustunni eða með því að draga úr eftirspurn SÍ sendi frá sér tillögur um aðgerðir í nóvember 2009. Þær fólu meðal annars í sér aukna hlutdeild almennings þannig að menn bæru stærstan hluta kostnaðar upp að ákveðnu marki, liðlega 20 þúsund krónum. Hlutdeild yrði ekki aukin þar yfir og því ekki snert alvarlega veikt fólk. Einnig voru hugmyndir um að draga úr dýrum rannsóknum og freista þess að lækka taxta með samningum við heilbrigðisstarfsmenn. Þessum tillögum var hafnað af ráðherra. Eftir áramót komu fram í starfshópi undir forystu ráðuneytisstjóra HBR fram svipaðar hugmyndir til sparnaðar. Breytingar á gjaldskrám hinna sjúkratryggðu, sem hefðu leitt til sparnaðar hjá SÍ upp á 650 til 850 milljónir króna. Þeim hugmyndum var einnig hafnað af ráðherranum. Að ósk ráðherra var vorið 2010 ráðinn sérstakur trúnaðarmaður ráðherra til að stýra samningum SÍ við sérfræðilækna. Samningaviðræðum lauk án árangurs. Ráðherrann ber ábyrgðinaSparnaður um 30% í einum af stærstu útgjaldaliðum sjúkratrygginga fæst ekki nema ráðherra samþykki þær aðgerðir sem gripið er til því að hann ber á þeim pólitíska ábyrgð. Þær tillögur komu ekki frá Alþingi og engar tillögur þar um komu frá ráðherranum þá mánuði sem hann sat í ráðuneytinu. Tillögum SÍ var hafnað. Það er létt verk ráðherra að segja nei, erfiðara að koma með ábyrgar tillögur. Heilbrigðismál eru viðkvæmur málaflokkur og mikilvægt að ætíð sé góð samvinna og sátt milli stjórnvalda og heilbrigðisstarfsmanna. Á fundum með ráðuneytinu hefur ítrekað verið varað við þeirri hættu að íslenskir læknar leiti til útlanda þar sem þeim byðust betri kjör. Því miður virðist svo sem þessi varnaðarorð séu nú komin fram, því að víða gengur illa að manna stöður lækna. Það kann að hafa villt um fyrir ráðherranum að Sjúkratryggingar í góðri samvinnu við ráðuneytið náðu allt frá vorinu 2009 miklum sparnaði í útgjöldum vegna lyfjakostnaðar með því að binda niðurgreiðslur við ódýrasta lyfið í hverjum lyfjaflokki. Því miður finnast engir samheitalæknar sem hægt er að leita til í því skyni að draga úr útgjöldum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun