Krónan er ávísun á haftastefnu í tíu ár Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 10. desember 2010 11:00 Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion Banka. Mynd/GVA Ætli Íslendingar að halda áfram að nota krónuna er vafamál hvort gjaldeyrishöft verði afnumin á næstu fimm til tíu árum. Í skugga hafta verður að byggja myntsvæðið upp á nýtt með lágu raungengi og lítilli einkaneyslu. Svo mælir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Hann var einn fjögurra frummælenda á morgunverðarfundi Arion banka um áhrif gjaldeyrishafta og framtíð krónunnar. Ásgeir tæpti á því að saga flotgengisstefnu hér hefði verið afar stutt; staðið yfir frá 2001 og fram til loka árs 2008 þegar höftin voru innleidd til að stöðva útflæði á fjármagni úr landi í skugga banka- og gengishruns. Ásgeir var á móti höftunum í fyrstu en hefur nú skipt um skoðun: „Eftir á að hyggja má segja að þau hafi verið nauðsynlegt böl, neyðarúrræði. Það hefði verið mjög erfitt að endurskipuleggja fjármálakerfið með fljótandi gjaldmiðli," sagði hann og taldi langt í að krónan yrði sett á flot á ný. „Ég held að þjóðin vilji í raun og veru ekki flotgengi nema hún sætti sig við óstöðugt gengi. Það þarf að ríkja sátt um það. En ég efast um að við séum andlega tilbúin fyrir fljótandi mynt," sagði hann. Býst við langri kreppu Ásgeir sagði seðlabanka annarra ríkja hafa brugðist fljótt við þegar róðurinn þyngdist á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum fyrir þremur árum. Þeir hefðu lækkað vexti hratt og sett peningaprentvélarnar í gang. Þetta hafi Seðlabanki Íslands ekki gert. Þvert á móti hafi hann brugðist seint við og afleiðingarnar eftir því orðið verri. „Ein af ástæðum þess að við lentum í þessu var sú að við gátum ekki brugðist við; við gátum ekki lækkað stýrivexti í núll og prentað peninga. Seðlabankinn var of seinn. Það skref sem hann steig [í fyrradag] hefði hann átt að stíga á sama tíma í fyrra. Af þeim sökum munum við sjá þessa niðursveiflu verða dýpri og lengri en við höfum áður séð," sagði hann. Evran er lykillinn Viðræður stjórnvalda um aðild að Evrópusambandi eiga að fela í sér inngöngu í myntbandalag Evrópu, að mati Ásgeirs. Í kjölfar yfirlýsingar um slíkt muni gengi krónunnar jafna sig, hún fest við gengi evru og sveiflast innan ákveðinna vikmarka. Gangi það eftir þurfi ekki að aflétta höftum fyrr en yfirlýsing um slíkt verði gefin. „Markaðir eru framsýnir," sagði Ásgeir. „Um það leið og fyrir liggur á einhverjum tímapunkti að skiptin fari fram munu allar ákvarðanir miðast við það og krónan taka við sér," sagði hann og vísaði á bug svartsýnisröddum um bága stöðu evrunnar í skugga fjárhagserfiðleika Grikkja, Íra og Portúgala. Fjarri því sem sumir haldi fram telji hann engin ríki á leið úr myntbandalaginu. „Allar aðrar þjóðir myndu tapa því. Í raun myndi bankakerfi þessara ríkja tæmast undir eins ef þau myndu lýsa því yfir að þau gengju úr myntbandalaginu. Það yrði íslenskt gjaldþrot, íslenskt kerfishrun," sagði Ásgeir. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Sjá meira
Ætli Íslendingar að halda áfram að nota krónuna er vafamál hvort gjaldeyrishöft verði afnumin á næstu fimm til tíu árum. Í skugga hafta verður að byggja myntsvæðið upp á nýtt með lágu raungengi og lítilli einkaneyslu. Svo mælir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Hann var einn fjögurra frummælenda á morgunverðarfundi Arion banka um áhrif gjaldeyrishafta og framtíð krónunnar. Ásgeir tæpti á því að saga flotgengisstefnu hér hefði verið afar stutt; staðið yfir frá 2001 og fram til loka árs 2008 þegar höftin voru innleidd til að stöðva útflæði á fjármagni úr landi í skugga banka- og gengishruns. Ásgeir var á móti höftunum í fyrstu en hefur nú skipt um skoðun: „Eftir á að hyggja má segja að þau hafi verið nauðsynlegt böl, neyðarúrræði. Það hefði verið mjög erfitt að endurskipuleggja fjármálakerfið með fljótandi gjaldmiðli," sagði hann og taldi langt í að krónan yrði sett á flot á ný. „Ég held að þjóðin vilji í raun og veru ekki flotgengi nema hún sætti sig við óstöðugt gengi. Það þarf að ríkja sátt um það. En ég efast um að við séum andlega tilbúin fyrir fljótandi mynt," sagði hann. Býst við langri kreppu Ásgeir sagði seðlabanka annarra ríkja hafa brugðist fljótt við þegar róðurinn þyngdist á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum fyrir þremur árum. Þeir hefðu lækkað vexti hratt og sett peningaprentvélarnar í gang. Þetta hafi Seðlabanki Íslands ekki gert. Þvert á móti hafi hann brugðist seint við og afleiðingarnar eftir því orðið verri. „Ein af ástæðum þess að við lentum í þessu var sú að við gátum ekki brugðist við; við gátum ekki lækkað stýrivexti í núll og prentað peninga. Seðlabankinn var of seinn. Það skref sem hann steig [í fyrradag] hefði hann átt að stíga á sama tíma í fyrra. Af þeim sökum munum við sjá þessa niðursveiflu verða dýpri og lengri en við höfum áður séð," sagði hann. Evran er lykillinn Viðræður stjórnvalda um aðild að Evrópusambandi eiga að fela í sér inngöngu í myntbandalag Evrópu, að mati Ásgeirs. Í kjölfar yfirlýsingar um slíkt muni gengi krónunnar jafna sig, hún fest við gengi evru og sveiflast innan ákveðinna vikmarka. Gangi það eftir þurfi ekki að aflétta höftum fyrr en yfirlýsing um slíkt verði gefin. „Markaðir eru framsýnir," sagði Ásgeir. „Um það leið og fyrir liggur á einhverjum tímapunkti að skiptin fari fram munu allar ákvarðanir miðast við það og krónan taka við sér," sagði hann og vísaði á bug svartsýnisröddum um bága stöðu evrunnar í skugga fjárhagserfiðleika Grikkja, Íra og Portúgala. Fjarri því sem sumir haldi fram telji hann engin ríki á leið úr myntbandalaginu. „Allar aðrar þjóðir myndu tapa því. Í raun myndi bankakerfi þessara ríkja tæmast undir eins ef þau myndu lýsa því yfir að þau gengju úr myntbandalaginu. Það yrði íslenskt gjaldþrot, íslenskt kerfishrun," sagði Ásgeir.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Sjá meira