NBA í nótt: Clippers vann Lakers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2010 09:00 Baron Davis í baráttunni í nótt. Mynd/AP Það gerist ekki oft að Clippers beri sigurorð af Lakers í baráttu Los Angeles-liðanna í NBA-deildinni í körfubolta en sú varð niðurstaðan í leik liðanna í nótt. Baron Davis og Chris Kaman fóru fyrir Clippers í leiknum en Davis var með 25 stig og Kaman 21 stig og fjórtán fráköst í 102-91 sigri liðsins. Eric Gordon var með átján stig og Rasual Butler fjórtán en þetta var fyrsti sigur Clippers á grönnum sínum í tíu leikjum eða síðan í apríl árið 2007. Clippers hefur nú unnið fimm leiki í röð á heimavelli og alls sex í röð. Það er í fyrsta sinn sem það gerist síðan í nóvember árið 2006. Kobe Bryant skoraði 33 stig fyrir Lakers en það dugði ekki til. Andrew Bynum var með fimmtán stig og fjórtán fráköst og Shannon Brown fimmtán stig. Clippers náði tvívegis fimmtán stiga forystu í þriðja leikhluta en Lakers náði að jafna metin í upphafi þess fjórða. En leikmenn Clippers gáfust ekki upp og sigu aftur fram úr á síðustu mínútum leiksins. Pau Gasol lék ekki með Lakers vegna meiðsla en Blake Griffin hefur enn ekki leikið með Clippers vegna sinna meiðsla. Clippers átti fyrsta valrétt í nýliðavalinu í vor og valdi þá Griffin. Toronto vann Orlando, 108-103. Andrea Bargnani og Chris Bosh skoruðu átján stig hvor fyrir Toronto og Hedo Turkoglu sautján. Cleveland vann Washington, 121-98. LeBron James skoraði 23 stig, gaf átta stoðsendingar og tók sjö fráköst þó svo að hann hafi aðeins spilað í þrjá leikhluta. Gilbert Arenas var í leikbanni í leiknum og lék ekki með Washington. Atlanta vann New Jersey, 119-89. Jamal Crawford fór fyrir sínum mönnum er Atlanta batt enda á fjögurra leikja taphrinu. Boston vann Miami, 112-106, í framlengdum leik. Rajon Rondo skoraði 25 stig en það var flautukarfa hans í lok venjulegs leiktíma sem tryggði Boston framlengingu. New Orleans vann Oklahoma City, 97-92. David West skoraði nítján stig, Chris Paul var með fjórtán og þrettán stoðsendingar fyrir New Orleans sem er nú með jákvætt sigurhlutfall í fyrsta sinn á tímabilinu. Golden State vann Minnesota, 107-101. Monta Ellis var með 20 stig, sjö fráköst og sex stoðsendingar en Golden State hafði ekki unnið á útivelli í átta leikjum í röð þar til í nótt. San Antonio vann Detroit, 112-92, þar sem Tony Parker og Roger Mason sáu til þess að fyrrnefnda liðið hafði betur á lokasprettinum. Þetta var ellefta tap Detroit í röð. Utah Jazz vann Memphis, 117-94. CJ Miles skoraði 24 stig og Carlos Boozer 20 fyrir Utah sem vann þó svo að Deron Williams hafi verið frá vegna meiðsla. Phoenix vann Houston, 118-110. Steve Nash var með 26 stig og tólf stoðsendingar, Amare Stoudemire 25 stig og ellefu fráköst. NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Það gerist ekki oft að Clippers beri sigurorð af Lakers í baráttu Los Angeles-liðanna í NBA-deildinni í körfubolta en sú varð niðurstaðan í leik liðanna í nótt. Baron Davis og Chris Kaman fóru fyrir Clippers í leiknum en Davis var með 25 stig og Kaman 21 stig og fjórtán fráköst í 102-91 sigri liðsins. Eric Gordon var með átján stig og Rasual Butler fjórtán en þetta var fyrsti sigur Clippers á grönnum sínum í tíu leikjum eða síðan í apríl árið 2007. Clippers hefur nú unnið fimm leiki í röð á heimavelli og alls sex í röð. Það er í fyrsta sinn sem það gerist síðan í nóvember árið 2006. Kobe Bryant skoraði 33 stig fyrir Lakers en það dugði ekki til. Andrew Bynum var með fimmtán stig og fjórtán fráköst og Shannon Brown fimmtán stig. Clippers náði tvívegis fimmtán stiga forystu í þriðja leikhluta en Lakers náði að jafna metin í upphafi þess fjórða. En leikmenn Clippers gáfust ekki upp og sigu aftur fram úr á síðustu mínútum leiksins. Pau Gasol lék ekki með Lakers vegna meiðsla en Blake Griffin hefur enn ekki leikið með Clippers vegna sinna meiðsla. Clippers átti fyrsta valrétt í nýliðavalinu í vor og valdi þá Griffin. Toronto vann Orlando, 108-103. Andrea Bargnani og Chris Bosh skoruðu átján stig hvor fyrir Toronto og Hedo Turkoglu sautján. Cleveland vann Washington, 121-98. LeBron James skoraði 23 stig, gaf átta stoðsendingar og tók sjö fráköst þó svo að hann hafi aðeins spilað í þrjá leikhluta. Gilbert Arenas var í leikbanni í leiknum og lék ekki með Washington. Atlanta vann New Jersey, 119-89. Jamal Crawford fór fyrir sínum mönnum er Atlanta batt enda á fjögurra leikja taphrinu. Boston vann Miami, 112-106, í framlengdum leik. Rajon Rondo skoraði 25 stig en það var flautukarfa hans í lok venjulegs leiktíma sem tryggði Boston framlengingu. New Orleans vann Oklahoma City, 97-92. David West skoraði nítján stig, Chris Paul var með fjórtán og þrettán stoðsendingar fyrir New Orleans sem er nú með jákvætt sigurhlutfall í fyrsta sinn á tímabilinu. Golden State vann Minnesota, 107-101. Monta Ellis var með 20 stig, sjö fráköst og sex stoðsendingar en Golden State hafði ekki unnið á útivelli í átta leikjum í röð þar til í nótt. San Antonio vann Detroit, 112-92, þar sem Tony Parker og Roger Mason sáu til þess að fyrrnefnda liðið hafði betur á lokasprettinum. Þetta var ellefta tap Detroit í röð. Utah Jazz vann Memphis, 117-94. CJ Miles skoraði 24 stig og Carlos Boozer 20 fyrir Utah sem vann þó svo að Deron Williams hafi verið frá vegna meiðsla. Phoenix vann Houston, 118-110. Steve Nash var með 26 stig og tólf stoðsendingar, Amare Stoudemire 25 stig og ellefu fráköst.
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira