Umfjöllun: Kristrún með stórleik í öruggum sigri Hamars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2010 20:50 Kristrún Sigurjónsdóttir, leikmaður Hamars. Hamarskonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Iceland Express deild kvenna með öruggum fjórtán stiga sigri á Njarðvík í Hveragerði í kvöld, 72-58. Hamar er búið vinna sex fyrstu leiki sína og við hlið Keflavíkur á toppnum. Njarðvík varð fyrir áfalli eftir aðeins 54 sekúndur þegar Dita Liepkalne meiddist á ökkla. Liepkalne kom ekki meira við sögu leiknum og munaði um minna enda var hún með 22,6 stig og 11,6 fráköst að meðaltali í leik. Hamarsliðið hafði alltaf góð tök á leiknum þótt að baráttan Njarðvíkurliðsins hafi haldið liðinu inn í leiknum allan tímann. Njarðvík varð eins og áður sagði fyrir áfalli eftir aðeins 54 sekúndur þegar Dita Liepkalne meiddist á ökkla þegar brotið var á henni í hraðaupphlaupi. Liepkalne gat ekki tekið vítin en varamaður hennar, Heiða Valdimarsdóttir, átti ágæta innkomu og skoraði fjögur fyrstu stig síns liðs. Það var þó augljóslega farið mikið bit úr Njarðvíkurliðinu við það að missa lettnesku stelpuna sem hefur verið að spila mjög vel með liðinu í vetur. Hamarskonur slitu sig frá Njarðvíkurliðinu með því að skora níu stig í röð á tveggja mínútna kafla og breyta stöðunni úr 11-10 í 20-11. Hamar var 22-13 yfir eftir fyrsta leikhlutann en Njarðvík byrjaði annan leikhlutann ágætlega og náði muninum niður í fjögur stig, 26-22. Þá settu Hamarskonur tvo þrista niður í röð og munurinn var aftur kominn upp í tíu stig. Njarðvíkurliðið hélt sér áfram inn í leiknum en Hamarskonur voru alltaf skrefinu á undan. Kristún Sigurjónsdóttir endaði hálfleikinn með þriggja stiga körfu og kom Hamar tíu stigum yfir í hálfleik, 39-29. Kristún var þarna komin með 15 stig í leiknum og Jaleesa Butler státaði af tvennu með 10 sitg og 12 fráköst en hún hefði mátt nýta færin sín mun betur undir körfunni. Hamarsliðið var með leikinn í öruggum höndum í þriðja leikhlutanum og munurinn var kominn upp í 15 stig, 54-39, við lok hans. Kristrún Sigurjónsdóttir endaði þriðja leikhlutann á því að setja niður tvo þrista og hóf þann fjórða með þeim þriðja og munurinn var því kominn upp í 18 stig. Shayla Fields skoraði þrettán stig fyrir Njarðvík í lokaleikhlutanum og sá til þess að munurinn var ekki meiri í leikslok en sigri Hamars var þó aldrei ógnað í lokaleikhlutanum. Kristrún Sigurjónsdóttir fór á kostum í liði Hamars og skoraði 34 stig í leiknum þar af skoraði hún sex þriggja stiga körfur úr aðeins nýju tilraunum. Fanney Lind Guðmundsdóttir skoraði 13 stig fyrir Hamar, Jaleesa Butler skoraði 12 stig og tók 20 fráköst og Slavica Dimovska stjórnaði leiknum vel og gaf 11 stoðsendingar. Shayla Fields var með 30 stig og 14 fráköst í liði NJarðvíkur en næst henni kom Heiða Valdimarsdóttir með 9 stig. Hamar-Njarðvík 72-58 (22-13, 17-16, 15-10, 18-19) Stig Hamars: Kristrún Sigurjónsdóttir 34/8 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 13/8 fráköst, Jaleesa Butler 12/20 fráköst/3 varin skot, Slavica Dimovska 5/7 fráköst/11 stoðsendingar, Íris Ásgeirsdóttir 5, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 1.Stig Njarðvíkur : Shayla Fields 30/14 fráköst, Heiða Valdimarsdóttir 9/8 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 6/8 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 4/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 4, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Ína María Einarsdóttir 2, Eyrún Líf Sigurðardóttir 1. Dominos-deild kvenna Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Hamarskonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Iceland Express deild kvenna með öruggum fjórtán stiga sigri á Njarðvík í Hveragerði í kvöld, 72-58. Hamar er búið vinna sex fyrstu leiki sína og við hlið Keflavíkur á toppnum. Njarðvík varð fyrir áfalli eftir aðeins 54 sekúndur þegar Dita Liepkalne meiddist á ökkla. Liepkalne kom ekki meira við sögu leiknum og munaði um minna enda var hún með 22,6 stig og 11,6 fráköst að meðaltali í leik. Hamarsliðið hafði alltaf góð tök á leiknum þótt að baráttan Njarðvíkurliðsins hafi haldið liðinu inn í leiknum allan tímann. Njarðvík varð eins og áður sagði fyrir áfalli eftir aðeins 54 sekúndur þegar Dita Liepkalne meiddist á ökkla þegar brotið var á henni í hraðaupphlaupi. Liepkalne gat ekki tekið vítin en varamaður hennar, Heiða Valdimarsdóttir, átti ágæta innkomu og skoraði fjögur fyrstu stig síns liðs. Það var þó augljóslega farið mikið bit úr Njarðvíkurliðinu við það að missa lettnesku stelpuna sem hefur verið að spila mjög vel með liðinu í vetur. Hamarskonur slitu sig frá Njarðvíkurliðinu með því að skora níu stig í röð á tveggja mínútna kafla og breyta stöðunni úr 11-10 í 20-11. Hamar var 22-13 yfir eftir fyrsta leikhlutann en Njarðvík byrjaði annan leikhlutann ágætlega og náði muninum niður í fjögur stig, 26-22. Þá settu Hamarskonur tvo þrista niður í röð og munurinn var aftur kominn upp í tíu stig. Njarðvíkurliðið hélt sér áfram inn í leiknum en Hamarskonur voru alltaf skrefinu á undan. Kristún Sigurjónsdóttir endaði hálfleikinn með þriggja stiga körfu og kom Hamar tíu stigum yfir í hálfleik, 39-29. Kristún var þarna komin með 15 stig í leiknum og Jaleesa Butler státaði af tvennu með 10 sitg og 12 fráköst en hún hefði mátt nýta færin sín mun betur undir körfunni. Hamarsliðið var með leikinn í öruggum höndum í þriðja leikhlutanum og munurinn var kominn upp í 15 stig, 54-39, við lok hans. Kristrún Sigurjónsdóttir endaði þriðja leikhlutann á því að setja niður tvo þrista og hóf þann fjórða með þeim þriðja og munurinn var því kominn upp í 18 stig. Shayla Fields skoraði þrettán stig fyrir Njarðvík í lokaleikhlutanum og sá til þess að munurinn var ekki meiri í leikslok en sigri Hamars var þó aldrei ógnað í lokaleikhlutanum. Kristrún Sigurjónsdóttir fór á kostum í liði Hamars og skoraði 34 stig í leiknum þar af skoraði hún sex þriggja stiga körfur úr aðeins nýju tilraunum. Fanney Lind Guðmundsdóttir skoraði 13 stig fyrir Hamar, Jaleesa Butler skoraði 12 stig og tók 20 fráköst og Slavica Dimovska stjórnaði leiknum vel og gaf 11 stoðsendingar. Shayla Fields var með 30 stig og 14 fráköst í liði NJarðvíkur en næst henni kom Heiða Valdimarsdóttir með 9 stig. Hamar-Njarðvík 72-58 (22-13, 17-16, 15-10, 18-19) Stig Hamars: Kristrún Sigurjónsdóttir 34/8 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 13/8 fráköst, Jaleesa Butler 12/20 fráköst/3 varin skot, Slavica Dimovska 5/7 fráköst/11 stoðsendingar, Íris Ásgeirsdóttir 5, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 1.Stig Njarðvíkur : Shayla Fields 30/14 fráköst, Heiða Valdimarsdóttir 9/8 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 6/8 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 4/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 4, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Ína María Einarsdóttir 2, Eyrún Líf Sigurðardóttir 1.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira