Stórbrotinn sigur íslenska U-21 árs liðsins á Þjóðverjum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. ágúst 2010 18:06 Íslenska U-21 árs liðið í knattspyrnu fór á kostum í Kaplakrika í dag er það kjöldróg eitt sterkasta lið Evrópu, Þýskaland, í undankeppni EM. Ísland er komið með átta stiga forskot á Þýskaland í riðlinum og á annað sætið nokkuð víst. Liðið getur enn unnið riðilinn þess utan. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins fimm mínútna leik. Jón Guðni Fjóluson átti þá magnaða sendingu upp hægri kantinn á Gylfa Þór Sigurðsson. Gylfi kom boltanum fyrir þar sem Birkir Bjarnason var mættur og afgreiddi boltann smekklega í netið. Frábærlega gert hjá íslenska liðinu. Nokkuð jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en færin voru Íslendinga. Íslenska liðið fékk tvö góð færi í viðbót sem þeim tókst ekki að nýta. Eina alvöru hættan sem Þjóðverjar sköpuðu var í uppbótartíma hálfleiksins er Haraldur varði þrumuskot Þjóðverja af löngu færi. Það tók Þjóðverja ekki langan tíma að jafna leikinn í síðari hálfleik því eftir rúmlega þriggja mínútna leik jafnaði Kevin Grosskreutz leikinn fyrir Þjóvðerja. Hann fékk þá sendingu á fjærstöng þar sem hann var óvaldaður og skoraði frekar auðveldlega. Það mark kveikti síðan í íslenska liðinu. Gylfi Þór fiskaði aukaspyrnu af harðfylgi rétt fyrir utan teig. Hann tók spyrnuna sjálfur og skoraði með glæsilegri spyrnu upp í hornið. Algjörlega óverjandi. Aðeins mínútu síðar fékk Kolbeinn Sigþórsson laglega stungusendingu inn fyrir vörn þýska liðsins. Markvörðurinn kom út á móti og Kolbeinn varð að lyfta boltanum yfir hann. Það gerði hann listilega vel því boltinn sigldi örugglega yfir markvörðinn og þaðan í netið. 3-1 fyrir Ísland. Veislunni var ekki lokið því sex mínútum fyrir leikslok komst Alfreð Finnbogason inn í slaka sendingu varnarmanns Þjóðverja sem ætlaði að gefa á markvörðinn sinn. Alfreð þakkaði pent fyrir með því að leika á markvörðinn og skora í tóm markið. Ótrúlegur sigur íslenska liðsins sem hefur skilið Þjóðverja eftir í riðlinum og á virkilega góðan möguleika á því að komast í lokakeppni EM. Ísland-Þýskaland 4-11-0 Birkir Bjarnason (5.) 1-1 Kevin Grosskreutz (49.) 2-1 Gylfi Þór Sigurðsson (53.) 3-1 Kolbeinn Sigþórsson (54.) 4-1 Alfreð Finnbogason (84.) Áhorfendur: 3.200. Dómari: Espen Berntsen, Noregi . Skot (á mark): 9-18 (8-7) Varin skot: Haraldur 6 - Sippel 4 Horn: 4-8 Aukaspyrnur fengnar: 9-18 Rangstöður: 0-9 Ísland (4-5-1)Haraldur Björnsson Skúli Jón Friðgeirsson Jón Guðni Fjóluson Hólmar Örn Eyjólfsson kristinn Jónsson Bjarni Þór Viðarsson Eggert Gunnþór Jónsson Birkir Bjarnason (79., Guðlaugur Victor Pálsson) Gylfi Þór Sigurðsson Jóhann Berg Guðmundsson (85., Andrés Már Jóhannesson) Kolbeinn Sigþórsson (72., Alfreð Finnbogason) Íslenski boltinn Skroll-Íþróttir Tengdar fréttir Ísland nánast öruggt með sæti í umspili um laust sæti á EM Aðeins átta þjóðir keppa um Evrópumeistaratitil undir 21 árs liða í Danmörku á næsta ári. Heimamenn fá sjálfkrafa þátttökurétt á mótinu en Ísland er í góðri stöðu eftir frábæran sigur á Þjóðverjum í dag. 11. ágúst 2010 18:15 Bjarni: Allt sem við lögðum upp með gekk upp Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var kampakátur eftir 4-1 sigurinn á Þjóðverjum í dag. Sigurinn fer langt með að tryggja Ísland í umspilsleiki um laust sæti á EM á næsta ári. 11. ágúst 2010 19:45 Haraldur: Stoltur af því að vera hluti af þessu "Þetta var gríðarlega fallegur leikur," sagði markmaðurinn Haraldur Björnsson sem átti góðan leik eins og allt U21 árs landsliðið gegn Þjóðverjum í dag. 11. ágúst 2010 19:06 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Íslenska U-21 árs liðið í knattspyrnu fór á kostum í Kaplakrika í dag er það kjöldróg eitt sterkasta lið Evrópu, Þýskaland, í undankeppni EM. Ísland er komið með átta stiga forskot á Þýskaland í riðlinum og á annað sætið nokkuð víst. Liðið getur enn unnið riðilinn þess utan. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins fimm mínútna leik. Jón Guðni Fjóluson átti þá magnaða sendingu upp hægri kantinn á Gylfa Þór Sigurðsson. Gylfi kom boltanum fyrir þar sem Birkir Bjarnason var mættur og afgreiddi boltann smekklega í netið. Frábærlega gert hjá íslenska liðinu. Nokkuð jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en færin voru Íslendinga. Íslenska liðið fékk tvö góð færi í viðbót sem þeim tókst ekki að nýta. Eina alvöru hættan sem Þjóðverjar sköpuðu var í uppbótartíma hálfleiksins er Haraldur varði þrumuskot Þjóðverja af löngu færi. Það tók Þjóðverja ekki langan tíma að jafna leikinn í síðari hálfleik því eftir rúmlega þriggja mínútna leik jafnaði Kevin Grosskreutz leikinn fyrir Þjóvðerja. Hann fékk þá sendingu á fjærstöng þar sem hann var óvaldaður og skoraði frekar auðveldlega. Það mark kveikti síðan í íslenska liðinu. Gylfi Þór fiskaði aukaspyrnu af harðfylgi rétt fyrir utan teig. Hann tók spyrnuna sjálfur og skoraði með glæsilegri spyrnu upp í hornið. Algjörlega óverjandi. Aðeins mínútu síðar fékk Kolbeinn Sigþórsson laglega stungusendingu inn fyrir vörn þýska liðsins. Markvörðurinn kom út á móti og Kolbeinn varð að lyfta boltanum yfir hann. Það gerði hann listilega vel því boltinn sigldi örugglega yfir markvörðinn og þaðan í netið. 3-1 fyrir Ísland. Veislunni var ekki lokið því sex mínútum fyrir leikslok komst Alfreð Finnbogason inn í slaka sendingu varnarmanns Þjóðverja sem ætlaði að gefa á markvörðinn sinn. Alfreð þakkaði pent fyrir með því að leika á markvörðinn og skora í tóm markið. Ótrúlegur sigur íslenska liðsins sem hefur skilið Þjóðverja eftir í riðlinum og á virkilega góðan möguleika á því að komast í lokakeppni EM. Ísland-Þýskaland 4-11-0 Birkir Bjarnason (5.) 1-1 Kevin Grosskreutz (49.) 2-1 Gylfi Þór Sigurðsson (53.) 3-1 Kolbeinn Sigþórsson (54.) 4-1 Alfreð Finnbogason (84.) Áhorfendur: 3.200. Dómari: Espen Berntsen, Noregi . Skot (á mark): 9-18 (8-7) Varin skot: Haraldur 6 - Sippel 4 Horn: 4-8 Aukaspyrnur fengnar: 9-18 Rangstöður: 0-9 Ísland (4-5-1)Haraldur Björnsson Skúli Jón Friðgeirsson Jón Guðni Fjóluson Hólmar Örn Eyjólfsson kristinn Jónsson Bjarni Þór Viðarsson Eggert Gunnþór Jónsson Birkir Bjarnason (79., Guðlaugur Victor Pálsson) Gylfi Þór Sigurðsson Jóhann Berg Guðmundsson (85., Andrés Már Jóhannesson) Kolbeinn Sigþórsson (72., Alfreð Finnbogason)
Íslenski boltinn Skroll-Íþróttir Tengdar fréttir Ísland nánast öruggt með sæti í umspili um laust sæti á EM Aðeins átta þjóðir keppa um Evrópumeistaratitil undir 21 árs liða í Danmörku á næsta ári. Heimamenn fá sjálfkrafa þátttökurétt á mótinu en Ísland er í góðri stöðu eftir frábæran sigur á Þjóðverjum í dag. 11. ágúst 2010 18:15 Bjarni: Allt sem við lögðum upp með gekk upp Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var kampakátur eftir 4-1 sigurinn á Þjóðverjum í dag. Sigurinn fer langt með að tryggja Ísland í umspilsleiki um laust sæti á EM á næsta ári. 11. ágúst 2010 19:45 Haraldur: Stoltur af því að vera hluti af þessu "Þetta var gríðarlega fallegur leikur," sagði markmaðurinn Haraldur Björnsson sem átti góðan leik eins og allt U21 árs landsliðið gegn Þjóðverjum í dag. 11. ágúst 2010 19:06 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Ísland nánast öruggt með sæti í umspili um laust sæti á EM Aðeins átta þjóðir keppa um Evrópumeistaratitil undir 21 árs liða í Danmörku á næsta ári. Heimamenn fá sjálfkrafa þátttökurétt á mótinu en Ísland er í góðri stöðu eftir frábæran sigur á Þjóðverjum í dag. 11. ágúst 2010 18:15
Bjarni: Allt sem við lögðum upp með gekk upp Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var kampakátur eftir 4-1 sigurinn á Þjóðverjum í dag. Sigurinn fer langt með að tryggja Ísland í umspilsleiki um laust sæti á EM á næsta ári. 11. ágúst 2010 19:45
Haraldur: Stoltur af því að vera hluti af þessu "Þetta var gríðarlega fallegur leikur," sagði markmaðurinn Haraldur Björnsson sem átti góðan leik eins og allt U21 árs landsliðið gegn Þjóðverjum í dag. 11. ágúst 2010 19:06