Hamilton segist þurfa kraftaverk, en McLaren stjórinn ekki sammála 8. nóvember 2010 14:10 McLaren liðið hefur unnið nokkra sigra á árinu og þeir fögnuðu m.a. tvöföldum sigri í Kína á þessu ári.Martin Whitmarsh fagnar hér með Lewis Hamilton og Jenson Button. Mynd: Getty Images/Clive Mason Lewis Hamilton hjá McLaren telur að hann þurfi kraftaverk til að landa meistaratitlinum í Formúlu 1, en hann er meðal fjögurra ökumanna sem á möguleika á titlinum í lokamótinu um næstu helgi í Abu Dhabi. Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren er ekki sammála að kraftaog segir sögulegan viðburð að fjórir ökumenn séu í baráttunni í lokamótinu. Hamilton þarf að vinna síðasta mótið til að verða meistari, en hann er 24 stigum á eftir Fernando Alonso sem er efstur í stigamótinu. Alonso má ekki fá stig í síðasta mótinu og Mark Webber má ekki vera ofar en í sjötta sæti og Sebastian Vettel ekki ofar en í þriðja sæti til að Hamilton verði meistari. "Við vorum ekki nógu fljótir hérna og við verðum ekki nógu fljótir í Abu Dhabi. Í raun þurfum við kraftaverk, en ég mun reyna og við höfum engu að tapa", sagði Hamilton eftir mótið í gær. Framkvæmdarstjóri McLaren er ekki sammála Hamilton hvað þetta varðar og svaraði því til á autosport.com. "Nei. Bílar og ökumenn í mótum að ljúka keppni er ekki kraftaverk, þau gerast oft í kappakstri. Sjáum hvað gerist", sagði Whitmarsh. "Ef Lewis vinnur og Fernando kemst ekki í endmark og það eru ekki mörg stig sem hinir keppinautarnir fá, þá verður hann meistari. Það er spennandi titilslagur í gangi." "Það er frábært fyrir Formúlu 1 að það séu fjórir ökumenn sem eiga möguleika á að verða meistari. Í augnablikinu virðir Fernando mjög líklegur, en við höfum séð að hlutir hafa klikkað síðustu mínútunum og við höfum upplifað slíkt. Stundum hafa hlutirnir unnið með okkur og stundum á móti. Það getur allt gerst. Það er eðli kappaksturs.", sagði Whitmarsh. Whitmarsh segir að McLaren viti hvað þarf til að fagna meistaratitili og þrjú frábær lið hafi barist um titilinn í ár og á seinni hluta tímabilsins hafi Ferrari gengið vel. "Ég hef þá trú að þetta sé í fyrsta skipti í sögunni sem fjórir ökumenn eru að berjast um titilinn í síðasta mótinu. Þetta er frábært fyrir íþróttina og ég vona að fólk kunni að meta hve frábært tímabilið hefur verið", sagði Whitmarsh. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren telur að hann þurfi kraftaverk til að landa meistaratitlinum í Formúlu 1, en hann er meðal fjögurra ökumanna sem á möguleika á titlinum í lokamótinu um næstu helgi í Abu Dhabi. Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren er ekki sammála að kraftaog segir sögulegan viðburð að fjórir ökumenn séu í baráttunni í lokamótinu. Hamilton þarf að vinna síðasta mótið til að verða meistari, en hann er 24 stigum á eftir Fernando Alonso sem er efstur í stigamótinu. Alonso má ekki fá stig í síðasta mótinu og Mark Webber má ekki vera ofar en í sjötta sæti og Sebastian Vettel ekki ofar en í þriðja sæti til að Hamilton verði meistari. "Við vorum ekki nógu fljótir hérna og við verðum ekki nógu fljótir í Abu Dhabi. Í raun þurfum við kraftaverk, en ég mun reyna og við höfum engu að tapa", sagði Hamilton eftir mótið í gær. Framkvæmdarstjóri McLaren er ekki sammála Hamilton hvað þetta varðar og svaraði því til á autosport.com. "Nei. Bílar og ökumenn í mótum að ljúka keppni er ekki kraftaverk, þau gerast oft í kappakstri. Sjáum hvað gerist", sagði Whitmarsh. "Ef Lewis vinnur og Fernando kemst ekki í endmark og það eru ekki mörg stig sem hinir keppinautarnir fá, þá verður hann meistari. Það er spennandi titilslagur í gangi." "Það er frábært fyrir Formúlu 1 að það séu fjórir ökumenn sem eiga möguleika á að verða meistari. Í augnablikinu virðir Fernando mjög líklegur, en við höfum séð að hlutir hafa klikkað síðustu mínútunum og við höfum upplifað slíkt. Stundum hafa hlutirnir unnið með okkur og stundum á móti. Það getur allt gerst. Það er eðli kappaksturs.", sagði Whitmarsh. Whitmarsh segir að McLaren viti hvað þarf til að fagna meistaratitili og þrjú frábær lið hafi barist um titilinn í ár og á seinni hluta tímabilsins hafi Ferrari gengið vel. "Ég hef þá trú að þetta sé í fyrsta skipti í sögunni sem fjórir ökumenn eru að berjast um titilinn í síðasta mótinu. Þetta er frábært fyrir íþróttina og ég vona að fólk kunni að meta hve frábært tímabilið hefur verið", sagði Whitmarsh.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira