Tilboð Magma dugar ekki VG Heimir Már Pétursson skrifar 21. ágúst 2010 18:32 Tilboð Magma Energy um að ríkið eignist forkaupsrétt í hlut félagsins í HS Orku dugar ekki að mati Atla Gíslasonar fulltrúa Vinstri grænna í iðnaðarnefnd. Hann vill að orkuauðlindir landsins séu ótvírætt í eigu opinberra aðila. Magma Energy á nú 86 prósenta hlut í HS Orku en einkaaðilar hafa mátt eiga orkusölufyrirtæki um nokkurra ára skeið. Mikil andstaða hefur hins vegar verið við slíkt eignarhald á vinstri kanti stjórnmálanna eftir að Magma Energy eignaðist hlut sinn í HS Orku og nú er að störfum nefnd á vegum stjórnvalda til að fara yfir þau mál. Ross Beaty forstjóri Magma hefur boðið íslenskum stjórnvöldum að ríkið eignist forkaupsrétt á hlut félagsins og jafnframt boðist til að sætta sig við skemmri nýtingarrétt á orku á Reykjanesi, en þau 65 ár sem núgildandi samningar gera ráð fyrir. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segist líta á þetta tilboð sem tilraun fyrirtækisins til sátta við samfélagið í málinu. Ráðherra ætlar að funda með forsvarsmönnum fyrirtækisins eftir helgi, en ekki er víst að þessi leið sætti alla stjórnarliða. Atli Gíslason fulltrúi Vinstri grænna í iðnaðarnefnd sagði eftirfarandi í samtali við fréttastofuna í dag: "Þessi lausn dugar mér ekki. Ég vil að orkuauðlindirnar séu ótvírætt í eigu íslensku þjóðarinnar. Forkaupsréttur ríkisins myndi þýða að Magma gæti átt þetta um ókomna tíð. - En ég vil bíða eftir því hver niðurstaða nefndarinnar sem er að skoða þetta verður. Ef hún kemst að þeirri niðurstöðu að eign Magma á hlutnum sé lögleg, vil ég engu að síður að ríkið leysi til sín hlutinn með einum eða öðrum hætti." Iðnaðarráðherra hugnast ekki þjóðnýtingarleiðin. „Hún yrði löng og erfið og líklega fela í sér mjög mikla bótaskyldu til handa ríkinu beint. Þannig að ég hef frekar viljað nálgast þetta með þeim hætti að ríkið hefði forkaupsrétt þegar betur stendur á. Og þá gætu sveitarfélögin og aðrir opinberir aðilar hugsanlega komið inn í fyrirtækið," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Skroll-Viðskipti Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Tilboð Magma Energy um að ríkið eignist forkaupsrétt í hlut félagsins í HS Orku dugar ekki að mati Atla Gíslasonar fulltrúa Vinstri grænna í iðnaðarnefnd. Hann vill að orkuauðlindir landsins séu ótvírætt í eigu opinberra aðila. Magma Energy á nú 86 prósenta hlut í HS Orku en einkaaðilar hafa mátt eiga orkusölufyrirtæki um nokkurra ára skeið. Mikil andstaða hefur hins vegar verið við slíkt eignarhald á vinstri kanti stjórnmálanna eftir að Magma Energy eignaðist hlut sinn í HS Orku og nú er að störfum nefnd á vegum stjórnvalda til að fara yfir þau mál. Ross Beaty forstjóri Magma hefur boðið íslenskum stjórnvöldum að ríkið eignist forkaupsrétt á hlut félagsins og jafnframt boðist til að sætta sig við skemmri nýtingarrétt á orku á Reykjanesi, en þau 65 ár sem núgildandi samningar gera ráð fyrir. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segist líta á þetta tilboð sem tilraun fyrirtækisins til sátta við samfélagið í málinu. Ráðherra ætlar að funda með forsvarsmönnum fyrirtækisins eftir helgi, en ekki er víst að þessi leið sætti alla stjórnarliða. Atli Gíslason fulltrúi Vinstri grænna í iðnaðarnefnd sagði eftirfarandi í samtali við fréttastofuna í dag: "Þessi lausn dugar mér ekki. Ég vil að orkuauðlindirnar séu ótvírætt í eigu íslensku þjóðarinnar. Forkaupsréttur ríkisins myndi þýða að Magma gæti átt þetta um ókomna tíð. - En ég vil bíða eftir því hver niðurstaða nefndarinnar sem er að skoða þetta verður. Ef hún kemst að þeirri niðurstöðu að eign Magma á hlutnum sé lögleg, vil ég engu að síður að ríkið leysi til sín hlutinn með einum eða öðrum hætti." Iðnaðarráðherra hugnast ekki þjóðnýtingarleiðin. „Hún yrði löng og erfið og líklega fela í sér mjög mikla bótaskyldu til handa ríkinu beint. Þannig að ég hef frekar viljað nálgast þetta með þeim hætti að ríkið hefði forkaupsrétt þegar betur stendur á. Og þá gætu sveitarfélögin og aðrir opinberir aðilar hugsanlega komið inn í fyrirtækið," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra.
Skroll-Viðskipti Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira