Bragi H. Magnússon hefur tekið við þjálfun kvennaliðs Fjölnis í Iceland Express deildinni en Bragi sem þjálfaði síðast karlalið Stjörnunnar tekur við liðinu af Eggerti Maríusyni sem hætti á dögunum. Þetta kom fyrst fram á karfan.is
Fjölnisliðið tapaði fyrstu sjö leikjum sínum undir stjórn Eggerts sem hætti með liðið fyrir síðasta leik. Örvar Þór Kristjánsson og Bjarni Magnússon, þjálfarar karlaliðs Fjölnis, stýrðu Fjölnisliðunu þá til sigurs á Grindavík.
Fyrsti leikur Fjölnis undir stjórn Braga verður á útivelli á móti toppliði Hamars á laugardaginn þannig að hann gæti ekki byrjað á erfiðari leik.
