Umfjöllun: Njarðvíkingar í annað sætið eftir baráttusigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2010 06:00 Nick Bradford lék vel í gærkvöldi. Mynd/Vilhelm Njarðvíkingar unnu sinn þriðja leik í röð í Iceland Express-deild karla í gærkvöldi þegar liðið vann 72-67 sigur á Stjörnunni í miklum baráttuleik í Ljónagryfjunni. Þetta var kannski ekki fallegasti sóknarleikurinn sem liðin hafa boðið upp á en baráttan og vinnusemin gaf góð fyrirheit um spennandi úrslitakeppni. Njarðvík fór upp í annað sætið með sigrinum en eru þó aðeins með tveimur stigum meira en Stjörnumenn sem sitja fjórum sætum neðar í töflunni. Njarðvíkingar byrjuðu vel, komust í 15-6 og voru með frumkvæðið nær allan leikinn þótt gestirnir úr Stjörnunni héldu sér alltaf inni í leiknum. Njarðvík var 44-35 yfir í hálfleik og virtist ætla að landa öruggum sigri þegar Stjörnumenn misstu þá Jovan Zdravevski og Djorde Pantelic út af með fimm villur á aðeins 36 sekúndum. Stjörnumenn lögðu ekki árar í bát, unnu upp forskotið og áttu möguleika á að vinna í lokin. Njarðvíkingar sluppu þó með skrekkinn og unnu fimm stiga sigur. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar kann vel við sig í úrslitakeppni-andrúmsloftinu og hann var ánægður með leikinn þótt hittnin væri léleg. „Mér fannst þetta vera skemmtilegasti leikurinn í vetur. Við Siggi töluðum um það eftir leikinn að þetta hefði verið eins og leikur í úrslitakeppni. Bæði lið hefðu unnið öll lið á landinu nokkuð auðveldlega með svona leik," sagði Teitur eftir leikinn. „Varnirnar voru geggjaðar og það var barátta í hverjum einasta strák í liðunum. Mér fannst þetta vera alveg frábært. Þetta var rosalega gaman en auðvitað hefðum við vilja vinna," sagði Teitur. Teitur á enn eftir að stýra Stjörnunni til sigurs í Ljónagryfjunni en það segir Teitur að gætu orðið slæmar fréttir fyrir Njarðvík. „Það kemur að því og ég vona Njarðvíkur vegna að við hittum þá ekki aftur," sagði Teitur. Nick Bradford er farinn að finna sig betur í Njarðvíkurliðinu og í gær var hann mest í stöðu leikstjórnanda sem kom vel út. „Ég hef spilað leikstjórnanda alla mína ævi þótt ég hafi ekki fengið mörg tækifæri til að sýna það hér á Íslandi. Það eru örugglega einhverjar efasemdarraddir en ég hef mikla reynslu af þessari stöðu og sendingar eru minn besti kostur. Ég geri bara það sem þarf til að bæta liðið og vinna leikina," sagði Nick sem hrósaði Garðbæingum fyrir leikinn í gær. „Þetta er mjög gott lið sem lætur finna vel fyrir sér. Þeir gáfust aldrei upp þótt þeir lentu 10 til 15 stigum undir. Það sást hvað þeir eru með góðan þjálfara og góða leikmenn í sínu liði," sagði Nick sem er ánægður með þróunina hjá sínu liði. „Við erum að komast aftur í gang. Við höfum haft mikinn tíma til að æfa á síðustu dögum. Það var gott frí frá leikjum og við fengum tíma til að vinna í og laga hluti sem voru ekki í lagi," sagði Nick að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Njarðvíkingar unnu sinn þriðja leik í röð í Iceland Express-deild karla í gærkvöldi þegar liðið vann 72-67 sigur á Stjörnunni í miklum baráttuleik í Ljónagryfjunni. Þetta var kannski ekki fallegasti sóknarleikurinn sem liðin hafa boðið upp á en baráttan og vinnusemin gaf góð fyrirheit um spennandi úrslitakeppni. Njarðvík fór upp í annað sætið með sigrinum en eru þó aðeins með tveimur stigum meira en Stjörnumenn sem sitja fjórum sætum neðar í töflunni. Njarðvíkingar byrjuðu vel, komust í 15-6 og voru með frumkvæðið nær allan leikinn þótt gestirnir úr Stjörnunni héldu sér alltaf inni í leiknum. Njarðvík var 44-35 yfir í hálfleik og virtist ætla að landa öruggum sigri þegar Stjörnumenn misstu þá Jovan Zdravevski og Djorde Pantelic út af með fimm villur á aðeins 36 sekúndum. Stjörnumenn lögðu ekki árar í bát, unnu upp forskotið og áttu möguleika á að vinna í lokin. Njarðvíkingar sluppu þó með skrekkinn og unnu fimm stiga sigur. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar kann vel við sig í úrslitakeppni-andrúmsloftinu og hann var ánægður með leikinn þótt hittnin væri léleg. „Mér fannst þetta vera skemmtilegasti leikurinn í vetur. Við Siggi töluðum um það eftir leikinn að þetta hefði verið eins og leikur í úrslitakeppni. Bæði lið hefðu unnið öll lið á landinu nokkuð auðveldlega með svona leik," sagði Teitur eftir leikinn. „Varnirnar voru geggjaðar og það var barátta í hverjum einasta strák í liðunum. Mér fannst þetta vera alveg frábært. Þetta var rosalega gaman en auðvitað hefðum við vilja vinna," sagði Teitur. Teitur á enn eftir að stýra Stjörnunni til sigurs í Ljónagryfjunni en það segir Teitur að gætu orðið slæmar fréttir fyrir Njarðvík. „Það kemur að því og ég vona Njarðvíkur vegna að við hittum þá ekki aftur," sagði Teitur. Nick Bradford er farinn að finna sig betur í Njarðvíkurliðinu og í gær var hann mest í stöðu leikstjórnanda sem kom vel út. „Ég hef spilað leikstjórnanda alla mína ævi þótt ég hafi ekki fengið mörg tækifæri til að sýna það hér á Íslandi. Það eru örugglega einhverjar efasemdarraddir en ég hef mikla reynslu af þessari stöðu og sendingar eru minn besti kostur. Ég geri bara það sem þarf til að bæta liðið og vinna leikina," sagði Nick sem hrósaði Garðbæingum fyrir leikinn í gær. „Þetta er mjög gott lið sem lætur finna vel fyrir sér. Þeir gáfust aldrei upp þótt þeir lentu 10 til 15 stigum undir. Það sást hvað þeir eru með góðan þjálfara og góða leikmenn í sínu liði," sagði Nick sem er ánægður með þróunina hjá sínu liði. „Við erum að komast aftur í gang. Við höfum haft mikinn tíma til að æfa á síðustu dögum. Það var gott frí frá leikjum og við fengum tíma til að vinna í og laga hluti sem voru ekki í lagi," sagði Nick að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira