Óhróður um Kúbu Gylfi Páll Hersir skrifar 27. apríl 2010 14:46 Fyrir skömmu bergmálaði í fjölmiðlum alþjóðlega óhróður bandarísku ráðastéttarinnar sem beint er gegn byltingunni á Kúbu. Hún hefur herjað á Kúbu með rógsherferðum í þau 50 ár sem eru liðin frá því að spilltri ráðastétt landsins var stökkt á flótta og landsmenn endurheimtu eigur sínar frá bandarískum auðhringjum og byrjuðu að skipuleggja samfélagið að sinni vild og í sína þágu. Byltingin var gerð af þorra íbúa landsins og gildir það enn um stefnu þeirra sem fara með stjórn landsins. Það nýjasta í pressunni eru mótmæli hvítklæddra kvenna á Kúbu og dauði manns sem hafði verið dæmdur til fangelsisvistar. Fjölmiðlar hér á landi eru sjaldnast eftirbátar fjölmiðla annarra landa hvað þetta áhrærir, þótt eldgos og rannsóknarskýrsla hafi yfirgnæft annað undanfarið. Þannig birtir Fréttablaðið 20. mars síðastliðinn eina furðufréttina: „Andófsmennirnir handteknu eru 75 og sitja allir inn í fangelsi. Þeir voru handteknir þegar stjórn Fidels Castro barði niður mótmælaöldu, sem stjórnin sagði vera runna undan rifjum Bandaríkjanna. Einn andófsmannanna, Orlando Zapata Tamayo, lést í síðasta mánuði eftir langt hungurverkfall." Frétt svipaðs eðlis var lesin í fréttatíma útvarps. Umræddur Zapata var handtekinn nokkrum sinnum á árunum 1993-2002 vegna líkamsárása, innbrota og þjófnaða, m.a. árásar með sveðju; ástæður sem áttu ekkert skylt við stjórnmál. Árið 2004 var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi. Dómurinn var þyngdur talsvert á hærra dómsstigi, meðal annars vegna þess að hann réðst á starfsmann fangelsisins. Í desember s.l. fór Zapata í hungurverkfall og erlendir fjölmiðlar lýstu því sem „baráttu fyrir mannréttindum á Kúbu". Hann hafði sett fram kröfur um að fá síma, eldunaraðstöðu og sjónvarp í klefann sinn. Zapata lést í febrúar. Allt var reynt til að bjarga honum og var hann fluttur á bestu sjúkrahús landsins. Fjölskylda Zapata, stjórnvöld og heilbrigðisstarfsfólk reyndi að telja honum hughvarf. Það gerði hins vegar enginn úr röðum „andófsmanna". Þeirra áherslumál var að gera Zapata að pólitískum baráttumanni án þess að hann ætti nokkra slíka sögu. Hann tilheyrði aldrei andófsmönnunum 75 eins og Fréttablaðið staðhæfði. Raúl Castro forseti Kúbu minnti nýlega á að frá því Fulgencio Batista var steypt af stóli í byltingunni 1959: „höfum við ekki myrt neinn, við höfum ekki beitt neinn pyntingum, enginn hefur verið tekinn af lífi án dóms og laga." Ennfremur, að bandaríska herstöðin í Guantánamo væri eini staðurinn á Kúbu þar sem beitt hafi verið pyntingum á undanförnum árum.Benedikt.Hvítklæddu konurnar sem fjölmiðlarnir tala um hefur verið hampað mikið í Bandaríkjunum og þær njóta stuðnings þaðan. Konurnar stóðu fyrir ögrandi mótmælum eftir andlát Zapata. Þær eru skyldmenni svokallaðra 75 menninga, andstæðinga byltingarinnar á Kúbu sem voru handteknir í mars 2003. Af þeim sitja 53 enn í fangelsi. Þeir voru ákærðir fyrir að taka við fé og fyrir samvinnu við bandaríska stjórnarerindreka í Havana í því skyni að knésetja byltinguna. Á því leikur ekki vafi. George Bush, þáverandi forseti Bandaríkjanna útnefndi James Cason 2003 sem yfirmann hagsmunaskrifstofu Bandaríkjanna á Kúbu (Bandaríkin rufu stjórnmálasambandið skömmu eftir byltinguna og þar er hagsmunaskrifstofa en ekki sendiráð). Cason lýsti því þegar yfir opinberlega að hann myndi ferðast um landið til þess að styrkja andstöðuhópa gegn byltingunni. Spyrja má hvaða rétt bandarísk stjórnvöld og stjórnarerindrekar hafi til þess að ferðast um Kúbu í því skyni að skipuleggja og fjármagna hópa sem ætlað er að koma stjórnvöldum frá. Telur einhver líklegt að slíkt háttalag yrði látið óátalið hér á landi? Amnesty International gagnrýnir enn Kúbu fyrir handtökur og opinber réttarhöld. Þó viðurkenndu samtökin að 75 menningarnir, „hefðu tekið við fé og/eða tækjabúnaði frá bandarískum stjórnvöldum í því augnamiði að taka þátt í því sem stjórnvöld litu á sem niðurrifsstarfsemi og skaðlega Kúbu." Þótt Amnesty telji kúbönsk stjórnvöld takmarka „tjáningar- og félagafrelsi" viðurkenna samtökin engu að síður að kúbönsk stjórnvöld sjái „öllum Kúbönum fyrir helstu mannréttindunum svo sem aðgangi að húsnæði, heilsugæslu og menntun." Amnesty sakar ekki kúbönsk stjórnvöld um pyntingar, mannshvörf eða barsmíðar. Afstaða Bandaríkjanna til mannréttinda fanga lýsir sér best í meðferð þeirra á fimm kúbönskum byltingar- og ættjarðarsinnum sem hafa setið í fangelsi af pólitískum ástæðum og fyrir rangar sakir á tólfta ár. Þeir voru teknir til fanga fyrir að fylgjast með hægrisinnuðum hópi Kúbana á Flórída sem höfðu skipulagt aðför af ýmsu tagi á Kúbu með stuðningi Bandaríkjanna. Þeim var haldið í einangrun í 17 mánuði fram að réttarhöldunum. Þeir voru sakfelldir á grundvelli ákæra um „samsæri" og hlutu gífurlega harða dóma, þrír þeirra upphaflega lífstíðarfangelsi. Bandarísk stjórnvöld hafa þráfaldlega neitað eiginkonum tveggja baráttumannanna, Gerardo Hernández og René González, um að heimsækja eiginmenn sína. Full þörf er á að taka undir þær kröfur að viðskiptabanni og ferðabanni Bandaríkjanna verði aflétt og eðlilegu stjórnmálasambandi komið á til að almennir íbúar Bandaríkjanna hafi frelsi til að ferðast til Kúbu. Miklu skiptir að kynna málstað og taka undir kröfur um réttlæti til handa fimmmenningunum frá Kúbu, að þeir verði látnir lausir og komist heim til lands síns og fjölskyldna. Benedikt Haraldsson og Gylfi Páll Hersir. Höfundar sitja í stjórn VÍK (Vináttufélagi Íslands og Kúbu) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu bergmálaði í fjölmiðlum alþjóðlega óhróður bandarísku ráðastéttarinnar sem beint er gegn byltingunni á Kúbu. Hún hefur herjað á Kúbu með rógsherferðum í þau 50 ár sem eru liðin frá því að spilltri ráðastétt landsins var stökkt á flótta og landsmenn endurheimtu eigur sínar frá bandarískum auðhringjum og byrjuðu að skipuleggja samfélagið að sinni vild og í sína þágu. Byltingin var gerð af þorra íbúa landsins og gildir það enn um stefnu þeirra sem fara með stjórn landsins. Það nýjasta í pressunni eru mótmæli hvítklæddra kvenna á Kúbu og dauði manns sem hafði verið dæmdur til fangelsisvistar. Fjölmiðlar hér á landi eru sjaldnast eftirbátar fjölmiðla annarra landa hvað þetta áhrærir, þótt eldgos og rannsóknarskýrsla hafi yfirgnæft annað undanfarið. Þannig birtir Fréttablaðið 20. mars síðastliðinn eina furðufréttina: „Andófsmennirnir handteknu eru 75 og sitja allir inn í fangelsi. Þeir voru handteknir þegar stjórn Fidels Castro barði niður mótmælaöldu, sem stjórnin sagði vera runna undan rifjum Bandaríkjanna. Einn andófsmannanna, Orlando Zapata Tamayo, lést í síðasta mánuði eftir langt hungurverkfall." Frétt svipaðs eðlis var lesin í fréttatíma útvarps. Umræddur Zapata var handtekinn nokkrum sinnum á árunum 1993-2002 vegna líkamsárása, innbrota og þjófnaða, m.a. árásar með sveðju; ástæður sem áttu ekkert skylt við stjórnmál. Árið 2004 var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi. Dómurinn var þyngdur talsvert á hærra dómsstigi, meðal annars vegna þess að hann réðst á starfsmann fangelsisins. Í desember s.l. fór Zapata í hungurverkfall og erlendir fjölmiðlar lýstu því sem „baráttu fyrir mannréttindum á Kúbu". Hann hafði sett fram kröfur um að fá síma, eldunaraðstöðu og sjónvarp í klefann sinn. Zapata lést í febrúar. Allt var reynt til að bjarga honum og var hann fluttur á bestu sjúkrahús landsins. Fjölskylda Zapata, stjórnvöld og heilbrigðisstarfsfólk reyndi að telja honum hughvarf. Það gerði hins vegar enginn úr röðum „andófsmanna". Þeirra áherslumál var að gera Zapata að pólitískum baráttumanni án þess að hann ætti nokkra slíka sögu. Hann tilheyrði aldrei andófsmönnunum 75 eins og Fréttablaðið staðhæfði. Raúl Castro forseti Kúbu minnti nýlega á að frá því Fulgencio Batista var steypt af stóli í byltingunni 1959: „höfum við ekki myrt neinn, við höfum ekki beitt neinn pyntingum, enginn hefur verið tekinn af lífi án dóms og laga." Ennfremur, að bandaríska herstöðin í Guantánamo væri eini staðurinn á Kúbu þar sem beitt hafi verið pyntingum á undanförnum árum.Benedikt.Hvítklæddu konurnar sem fjölmiðlarnir tala um hefur verið hampað mikið í Bandaríkjunum og þær njóta stuðnings þaðan. Konurnar stóðu fyrir ögrandi mótmælum eftir andlát Zapata. Þær eru skyldmenni svokallaðra 75 menninga, andstæðinga byltingarinnar á Kúbu sem voru handteknir í mars 2003. Af þeim sitja 53 enn í fangelsi. Þeir voru ákærðir fyrir að taka við fé og fyrir samvinnu við bandaríska stjórnarerindreka í Havana í því skyni að knésetja byltinguna. Á því leikur ekki vafi. George Bush, þáverandi forseti Bandaríkjanna útnefndi James Cason 2003 sem yfirmann hagsmunaskrifstofu Bandaríkjanna á Kúbu (Bandaríkin rufu stjórnmálasambandið skömmu eftir byltinguna og þar er hagsmunaskrifstofa en ekki sendiráð). Cason lýsti því þegar yfir opinberlega að hann myndi ferðast um landið til þess að styrkja andstöðuhópa gegn byltingunni. Spyrja má hvaða rétt bandarísk stjórnvöld og stjórnarerindrekar hafi til þess að ferðast um Kúbu í því skyni að skipuleggja og fjármagna hópa sem ætlað er að koma stjórnvöldum frá. Telur einhver líklegt að slíkt háttalag yrði látið óátalið hér á landi? Amnesty International gagnrýnir enn Kúbu fyrir handtökur og opinber réttarhöld. Þó viðurkenndu samtökin að 75 menningarnir, „hefðu tekið við fé og/eða tækjabúnaði frá bandarískum stjórnvöldum í því augnamiði að taka þátt í því sem stjórnvöld litu á sem niðurrifsstarfsemi og skaðlega Kúbu." Þótt Amnesty telji kúbönsk stjórnvöld takmarka „tjáningar- og félagafrelsi" viðurkenna samtökin engu að síður að kúbönsk stjórnvöld sjái „öllum Kúbönum fyrir helstu mannréttindunum svo sem aðgangi að húsnæði, heilsugæslu og menntun." Amnesty sakar ekki kúbönsk stjórnvöld um pyntingar, mannshvörf eða barsmíðar. Afstaða Bandaríkjanna til mannréttinda fanga lýsir sér best í meðferð þeirra á fimm kúbönskum byltingar- og ættjarðarsinnum sem hafa setið í fangelsi af pólitískum ástæðum og fyrir rangar sakir á tólfta ár. Þeir voru teknir til fanga fyrir að fylgjast með hægrisinnuðum hópi Kúbana á Flórída sem höfðu skipulagt aðför af ýmsu tagi á Kúbu með stuðningi Bandaríkjanna. Þeim var haldið í einangrun í 17 mánuði fram að réttarhöldunum. Þeir voru sakfelldir á grundvelli ákæra um „samsæri" og hlutu gífurlega harða dóma, þrír þeirra upphaflega lífstíðarfangelsi. Bandarísk stjórnvöld hafa þráfaldlega neitað eiginkonum tveggja baráttumannanna, Gerardo Hernández og René González, um að heimsækja eiginmenn sína. Full þörf er á að taka undir þær kröfur að viðskiptabanni og ferðabanni Bandaríkjanna verði aflétt og eðlilegu stjórnmálasambandi komið á til að almennir íbúar Bandaríkjanna hafi frelsi til að ferðast til Kúbu. Miklu skiptir að kynna málstað og taka undir kröfur um réttlæti til handa fimmmenningunum frá Kúbu, að þeir verði látnir lausir og komist heim til lands síns og fjölskyldna. Benedikt Haraldsson og Gylfi Páll Hersir. Höfundar sitja í stjórn VÍK (Vináttufélagi Íslands og Kúbu)
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun