KR-ingar eiga litla sem enga möguleika á að komast í 3. umferð í undankeppni Evrópudeildarinnar eftir 0-3 tap á heimavelli á móti Karpaty Lviv frá Úkraínu í gær.
Fyrri hálfleikurinn var markalaus og tíðindalítill en Úkraínumennirnir gerðu út um bæði leikinn og einvígið þegar þeir skoruðu þrjú mörk á fyrstu tólf mínútunum í síðari hálfleik.
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á KR-vellinum í gær og myndaði baráttuna þar sem verður að viðurkennast að KR-ingar voru hreinlega klassar neðar en andstæðingarnir.
Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
