Nú sést uppskrift að lausn vandamálanna 4. desember 2010 04:45 Þórólfur Matthíasson Horft er til næstu tveggja ára og lausnar á vanda fólks sem núna á í greiðsluvanda í viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Þetta segir Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Og það finnst mér vera kostur í þessum tillögum," bætir Þórólfur við. „Fólk er í vanda núna og engin þörf á að leggja rosalegar fjárhæðir í að leysa vanda sem ekki raungerist fyrr en eftir einhverhver tíu til tuttugu ár, eins og hefði verið með höfuðstólslækkunum." Þórólfur lýsir tillögunum sem „blandi í poka" sem ætti að geta nýst stórum hópi fólks. „Og vonandi fæst úr þessu einhver niðurstaða fyrir þá sem eru í greiðsluvanda." Í tillögunum segir Þórólfur að sé útvíkkuð sértæk skuldaaðlögun sem boðið hafi verið upp á. „Og menn lækka þar prósentuviðmið um tíu prósent og setja inn nákvæmari ákvæði um biðlánin sem gera þetta aðeins meira aðlaðandi fyrir þá sem fara í gegn um það," segir hann. Einhver kostnaðarauki segir Þórólfur að sé falinn í svokallaðri „hraðferð" í skuldaniðurfærslu einstaklinga og sambýlisfólks, allt að 15 milljónum króna hjá einstaklingum og þrjátíu milljónum hjá hjónum, en þó ekki nema í 110 prósent af verðmæti eignar. „Þarna verður eitthvað afskrifað sem væntanlega hefði annars verið innheimt, en í stórum dráttum er þetta eitthvað sem mér sýnist að lánastofnanir hefðu þurft að taka á sig. Það er samt alltaf mjög erfitt að sjá hvernig dreifingin verður á milli þeirra og væntanlega er það það sem tekist hefur verið á um undanfarna daga. Bankar, lífeyrissjóðir og aðrir eru á svo mismunandi stöðum í veðröðunum." Helsta viðbótarútgjöldin í boðuðum aðgerðum segir Þórólfur að sé að finna í tillögu um niðurgreiðslu vaxta. „Það eru tvisvar sinnum átta milljarðar króna á næsta og þarnæsta ári og sýnist mér hugmyndin að bankarnir fjármagni sex milljarða af þessum átta hvort árið um sig." Þórólfur kveðst vonast til þess að með fram komnum tillögum taki fólk að nýta sér þau úrræði sem í boði eru. „Vandinn er mjög margþættur og engin ein lausn sem dugar öllum. En þetta endurspeglar að menn hafa legið yfir þessu og hafa reynt að máta fleiri en eina aðferð." Með tillögunum segir Þórólfur útlit fyrir að þónokkuð stór hópur fái einhverja úrlausn sinna mála og almenna vaxtaniðurfærslan gangi yfir mjög stóran hóp þó það sé ekki nema næstu tvö árin. Þórólfur telur að nú sjái þeir sem hvað mest berjast í bökkum hver uppskriftin er að lausnunum og hvers þeir geta vænst. „Það er meiri vissa í þessu, en vandinn hefur verið að fá fólk til að koma inn og byrja að vinna í sínum málum. Fólk hefur búið til einhverja Grýlu úr fjármálastofnunum og öðrum sem unnið hafa í málunum og sagt að ekki þýði að tala við þá, þótt reyndin hafi gjarnan verið önnur. En núna liggur allt á borðinu og borgar sig að ganga frá málunum og fá fast land fyrir framtíðina." [email protected] Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Horft er til næstu tveggja ára og lausnar á vanda fólks sem núna á í greiðsluvanda í viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Þetta segir Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Og það finnst mér vera kostur í þessum tillögum," bætir Þórólfur við. „Fólk er í vanda núna og engin þörf á að leggja rosalegar fjárhæðir í að leysa vanda sem ekki raungerist fyrr en eftir einhverhver tíu til tuttugu ár, eins og hefði verið með höfuðstólslækkunum." Þórólfur lýsir tillögunum sem „blandi í poka" sem ætti að geta nýst stórum hópi fólks. „Og vonandi fæst úr þessu einhver niðurstaða fyrir þá sem eru í greiðsluvanda." Í tillögunum segir Þórólfur að sé útvíkkuð sértæk skuldaaðlögun sem boðið hafi verið upp á. „Og menn lækka þar prósentuviðmið um tíu prósent og setja inn nákvæmari ákvæði um biðlánin sem gera þetta aðeins meira aðlaðandi fyrir þá sem fara í gegn um það," segir hann. Einhver kostnaðarauki segir Þórólfur að sé falinn í svokallaðri „hraðferð" í skuldaniðurfærslu einstaklinga og sambýlisfólks, allt að 15 milljónum króna hjá einstaklingum og þrjátíu milljónum hjá hjónum, en þó ekki nema í 110 prósent af verðmæti eignar. „Þarna verður eitthvað afskrifað sem væntanlega hefði annars verið innheimt, en í stórum dráttum er þetta eitthvað sem mér sýnist að lánastofnanir hefðu þurft að taka á sig. Það er samt alltaf mjög erfitt að sjá hvernig dreifingin verður á milli þeirra og væntanlega er það það sem tekist hefur verið á um undanfarna daga. Bankar, lífeyrissjóðir og aðrir eru á svo mismunandi stöðum í veðröðunum." Helsta viðbótarútgjöldin í boðuðum aðgerðum segir Þórólfur að sé að finna í tillögu um niðurgreiðslu vaxta. „Það eru tvisvar sinnum átta milljarðar króna á næsta og þarnæsta ári og sýnist mér hugmyndin að bankarnir fjármagni sex milljarða af þessum átta hvort árið um sig." Þórólfur kveðst vonast til þess að með fram komnum tillögum taki fólk að nýta sér þau úrræði sem í boði eru. „Vandinn er mjög margþættur og engin ein lausn sem dugar öllum. En þetta endurspeglar að menn hafa legið yfir þessu og hafa reynt að máta fleiri en eina aðferð." Með tillögunum segir Þórólfur útlit fyrir að þónokkuð stór hópur fái einhverja úrlausn sinna mála og almenna vaxtaniðurfærslan gangi yfir mjög stóran hóp þó það sé ekki nema næstu tvö árin. Þórólfur telur að nú sjái þeir sem hvað mest berjast í bökkum hver uppskriftin er að lausnunum og hvers þeir geta vænst. „Það er meiri vissa í þessu, en vandinn hefur verið að fá fólk til að koma inn og byrja að vinna í sínum málum. Fólk hefur búið til einhverja Grýlu úr fjármálastofnunum og öðrum sem unnið hafa í málunum og sagt að ekki þýði að tala við þá, þótt reyndin hafi gjarnan verið önnur. En núna liggur allt á borðinu og borgar sig að ganga frá málunum og fá fast land fyrir framtíðina." [email protected]
Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira