Bjúgverpill og birtingarform ráðstjórnar 11. nóvember 2010 06:00 Blessaður Guðmundur Ingi. Þessi skrif eru að hluta til svar við þinni síðustu grein en líka almennir þankar og áskorun til Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Þú spyrð um trúboð og hvar það fari fram. Svar mitt er: Alls staðar. Þess vegna verður ekki sett bann á það enda er skoðanafrelsi í landinu. Við verðum að treysta því á hverri tíð að þeir, sem koma inn í skóla til að kenna eða kynna eitthvað, geri það á fræðilegan og hlutlægan hátt. Tilburðir Mannréttindaráðs minna mig á sögur eftir Búlgakov, Kafka og fleiri sem skrifuðu um fáránleikann í tilverunni. Miðstýrt vald sem leggur stein í götu borgaranna og heftir frelsi þeirra er alltaf á villigötum. Alltaf. Þú spyrð um mörk. Þau liggja um lendur traustsins og hvergi annars staðar nema fólk verði sett í bönd eins og Mannréttindaráð vill t.d. gera með presta. Markmið ráðsins mætti kannski umorða á tæpitungulausan hátt svona: Okkur skal takast að drepa þjóna drottins í dróma. Við ætlum okkur að hindra presta og einangra starf þeirra við kirkjuhúsin ein. Þú nefnir dæmi um bænahald í skólum. Það gæti verið samkomulag foreldra þar sem öll börnin í einhverjum bekk eru skírð og öll í sömu kirkjudeild að þau leyfi kennara að hefja kennslu dagsins með bæn. Mannréttindaráði kemur slíkt ekki nokkurn skapaðan hlut við. En ég hef heyrt um leikskóla þar sem tíðkast að hafa kyrrðarstundir með íhugun þar sem kenndar eru t.d. yogastellingar. Í mínum huga er það trúboð, austrænt að uppruna. Á að banna slíkt? Markmið Gídeonfélagsins er opinbert. Félagar þess vilja dreifa Nýja testamentinu til sem allra flestra enda er þeim bókin kær og dýrmæt. Engin bók í íslensku samfélagi og menningu hefur aðra eins stöðu og NT. Að dreifa Kóraninum, Mormónsbók eða ritum Votta Jehóva er alls ekki sambærilegt við dreifingu NT. Samanburðurinn er gjörsamlega út í hött og því þarf ekki að óttast neina markaðssetningu í skólum. Skólastjórnendur á hverjum stað gæta þess. Starf Gídeon og dreifing NT í skólum á sér áratuga sögu og merkilega. „Trúboðseftirlit borgarinnar“ getur vissulega bannað dreifinguna og gert sig þar með að háðsfyrirbrigði í íslenskri pólitík og sögu. Háðið rímar vel við yfirbragð Bezta flokksins en fæstir vilja nú samt láta háðið snúa til baka og lenda á sér í líki bjúgverpils. Þú spyrð: „Er það mismunun að allir nema tveir fari í kirkjuferð? Er það rétt, með velferð barnanna í huga, að skilja þau frá hópnum?“ Svar mitt er: Það hefur alltaf haft kostnað í för með sér að tilheyra minnihlutahópi. Þessi nálgun, „vesalings ég og börnin mín“, virkar ekki sannfærandi. Þú verður bara að kyngja því að börnin þín uppgötvi að þau tilheyri minnihlutahópi ef þú hefur valið sjálfum þér og þeim lífsskoðanir minnihlutans. Kristnir menn um allan heim verða að þola hið sama. Þú gerir mér upp skoðanir er þú segir: „Þú virðist gefa þér að þjóðkirkjufólk vilji trúboð í skólum.“ Svar mitt er: Ég hef ekki haldið því fram. Foreldrar sem biðja um frí handa börnum sínum til að fara í fermingarbúðir eru ekki að stunda trúboð í skólum, ef það er tilvísun þín. Þú spyrð: „En eru tillögur mannréttindaráðs atlaga að mannréttindum meirihlutans?“ Ef banna á kristnum börnum t.d. að fara í tveggja daga ferð vegna fermingarundirbúnings sem er hluti af menningu langflestra Íslendinga þá er það atlaga að mannréttindum meirihlutans. Mannréttindaráð virðist hafa lokast inn í völundarhúsi og finnur ekki útgönguleiðina. Ráðið bítur sig fast í hugmyndir sem eru allar komnar úr smiðju Siðmenntar og keyrðar inn í Mannréttindaráð vegna fordóma í garð kristni og kirkju. Meirihluti ráðsins ætlar að þrengja að kirkjunni, sama hvað það kostar. Þetta lyktar allt af þráhyggju og þröngsýni. Hér er ekki hugsað opið heldur lokað, ekki með opnum faðmi heldur herpingi og þvingun, með fjötrum í stað frelsis. Þú segir: „Að halda því fram að mannréttindi og trúfrelsi eigi að byggjast á því hverjir ráða í hverfum borgarinnar hverju sinni stenst ekki. Mannréttindi eru almenn og yfir slíkan hverfulleika hafin.“ Í hverfum borgarinnar er samstarf kirkju og skóla víðast hvar með miklum sóma. Vitrir og vel menntaðir skólastjórar stýra sínum stofnunum víða af tærri snilld. Mannréttindi eru nefnilega almenn og þess vegna ræður upplýstur og vel meinandi almenningur. Starf kirkna er með ólíkum hætti frá einni sókn til annarrar og samstarfið við skóla með ýmsum hætti. Mannréttindaráð vill miðstýra þessu vegna þess að Siðmenntarmaður hefur plantað sér í ráðið og vill drepa kirkjuna í dróma og hefur tekist að rugla samráðsfólk sitt þannig að það virðist nú með algjöru óráði. Mannréttindaráð! Þið sem nú viljið starfa í anda ráðstjórnar, hristið af ykkur þessa dróma þröngsýni og hafta. Hugsið opið, treystið náunganum. Hugsið eins og Þorgeir Ljósvetningagoði, heiðinginn, sem var stór og opinn í hugsun sinni. Bjúgverpill ofríkis og þröngra skoðana hittir ykkur sjálf fyrir þótt síðar verði. Forðist að varpa honum á okkur sem viljum opið þjóðfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Sjá meira
Blessaður Guðmundur Ingi. Þessi skrif eru að hluta til svar við þinni síðustu grein en líka almennir þankar og áskorun til Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Þú spyrð um trúboð og hvar það fari fram. Svar mitt er: Alls staðar. Þess vegna verður ekki sett bann á það enda er skoðanafrelsi í landinu. Við verðum að treysta því á hverri tíð að þeir, sem koma inn í skóla til að kenna eða kynna eitthvað, geri það á fræðilegan og hlutlægan hátt. Tilburðir Mannréttindaráðs minna mig á sögur eftir Búlgakov, Kafka og fleiri sem skrifuðu um fáránleikann í tilverunni. Miðstýrt vald sem leggur stein í götu borgaranna og heftir frelsi þeirra er alltaf á villigötum. Alltaf. Þú spyrð um mörk. Þau liggja um lendur traustsins og hvergi annars staðar nema fólk verði sett í bönd eins og Mannréttindaráð vill t.d. gera með presta. Markmið ráðsins mætti kannski umorða á tæpitungulausan hátt svona: Okkur skal takast að drepa þjóna drottins í dróma. Við ætlum okkur að hindra presta og einangra starf þeirra við kirkjuhúsin ein. Þú nefnir dæmi um bænahald í skólum. Það gæti verið samkomulag foreldra þar sem öll börnin í einhverjum bekk eru skírð og öll í sömu kirkjudeild að þau leyfi kennara að hefja kennslu dagsins með bæn. Mannréttindaráði kemur slíkt ekki nokkurn skapaðan hlut við. En ég hef heyrt um leikskóla þar sem tíðkast að hafa kyrrðarstundir með íhugun þar sem kenndar eru t.d. yogastellingar. Í mínum huga er það trúboð, austrænt að uppruna. Á að banna slíkt? Markmið Gídeonfélagsins er opinbert. Félagar þess vilja dreifa Nýja testamentinu til sem allra flestra enda er þeim bókin kær og dýrmæt. Engin bók í íslensku samfélagi og menningu hefur aðra eins stöðu og NT. Að dreifa Kóraninum, Mormónsbók eða ritum Votta Jehóva er alls ekki sambærilegt við dreifingu NT. Samanburðurinn er gjörsamlega út í hött og því þarf ekki að óttast neina markaðssetningu í skólum. Skólastjórnendur á hverjum stað gæta þess. Starf Gídeon og dreifing NT í skólum á sér áratuga sögu og merkilega. „Trúboðseftirlit borgarinnar“ getur vissulega bannað dreifinguna og gert sig þar með að háðsfyrirbrigði í íslenskri pólitík og sögu. Háðið rímar vel við yfirbragð Bezta flokksins en fæstir vilja nú samt láta háðið snúa til baka og lenda á sér í líki bjúgverpils. Þú spyrð: „Er það mismunun að allir nema tveir fari í kirkjuferð? Er það rétt, með velferð barnanna í huga, að skilja þau frá hópnum?“ Svar mitt er: Það hefur alltaf haft kostnað í för með sér að tilheyra minnihlutahópi. Þessi nálgun, „vesalings ég og börnin mín“, virkar ekki sannfærandi. Þú verður bara að kyngja því að börnin þín uppgötvi að þau tilheyri minnihlutahópi ef þú hefur valið sjálfum þér og þeim lífsskoðanir minnihlutans. Kristnir menn um allan heim verða að þola hið sama. Þú gerir mér upp skoðanir er þú segir: „Þú virðist gefa þér að þjóðkirkjufólk vilji trúboð í skólum.“ Svar mitt er: Ég hef ekki haldið því fram. Foreldrar sem biðja um frí handa börnum sínum til að fara í fermingarbúðir eru ekki að stunda trúboð í skólum, ef það er tilvísun þín. Þú spyrð: „En eru tillögur mannréttindaráðs atlaga að mannréttindum meirihlutans?“ Ef banna á kristnum börnum t.d. að fara í tveggja daga ferð vegna fermingarundirbúnings sem er hluti af menningu langflestra Íslendinga þá er það atlaga að mannréttindum meirihlutans. Mannréttindaráð virðist hafa lokast inn í völundarhúsi og finnur ekki útgönguleiðina. Ráðið bítur sig fast í hugmyndir sem eru allar komnar úr smiðju Siðmenntar og keyrðar inn í Mannréttindaráð vegna fordóma í garð kristni og kirkju. Meirihluti ráðsins ætlar að þrengja að kirkjunni, sama hvað það kostar. Þetta lyktar allt af þráhyggju og þröngsýni. Hér er ekki hugsað opið heldur lokað, ekki með opnum faðmi heldur herpingi og þvingun, með fjötrum í stað frelsis. Þú segir: „Að halda því fram að mannréttindi og trúfrelsi eigi að byggjast á því hverjir ráða í hverfum borgarinnar hverju sinni stenst ekki. Mannréttindi eru almenn og yfir slíkan hverfulleika hafin.“ Í hverfum borgarinnar er samstarf kirkju og skóla víðast hvar með miklum sóma. Vitrir og vel menntaðir skólastjórar stýra sínum stofnunum víða af tærri snilld. Mannréttindi eru nefnilega almenn og þess vegna ræður upplýstur og vel meinandi almenningur. Starf kirkna er með ólíkum hætti frá einni sókn til annarrar og samstarfið við skóla með ýmsum hætti. Mannréttindaráð vill miðstýra þessu vegna þess að Siðmenntarmaður hefur plantað sér í ráðið og vill drepa kirkjuna í dróma og hefur tekist að rugla samráðsfólk sitt þannig að það virðist nú með algjöru óráði. Mannréttindaráð! Þið sem nú viljið starfa í anda ráðstjórnar, hristið af ykkur þessa dróma þröngsýni og hafta. Hugsið opið, treystið náunganum. Hugsið eins og Þorgeir Ljósvetningagoði, heiðinginn, sem var stór og opinn í hugsun sinni. Bjúgverpill ofríkis og þröngra skoðana hittir ykkur sjálf fyrir þótt síðar verði. Forðist að varpa honum á okkur sem viljum opið þjóðfélag.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun