Banna gamla fólkinu að fóðra villikattaher 10. nóvember 2010 06:00 Ungir villkettir við Hrafnistu Elliheimilið vill losna við villiketti í nágrenninu og bannaði vistmönnum að fóðra dýrin, sem þó eiga aðra vini sem færa þeim mat. Fréttablaðið/Stefán „Í fyrra var þetta orðin alger plága svo við fengum meindýraeyði og hann tók tólf stykki. Þetta voru allt saman kolvitlausir villikettir,“ segir Björgvin Þórðarson, húsvörður hjá Hrafnistu í Hafnarfirði, um kattaplágu í hrauninu við hjúkrunarheimilið. Hrafnista er á bæjarmörkum Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Björgvin segist hafa óskað eftir því við bæði sveitarfélögin að þau leystu málið en hvorugt vilji sinna því. „Bæjarfélögin segja að þetta séu ekki meindýr. Það yrði talsverður kostnaður fyrir stofnunina að fara að uppræta þessa villiketti sem í rauninni koma okkur ekki við,“ segir Björgvin. Meðlimir í Kattavinafélagi Íslands blanda sér í málið. „Sum þessi dýr eru slösuð, einnig eru þarna ung dýr sem lifa ekki veturinn af þarna. Vistmenn á Hrafnistu hafa hingað til laumað til þeirra mat en nú er búið að banna þeim það,“ skrifar Ragnheiður Gunnarsdóttir til Hafnarfjarðarbæjar og bætir við að koma þurfi köttunum undir læknishendur og inn á ný heimili ef mögulegt sé. Eygló Guðjónsdóttir, sem situr í stjórn Kattavinafélagsins, segir hins vegar í sínu bréfi til bæjaryfirvalda að í þessu tilfelli geti það varla flokkast undir annað en líknandi aðgerð að aflífa dýrin. „Vandamálið á ekkert eftir að gera nema stækka, kettirnir fjölga sér og að lokum verður ástandið óviðráðanlegt með öllu,“ varar Eygló við. Að sögn Björgvins henta aðstæður í hrauninu við Hrafnistu villiköttunum. Í augnablikinu sé ein læða með kettlinga undir sólpalli við eitt húsið. „Svo var eitthvað um það að gamla fólkið var að gefa þeim,“ segir Björgvin, sem staðfestir að slíkt hafi nú verið bannað á Hrafnistu. „Það var náttúrulega orðið ófært þegar það voru tíu til fimmtán kettir gónandi inn um glugga hjá fólki að biðja um mat. Villikettir eru náttúrulega ekki geltir svo þetta eru breimandi kvikindi sem fjölga sér eins og kanínur,“ segir húsvörðurinn á Hrafnistu. „Um tíma var kattaumferðin hér svo mikil að það voru komnir troðningar eins og kindastígar umhverfis aðra blokkina.“ Þrátt fyrir að vistmönnum á Hrafnistu hafi nú verið bannað að fóðra kettina eru þeir ekki alveg vinalausir. „Síðan við heyrðum þetta förum við nokkrar konur af og til og leggjum út mat handa þeim,“ segir Eygló Guðjónsdóttir. [email protected] Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
„Í fyrra var þetta orðin alger plága svo við fengum meindýraeyði og hann tók tólf stykki. Þetta voru allt saman kolvitlausir villikettir,“ segir Björgvin Þórðarson, húsvörður hjá Hrafnistu í Hafnarfirði, um kattaplágu í hrauninu við hjúkrunarheimilið. Hrafnista er á bæjarmörkum Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Björgvin segist hafa óskað eftir því við bæði sveitarfélögin að þau leystu málið en hvorugt vilji sinna því. „Bæjarfélögin segja að þetta séu ekki meindýr. Það yrði talsverður kostnaður fyrir stofnunina að fara að uppræta þessa villiketti sem í rauninni koma okkur ekki við,“ segir Björgvin. Meðlimir í Kattavinafélagi Íslands blanda sér í málið. „Sum þessi dýr eru slösuð, einnig eru þarna ung dýr sem lifa ekki veturinn af þarna. Vistmenn á Hrafnistu hafa hingað til laumað til þeirra mat en nú er búið að banna þeim það,“ skrifar Ragnheiður Gunnarsdóttir til Hafnarfjarðarbæjar og bætir við að koma þurfi köttunum undir læknishendur og inn á ný heimili ef mögulegt sé. Eygló Guðjónsdóttir, sem situr í stjórn Kattavinafélagsins, segir hins vegar í sínu bréfi til bæjaryfirvalda að í þessu tilfelli geti það varla flokkast undir annað en líknandi aðgerð að aflífa dýrin. „Vandamálið á ekkert eftir að gera nema stækka, kettirnir fjölga sér og að lokum verður ástandið óviðráðanlegt með öllu,“ varar Eygló við. Að sögn Björgvins henta aðstæður í hrauninu við Hrafnistu villiköttunum. Í augnablikinu sé ein læða með kettlinga undir sólpalli við eitt húsið. „Svo var eitthvað um það að gamla fólkið var að gefa þeim,“ segir Björgvin, sem staðfestir að slíkt hafi nú verið bannað á Hrafnistu. „Það var náttúrulega orðið ófært þegar það voru tíu til fimmtán kettir gónandi inn um glugga hjá fólki að biðja um mat. Villikettir eru náttúrulega ekki geltir svo þetta eru breimandi kvikindi sem fjölga sér eins og kanínur,“ segir húsvörðurinn á Hrafnistu. „Um tíma var kattaumferðin hér svo mikil að það voru komnir troðningar eins og kindastígar umhverfis aðra blokkina.“ Þrátt fyrir að vistmönnum á Hrafnistu hafi nú verið bannað að fóðra kettina eru þeir ekki alveg vinalausir. „Síðan við heyrðum þetta förum við nokkrar konur af og til og leggjum út mat handa þeim,“ segir Eygló Guðjónsdóttir. [email protected]
Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira