Sigurjón Kjartansson: Fyndin alvara Sigurjón Kjartansson skrifar 18. maí 2010 09:18 Í umræðunni undanfarna daga hefur komið fram sú tilhneiging stjórnmálamanna og stjórnmálafræðinga að afskrifa Besta flokkinn sem grín-framboð, og að vinsældir hans sé fyrst og fremst hægt að skrifa á óánægju kjósenda með gömlu flokkana og stjórnmál almennt. En þessi rök halda engu vatni. Það þarf að fara ansi langt aftur í söguna til að finna jafn mikið fylgi við nýjan flokk og Besta flokkinn nú og afhverju? Jú vegna þess að nú fyrst er Reykvíkingum sannarlega boðinn besti kosturinn. Og þó ýmsir á listanum hafi stundum beitt fyrir sig gríni, þá helst formaðurinn sem er annálaður grínisti, þá þýðir það ekki að um grínframboð sé að ræða. Listi Besta flokksins samanstendur af skapandi fólki sem er full alvara með að gera Reykjavík að betri borg. Margt af þessu fólki eru þjóðþekktir listamenn sem hafa mikla reynslu í að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Mun betri reynslu en þeir borgarfulltrúar sem nú sitja í borgarstjórn. Þetta er fólk sem hefur reynslu af því að reka sig sjálft sem sjálfstæðir atvinnurekendur. Þekkir muninn á debet og kredit. Kann að koma fyrir sig orði. Hugsandi fólk með mikla sköpunargáfu sem lætur ekkert stoppa sig. En veit þetta fólk nokkuð hvað það ætlar svo að gera þegar það kemur inní borgarstjórn? Er spurningin sem svo margir velta upp. Svarið er já. Þetta fólk mun gera sitt besta. Ekki ósvipað og annað fólk sem kosið hefur verið í borgarstjórn í gegnum tíðina. Munurinn er hinsvegar mikill á Besta flokks besta og annara flokka besta. Fulltrúar Besta flokksins taka því sem að höndum ber og munu vinna að þeim verkefnum sem við blasa af sömu samviskusemi og dugnaði og það er vant að gera í öðrum störfum. Besti flokkurinn samanstendur af fólki sem er vant því að vinna að mörgum verkefnum í einu og kann að skipuleggja sig. Flokkurinn er fullur af harðduglegu fólki sem kemur úr ýmsum áttum og þekkir borgina eins og lófan á sér. Borgarbúar munu venjast því að sjá og heyra Óttarr Proppé syngja eins og engill með hljómsveitum eins og Ham, Dr. Spock eða Rass áður en hann hleypur uppí Ráðhús á borgarráðsfund. Ef Jón Gnarr verður borgarstjóri munu borgarbúar fá fyndnasta borgarstjóra heims, sem mun örugglega halda áfram að gleðja sjónvarpsáhorfendur og/eða bíógesti í einhverju snilldarverkinu. Við getum líka alveg eins búist við að heyra rödd hans í sínum eigin útvarpsþætti reglulega. Hann mun jafnframt vera líklegur til að leika á sviði og skrifa leikrit þegar hann er ekki að sinna skildum sínum sem borgarstjóri. Jón Gnarr er um þessar mundir hirðskáld Borgarleikhússins. Hæg verða heimatökin hjá leikhúsi borgarinnar að setja upp leikrit eftir borgarstjórann sjálfan. Það er mjög grunnhyggið að halda því fram að grínistar kunni ekkert annað en að grínast. Sá sem skrifar og flytur grín lifir alveg jafn miklu alvöru lífi og sá sem gerir eitthvað annað. Dagurinn er sá sami. Samfélagið er það sama. Borgin er sú sama. Grínistinn er ekkert síður til þess fallinn að stjórna borginni en stjórnmálafræðingurinn, lögfræðingurinn eða læknirinn. Kæri kjósnandi. Framboð Besta flokksins er ekki grín. Það er hinsvegar skemmtileg og mjög fyndin alvara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Kjartansson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Í umræðunni undanfarna daga hefur komið fram sú tilhneiging stjórnmálamanna og stjórnmálafræðinga að afskrifa Besta flokkinn sem grín-framboð, og að vinsældir hans sé fyrst og fremst hægt að skrifa á óánægju kjósenda með gömlu flokkana og stjórnmál almennt. En þessi rök halda engu vatni. Það þarf að fara ansi langt aftur í söguna til að finna jafn mikið fylgi við nýjan flokk og Besta flokkinn nú og afhverju? Jú vegna þess að nú fyrst er Reykvíkingum sannarlega boðinn besti kosturinn. Og þó ýmsir á listanum hafi stundum beitt fyrir sig gríni, þá helst formaðurinn sem er annálaður grínisti, þá þýðir það ekki að um grínframboð sé að ræða. Listi Besta flokksins samanstendur af skapandi fólki sem er full alvara með að gera Reykjavík að betri borg. Margt af þessu fólki eru þjóðþekktir listamenn sem hafa mikla reynslu í að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Mun betri reynslu en þeir borgarfulltrúar sem nú sitja í borgarstjórn. Þetta er fólk sem hefur reynslu af því að reka sig sjálft sem sjálfstæðir atvinnurekendur. Þekkir muninn á debet og kredit. Kann að koma fyrir sig orði. Hugsandi fólk með mikla sköpunargáfu sem lætur ekkert stoppa sig. En veit þetta fólk nokkuð hvað það ætlar svo að gera þegar það kemur inní borgarstjórn? Er spurningin sem svo margir velta upp. Svarið er já. Þetta fólk mun gera sitt besta. Ekki ósvipað og annað fólk sem kosið hefur verið í borgarstjórn í gegnum tíðina. Munurinn er hinsvegar mikill á Besta flokks besta og annara flokka besta. Fulltrúar Besta flokksins taka því sem að höndum ber og munu vinna að þeim verkefnum sem við blasa af sömu samviskusemi og dugnaði og það er vant að gera í öðrum störfum. Besti flokkurinn samanstendur af fólki sem er vant því að vinna að mörgum verkefnum í einu og kann að skipuleggja sig. Flokkurinn er fullur af harðduglegu fólki sem kemur úr ýmsum áttum og þekkir borgina eins og lófan á sér. Borgarbúar munu venjast því að sjá og heyra Óttarr Proppé syngja eins og engill með hljómsveitum eins og Ham, Dr. Spock eða Rass áður en hann hleypur uppí Ráðhús á borgarráðsfund. Ef Jón Gnarr verður borgarstjóri munu borgarbúar fá fyndnasta borgarstjóra heims, sem mun örugglega halda áfram að gleðja sjónvarpsáhorfendur og/eða bíógesti í einhverju snilldarverkinu. Við getum líka alveg eins búist við að heyra rödd hans í sínum eigin útvarpsþætti reglulega. Hann mun jafnframt vera líklegur til að leika á sviði og skrifa leikrit þegar hann er ekki að sinna skildum sínum sem borgarstjóri. Jón Gnarr er um þessar mundir hirðskáld Borgarleikhússins. Hæg verða heimatökin hjá leikhúsi borgarinnar að setja upp leikrit eftir borgarstjórann sjálfan. Það er mjög grunnhyggið að halda því fram að grínistar kunni ekkert annað en að grínast. Sá sem skrifar og flytur grín lifir alveg jafn miklu alvöru lífi og sá sem gerir eitthvað annað. Dagurinn er sá sami. Samfélagið er það sama. Borgin er sú sama. Grínistinn er ekkert síður til þess fallinn að stjórna borginni en stjórnmálafræðingurinn, lögfræðingurinn eða læknirinn. Kæri kjósnandi. Framboð Besta flokksins er ekki grín. Það er hinsvegar skemmtileg og mjög fyndin alvara.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun