Umfjöllun: Endurkoma Blika fullkomnuð Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. júlí 2010 22:32 Úr leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Daníel Breiðabliksstúlkur sýndu ótrúlegan karakter í kvöld þegar þær tryggðu sér 3-2 sigur á Þór/KA á heimavelli en þær unnu sig úr stöðunni 0-2 manni færri. Með þessu hafa þessi lið sætaskipti í 2. og 3. sæti, Breiðablik situr nú í 2. sæti með 23 stig, sex stigum á eftir Valsstúlkum sem eru efstar. Fyrsta mark leiksins kom á 15. mínútu, en þar var að verki Elva Friðjónsdóttir eftir góða aukaspyrnu Bojana Besic af vinstri kantinum og nýtti hún sér sofandahátt varnarlínu Blikastúlkna og skallaði framhjá Katherine Loomis í marki Blika. Stuttu seinna átti sér stað umdeilt atvik, Mateja Zver slapp þá ein í gegnum vörn Breiðabliks og virtist Anna Birna Þorvarðardóttir fella hana. Hinsvegar virtist Mateja vera rangstæð þegar sendingin kom inn fyrir vörn Breiðabliks ásamt því að Anna Birna þverneitaði eftir leik að hafa snert Mateju. Hinsvegar hafði Hákon Þorsteinsson flautað og þurfti hann því að vísa Önnu Birnu af velli. Norðanstúlkur voru ekki lengi að nýta sér þetta en þær skoruðu annað mark á 27. mínútu og var þar að verki Mateja eftir að hafa sundurspilað vörn Blika í samspili við Vesnu Smiljkovic og lagði hún boltann framhjá Katherine. Blikar voru þó fljótar að svara, Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði gott mark aðeins mínútu síðar með góðu skoti af markteigshorninu. Því fóru liðin inn í hálfleik í stöðunni 1-2. Eftir aðeins fimmtán mínútna leik í seinni hálfleik var Greta Mjöll á ferðinni aftur með sitt annað mark í leiknum en það kom eftir góða fyrirgjöf frá Fanndísi Friðriksdóttir á hægri kantinum og skoraði Greta með skalla í fjærhornið. Bæði lið áttu fín færi eftir þetta en sigurmark Blikastúlkna kom svo á 79. mínútu og var þar að verki varamaðurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Fanndís átti þá góða fyrirgjöf aftur af hægri kanti og fékk Berglind boltann fyrir auðu marki og átti ekki í erfiðleikum með að setja boltann í netið. Litlu mátti muna að Þórsarar jöfnuðu á 92. mínútu en þá fékk Mateja gott færi en Katherine varði vel og héldu Blikastúlkurnar tíu héldu út. Gríðarlega sterkur sigur hjá þeim og geta þær verið ánægðar með spilamennsku sýna þrátt fyrir að hafa verið manni færri svona lengi. Hinsvegar hljóta Þór/KA stelpur að naga sig í handarbökin eftir að hafa tapað niður 2-0 forystu manni fleiri í stórslag þar sem þær þurftu stigin þrjú til að halda í við Valsstúlkur á toppnum. Breiðablik 3 – 2 Þór/KA 0-1 Elva Friðjónsdóttir(15.) 0-2 Mateja Zver (27.) 1-2 Greta Mjöll Samúelsdóttir(28.) 2-2 Greta Mjöll Samúelsdóttir(60.) 3-2 Berglind Björk Þorvaldsdóttir(79.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Hákon Þorsteinsson Skot (á mark): 10 – 10 ( 7–7) Varin skot: Katherine 5 – Helena 4 Horn: 6 - 1 Aukaspyrnur fengnar: 9 - 8 Rangstöður: 1 - 0 Breiðablik (4 -5-1) Katherine Loomis Guðrún Erla Hilmarsdóttir (83. Hekla Pálmadóttir) Anna Birna Þorvarðardóttir Maura Q Ryan Sandra Sif Magnúsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Greta Mjöll Samúelsdóttir (83. Hildur Sif Hauksdóttir) Jóna Kristín Hauksdóttir (58. Berglind Björg Þorvaldsdóttir) Þór/KA (4 -3-3) Helena Jónsdóttir Rakel Hinriksdóttir Bojana Besic Silvía Rán Sigurðardóttir Inga Dís Júlíusdóttir Elva Friðjónsdóttir Arna Sif Ásgrímsdóttir Vesna Smiljkovic Rakel Hönnudóttir Mateja Zver Gígja Valgerður Harðardóttir (64. Lára Einarsdóttir). Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
Breiðabliksstúlkur sýndu ótrúlegan karakter í kvöld þegar þær tryggðu sér 3-2 sigur á Þór/KA á heimavelli en þær unnu sig úr stöðunni 0-2 manni færri. Með þessu hafa þessi lið sætaskipti í 2. og 3. sæti, Breiðablik situr nú í 2. sæti með 23 stig, sex stigum á eftir Valsstúlkum sem eru efstar. Fyrsta mark leiksins kom á 15. mínútu, en þar var að verki Elva Friðjónsdóttir eftir góða aukaspyrnu Bojana Besic af vinstri kantinum og nýtti hún sér sofandahátt varnarlínu Blikastúlkna og skallaði framhjá Katherine Loomis í marki Blika. Stuttu seinna átti sér stað umdeilt atvik, Mateja Zver slapp þá ein í gegnum vörn Breiðabliks og virtist Anna Birna Þorvarðardóttir fella hana. Hinsvegar virtist Mateja vera rangstæð þegar sendingin kom inn fyrir vörn Breiðabliks ásamt því að Anna Birna þverneitaði eftir leik að hafa snert Mateju. Hinsvegar hafði Hákon Þorsteinsson flautað og þurfti hann því að vísa Önnu Birnu af velli. Norðanstúlkur voru ekki lengi að nýta sér þetta en þær skoruðu annað mark á 27. mínútu og var þar að verki Mateja eftir að hafa sundurspilað vörn Blika í samspili við Vesnu Smiljkovic og lagði hún boltann framhjá Katherine. Blikar voru þó fljótar að svara, Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði gott mark aðeins mínútu síðar með góðu skoti af markteigshorninu. Því fóru liðin inn í hálfleik í stöðunni 1-2. Eftir aðeins fimmtán mínútna leik í seinni hálfleik var Greta Mjöll á ferðinni aftur með sitt annað mark í leiknum en það kom eftir góða fyrirgjöf frá Fanndísi Friðriksdóttir á hægri kantinum og skoraði Greta með skalla í fjærhornið. Bæði lið áttu fín færi eftir þetta en sigurmark Blikastúlkna kom svo á 79. mínútu og var þar að verki varamaðurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Fanndís átti þá góða fyrirgjöf aftur af hægri kanti og fékk Berglind boltann fyrir auðu marki og átti ekki í erfiðleikum með að setja boltann í netið. Litlu mátti muna að Þórsarar jöfnuðu á 92. mínútu en þá fékk Mateja gott færi en Katherine varði vel og héldu Blikastúlkurnar tíu héldu út. Gríðarlega sterkur sigur hjá þeim og geta þær verið ánægðar með spilamennsku sýna þrátt fyrir að hafa verið manni færri svona lengi. Hinsvegar hljóta Þór/KA stelpur að naga sig í handarbökin eftir að hafa tapað niður 2-0 forystu manni fleiri í stórslag þar sem þær þurftu stigin þrjú til að halda í við Valsstúlkur á toppnum. Breiðablik 3 – 2 Þór/KA 0-1 Elva Friðjónsdóttir(15.) 0-2 Mateja Zver (27.) 1-2 Greta Mjöll Samúelsdóttir(28.) 2-2 Greta Mjöll Samúelsdóttir(60.) 3-2 Berglind Björk Þorvaldsdóttir(79.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Hákon Þorsteinsson Skot (á mark): 10 – 10 ( 7–7) Varin skot: Katherine 5 – Helena 4 Horn: 6 - 1 Aukaspyrnur fengnar: 9 - 8 Rangstöður: 1 - 0 Breiðablik (4 -5-1) Katherine Loomis Guðrún Erla Hilmarsdóttir (83. Hekla Pálmadóttir) Anna Birna Þorvarðardóttir Maura Q Ryan Sandra Sif Magnúsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Greta Mjöll Samúelsdóttir (83. Hildur Sif Hauksdóttir) Jóna Kristín Hauksdóttir (58. Berglind Björg Þorvaldsdóttir) Þór/KA (4 -3-3) Helena Jónsdóttir Rakel Hinriksdóttir Bojana Besic Silvía Rán Sigurðardóttir Inga Dís Júlíusdóttir Elva Friðjónsdóttir Arna Sif Ásgrímsdóttir Vesna Smiljkovic Rakel Hönnudóttir Mateja Zver Gígja Valgerður Harðardóttir (64. Lára Einarsdóttir).
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn