Eygló Harðardóttir: Ekki stórasta landið Eygló Harðardóttir skrifar 24. apríl 2010 10:29 Ísland er smáríki. Íbúar eru um 320 þúsund, við höfum engan her og takmarkaðar auðlindir. Mannfjöldi og landsframleiðsla eru á við starfsmannafjölda og veltu meðalstórs fyrirtækis í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir þessar augljósu staðreyndir virðumst við eiga mjög erfitt með að horfast í augu við þær. Á undanförnum árum höfum við aldrei stoppað og spurt okkur sjálf hvað það er nákvæmlega sem smáríki getur gert. Getur smáríki leyft bönkum að opna útibú erlendis? Getur smáríki leyft sér að vera með kauphöll og hlutabréfamarkað? Getur smáríki sinnt þeim skuldbindingum sem aðild að ESB og jafnvel EES felur í sér? Þegar Ísland gerðist aðili að EES-samningnum árið 1994 urðu miklar breytingar á lagaumhverfinu á Íslandi, ekki hvað síst á starfsháttum fjármálafyrirtækja. Með aðild að EES skuldbundum við okkur til að taka upp ýmsar tilskipanir og reglugerðir Evrópusambandsins. Oft hefur verið fullyrt að okkur sé skylt að innleiða tilskipanir Evrópusambandsins beint og engar undanþágur séu frá því. Það er ekki alls kostar rétt, því fjölmargar tilskipanir Evrópusambandsins fela aðeins í sér lágmarkssamræmingu á tilteknum reglum. Í samanburði rannsóknarnefndarinnar á innleiðingu löggjafar ESB hérlendis og í öðrum löndum segir að munurinn liggi helst í því að við virðumst hafa innleitt löggjöf ESB orðrétt og gagnrýnislaust. Engar strangari reglur voru settar hér og engar séraðlaganir voru að íslenskum aðstæðum. Í öllum hinum löndunum mátti finna einhvers konar séraðlaganir, strangari reglur sem endurspegluðu reynslu viðkomandi landa af fyrri efnahagsáföllum og þekkingu á eigin samfélagi. Af hverju var það svo? Almenna söguskýringin virðist vera að svona hafi menn bara viljað hafa þetta. Opna allar gáttir, sleppa öllu lausu og láta frjálshyggjuna ríða röftum. Myndin er að mínu mati aðeins flóknari. Flestir eru nú á einu máli að setja þurfi skýrari reglur og koma böndum á markaðsöflin. Samt erum við enn í dag að innleiða löggjöf ESB nánast beint inn í íslensk lög. Lítil vinna fer í að bera saman lagafrumvörp okkar við löggjöf nágrannalandanna og enginn virðist hafa tíma til að spyrja grundvallarspurninga um hvað smæð landsins leyfir okkur að gera og hvað ekki. Flækjustig í löggjöf og stjórnsýslu í nútímasamfélagi er mjög mikið og sem dæmi hafa ráðherrar á núverandi löggjafarþingi lagt fram tæplega 150 frumvörp. Á Alþingi starfa 12 fastanefndir og verkefnum nefndanna sinna 9 nefndarritarar og þar af sinna tveir þeirra aðeins fjárlaganefnd. Nefndarritarar sinna jafnframt þingmannamálum og eiga að vera þingmönnum til aðstoðar við að leggja fram frumvörp og þingsályktanir og öllum má ljóst vera að nefndarsviðið er verulega undirmannað. Staðan er ekki betri í ráðuneytunum. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að stjórnkerfið, hvort heldur er ráðuneytin eða Alþingi, hefur ekki ráðið við þau gríðarlegu verkefni sem m.a. fylgdi aðildinni að EES. Við sáum ekki veikleika okkar og forgangsröðuðum því ekki. Við gerðum aldrei upp við okkur hvaða verkefni við töldum nauðsynlegt að leysa á eigin spýtur, sem sjálfstæð þjóð og hvaða verkefnum við gætum betur sinnt í samstarfi við nágrannaþjóðir okkar? Við þurfum að forgangsraða og horfast í augu við veikleika okkar. Aðeins þannig getur eitt litlasta land í heimi dafnað um ókomna framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Sjá meira
Ísland er smáríki. Íbúar eru um 320 þúsund, við höfum engan her og takmarkaðar auðlindir. Mannfjöldi og landsframleiðsla eru á við starfsmannafjölda og veltu meðalstórs fyrirtækis í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir þessar augljósu staðreyndir virðumst við eiga mjög erfitt með að horfast í augu við þær. Á undanförnum árum höfum við aldrei stoppað og spurt okkur sjálf hvað það er nákvæmlega sem smáríki getur gert. Getur smáríki leyft bönkum að opna útibú erlendis? Getur smáríki leyft sér að vera með kauphöll og hlutabréfamarkað? Getur smáríki sinnt þeim skuldbindingum sem aðild að ESB og jafnvel EES felur í sér? Þegar Ísland gerðist aðili að EES-samningnum árið 1994 urðu miklar breytingar á lagaumhverfinu á Íslandi, ekki hvað síst á starfsháttum fjármálafyrirtækja. Með aðild að EES skuldbundum við okkur til að taka upp ýmsar tilskipanir og reglugerðir Evrópusambandsins. Oft hefur verið fullyrt að okkur sé skylt að innleiða tilskipanir Evrópusambandsins beint og engar undanþágur séu frá því. Það er ekki alls kostar rétt, því fjölmargar tilskipanir Evrópusambandsins fela aðeins í sér lágmarkssamræmingu á tilteknum reglum. Í samanburði rannsóknarnefndarinnar á innleiðingu löggjafar ESB hérlendis og í öðrum löndum segir að munurinn liggi helst í því að við virðumst hafa innleitt löggjöf ESB orðrétt og gagnrýnislaust. Engar strangari reglur voru settar hér og engar séraðlaganir voru að íslenskum aðstæðum. Í öllum hinum löndunum mátti finna einhvers konar séraðlaganir, strangari reglur sem endurspegluðu reynslu viðkomandi landa af fyrri efnahagsáföllum og þekkingu á eigin samfélagi. Af hverju var það svo? Almenna söguskýringin virðist vera að svona hafi menn bara viljað hafa þetta. Opna allar gáttir, sleppa öllu lausu og láta frjálshyggjuna ríða röftum. Myndin er að mínu mati aðeins flóknari. Flestir eru nú á einu máli að setja þurfi skýrari reglur og koma böndum á markaðsöflin. Samt erum við enn í dag að innleiða löggjöf ESB nánast beint inn í íslensk lög. Lítil vinna fer í að bera saman lagafrumvörp okkar við löggjöf nágrannalandanna og enginn virðist hafa tíma til að spyrja grundvallarspurninga um hvað smæð landsins leyfir okkur að gera og hvað ekki. Flækjustig í löggjöf og stjórnsýslu í nútímasamfélagi er mjög mikið og sem dæmi hafa ráðherrar á núverandi löggjafarþingi lagt fram tæplega 150 frumvörp. Á Alþingi starfa 12 fastanefndir og verkefnum nefndanna sinna 9 nefndarritarar og þar af sinna tveir þeirra aðeins fjárlaganefnd. Nefndarritarar sinna jafnframt þingmannamálum og eiga að vera þingmönnum til aðstoðar við að leggja fram frumvörp og þingsályktanir og öllum má ljóst vera að nefndarsviðið er verulega undirmannað. Staðan er ekki betri í ráðuneytunum. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að stjórnkerfið, hvort heldur er ráðuneytin eða Alþingi, hefur ekki ráðið við þau gríðarlegu verkefni sem m.a. fylgdi aðildinni að EES. Við sáum ekki veikleika okkar og forgangsröðuðum því ekki. Við gerðum aldrei upp við okkur hvaða verkefni við töldum nauðsynlegt að leysa á eigin spýtur, sem sjálfstæð þjóð og hvaða verkefnum við gætum betur sinnt í samstarfi við nágrannaþjóðir okkar? Við þurfum að forgangsraða og horfast í augu við veikleika okkar. Aðeins þannig getur eitt litlasta land í heimi dafnað um ókomna framtíð.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun