Umfjöllun: Stjörnustúlkur börðust vel í jafnteflisleik Kristinn Páll Teitsson skrifar 1. júní 2010 23:11 Mynd/Anton Valur og Stjarnan gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í spennandi leik á Vodafone-vellinum. Bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir lokin en þurftu að sætta sig við skiptan hlut. Fyrir leikinn voru Valskonur með fullt hús stiga, tvö mörk fengin á sig og nítján skoruð. Stjörnustúlkur voru hinsvegar með sex stig í fimmta sæti en þær byrjuðu mótið vel með tveimur sigrum gegn Aftureldingu og Stjörnuni en því fylgdi tapleikir gegn Breiðabliki og Haukum. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og litu fá marktækifæri dagsins ljós. Þær fáu marktilraunir sem komu hittu oftast ekki á markið. Valsstúlkur fengu þó hættulegasta færi fyrri hálfleiks eftir hornspyrnu. Sandra Sigurðardóttir, markvörður Stjörnunnar, missti boltann frá sér en Kristrún Kristjánsdóttir náði að bjarga á marklínu frá Katrínu Jónsdóttur. Síðari hálfleikur átti þó eftir að reynast mun líflegri. Rakel Logadóttir fékk dauðafæri um miðbik hálfleiksins en Sandra varði vel frá henni í markinu. Rakel náði frákastinu en brenndi af. Aðeins tveimur m´niútum síðar kom fyrsta mark leiksins. Þá var það varamaðurinn Inga Birna Friðjónsdóttir sem lék vel á varnarmenn Valsara og skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Hún fékk annað tækifæri skömmu síðar en þá varði María Björg Ágústsdóttir vel í marki Valsmanna. Jöfnunarmark Valsara kom svo undir lokin leiksins. Dagný Brynjarsdóttir skoraði það með skalla eftir góða sendingu Hallberu Gísladóttur frá vinstri kantinum. Næstu mínútur reyndust svo afar spennandi. Fyrst skallaði Málfríður Sigurðadóttir í slána og Sandra Sigurðadóttir í marki Stjörnunar gerði vel með að koma boltanum frá. Strax í næstu sókn lék Inga Birna afar vel á Maríu í marki Vals aftur hafnaði boltinn í slánni. Fljótlega eftir þetta flautaði Vilhjálmur Alvar Þórarinsson leikinn af. Bæði lið geta verið sátt með stigið en vonsvikin að ná ekki að hafa ekki landað sigrinum. Stjörnustúlkur sýndu góðan karakter á heimavelli Íslandsmeistarana eftir tvo tapleiki í röð og spiluðu vel. Valsstúlkur sýndu að þær gefast ekki upp fyrr en leikurinn er flautaður af.Valur - Stjarnan 1-1 0-1 Inga Birna Friðjónsdóttir (70.) 1-1 Dagný Brynjarsdóttir (89.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 6Skot (á mark): 12-11 (6-3)Varin skot: María Björg 2 - Sandra 4Horn: 6-3Aukaspyrnur fengnar: 8-9Rangstöður: 3-2 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Sjá meira
Valur og Stjarnan gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í spennandi leik á Vodafone-vellinum. Bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir lokin en þurftu að sætta sig við skiptan hlut. Fyrir leikinn voru Valskonur með fullt hús stiga, tvö mörk fengin á sig og nítján skoruð. Stjörnustúlkur voru hinsvegar með sex stig í fimmta sæti en þær byrjuðu mótið vel með tveimur sigrum gegn Aftureldingu og Stjörnuni en því fylgdi tapleikir gegn Breiðabliki og Haukum. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og litu fá marktækifæri dagsins ljós. Þær fáu marktilraunir sem komu hittu oftast ekki á markið. Valsstúlkur fengu þó hættulegasta færi fyrri hálfleiks eftir hornspyrnu. Sandra Sigurðardóttir, markvörður Stjörnunnar, missti boltann frá sér en Kristrún Kristjánsdóttir náði að bjarga á marklínu frá Katrínu Jónsdóttur. Síðari hálfleikur átti þó eftir að reynast mun líflegri. Rakel Logadóttir fékk dauðafæri um miðbik hálfleiksins en Sandra varði vel frá henni í markinu. Rakel náði frákastinu en brenndi af. Aðeins tveimur m´niútum síðar kom fyrsta mark leiksins. Þá var það varamaðurinn Inga Birna Friðjónsdóttir sem lék vel á varnarmenn Valsara og skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Hún fékk annað tækifæri skömmu síðar en þá varði María Björg Ágústsdóttir vel í marki Valsmanna. Jöfnunarmark Valsara kom svo undir lokin leiksins. Dagný Brynjarsdóttir skoraði það með skalla eftir góða sendingu Hallberu Gísladóttur frá vinstri kantinum. Næstu mínútur reyndust svo afar spennandi. Fyrst skallaði Málfríður Sigurðadóttir í slána og Sandra Sigurðadóttir í marki Stjörnunar gerði vel með að koma boltanum frá. Strax í næstu sókn lék Inga Birna afar vel á Maríu í marki Vals aftur hafnaði boltinn í slánni. Fljótlega eftir þetta flautaði Vilhjálmur Alvar Þórarinsson leikinn af. Bæði lið geta verið sátt með stigið en vonsvikin að ná ekki að hafa ekki landað sigrinum. Stjörnustúlkur sýndu góðan karakter á heimavelli Íslandsmeistarana eftir tvo tapleiki í röð og spiluðu vel. Valsstúlkur sýndu að þær gefast ekki upp fyrr en leikurinn er flautaður af.Valur - Stjarnan 1-1 0-1 Inga Birna Friðjónsdóttir (70.) 1-1 Dagný Brynjarsdóttir (89.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 6Skot (á mark): 12-11 (6-3)Varin skot: María Björg 2 - Sandra 4Horn: 6-3Aukaspyrnur fengnar: 8-9Rangstöður: 3-2
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Sjá meira