Að ala upp barn 27. janúar 2010 06:00 Bryndís Haraldsdóttir skrifar um uppeldismál Foreldrahlutverkið er án ef mikilvægast hlutverk okkar sem því gegnum. Að vita muninn á réttu og röngu er ekki nóg heldur þurfum við að finna leiðir til að skapa hverjum einstaklingi tækifæri til að þroskast og verða gegn samfélagsþegn. Hverju barni fylgir 18 ára ábyrgð því foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum til 18 ára aldurs. Skólar og leikskólar hafa á undanförnum árum tekið að sér stærri hluta af uppeldi barna og lýsir það fyrst og fremst breyttum aðstæðum í samfélaginu. En þó skólar beri mikla ábyrgð á börnum þessa samfélags þá þýðir það ekki að ábyrgð okkar foreldra minnki. Þeim mun mikilvægara er að samstarf þessara aðila sé gott. Foreldrar eiga að vera hluti af skólasamfélaginu. Með öflugu og góðu samstarfi skóla, heimilis og tómstundastarfs getum við byggt upp sterkari einstaklinga til framtíðar. Það að foreldrar séu í virku og góðu samstarfi við kennara og aðra starfsmenn skólanna er ekki nægjanlegt. Einnig er mikilvægt að foreldrar þekkist sín á milli og geti rætt saman ef eitthvað kemur upp á. Samband bekkjakennara og foreldra þarf að vera gott þannig að kennari finni fyrir stuðningi hjá foreldrum og öfugt. Öflugt foreldrastarf hefur jafnframt mikið forvarnagildi og tryggir ákveðnari ramma utan um uppeldi barna og unglinga, til dæmis hvað varðar útivistartíma, tölvunotkun, sjónvarpsáhorf og fleira. Foreldrar hafa mikilvægu hlutverki að gegna í þróun skólastarfs og þurfa að eiga fulltrúa í stjórnun skólanna. Með nýjum menntalögum er búið að festa þetta í sessi en þar kemur fram að foreldrar skuli eiga að minnsta kosti einn fulltrúa í skólaráði hvers skóla. Mikilvægt er að skólaráð taki virkan þátt í mótun og uppbyggingu skólastarfsins og að það hafi raunveruleg áhrif á stefnu og þróun skólans en sé ekki vettvangur til þess eins að gefa upplýsingar um það sem þegar hefur verið ákveðið. Skólar og leikskólar landsins standa frammi fyrir mjög krefjandi verkefni. Á síðustu árum hefur gæði skólastarfs aukist svo um munar og því hefur fylgt aukið fjármagn. Nú er staðan sú að allir skólar á landinu þurfa að hagræða verulega en á sama tíma er gerð krafa um að þjónusta við börnin sé skert sem minnst. Við þessar aðstæður er mikilvægt sem aldrei fyrr að foreldrar séu með í ráðum og að fulltrúi foreldra taki virkan þátt í því að móta tillögur að hagræðingu. Foreldrar eru auðlind í skólastarfinu og nauðsynlegt er að nýta þá auðlind með skynsamlegum hætti. Höfundur situr í stjórn Heimilis og skóla landssamtaka foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir skrifar um uppeldismál Foreldrahlutverkið er án ef mikilvægast hlutverk okkar sem því gegnum. Að vita muninn á réttu og röngu er ekki nóg heldur þurfum við að finna leiðir til að skapa hverjum einstaklingi tækifæri til að þroskast og verða gegn samfélagsþegn. Hverju barni fylgir 18 ára ábyrgð því foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum til 18 ára aldurs. Skólar og leikskólar hafa á undanförnum árum tekið að sér stærri hluta af uppeldi barna og lýsir það fyrst og fremst breyttum aðstæðum í samfélaginu. En þó skólar beri mikla ábyrgð á börnum þessa samfélags þá þýðir það ekki að ábyrgð okkar foreldra minnki. Þeim mun mikilvægara er að samstarf þessara aðila sé gott. Foreldrar eiga að vera hluti af skólasamfélaginu. Með öflugu og góðu samstarfi skóla, heimilis og tómstundastarfs getum við byggt upp sterkari einstaklinga til framtíðar. Það að foreldrar séu í virku og góðu samstarfi við kennara og aðra starfsmenn skólanna er ekki nægjanlegt. Einnig er mikilvægt að foreldrar þekkist sín á milli og geti rætt saman ef eitthvað kemur upp á. Samband bekkjakennara og foreldra þarf að vera gott þannig að kennari finni fyrir stuðningi hjá foreldrum og öfugt. Öflugt foreldrastarf hefur jafnframt mikið forvarnagildi og tryggir ákveðnari ramma utan um uppeldi barna og unglinga, til dæmis hvað varðar útivistartíma, tölvunotkun, sjónvarpsáhorf og fleira. Foreldrar hafa mikilvægu hlutverki að gegna í þróun skólastarfs og þurfa að eiga fulltrúa í stjórnun skólanna. Með nýjum menntalögum er búið að festa þetta í sessi en þar kemur fram að foreldrar skuli eiga að minnsta kosti einn fulltrúa í skólaráði hvers skóla. Mikilvægt er að skólaráð taki virkan þátt í mótun og uppbyggingu skólastarfsins og að það hafi raunveruleg áhrif á stefnu og þróun skólans en sé ekki vettvangur til þess eins að gefa upplýsingar um það sem þegar hefur verið ákveðið. Skólar og leikskólar landsins standa frammi fyrir mjög krefjandi verkefni. Á síðustu árum hefur gæði skólastarfs aukist svo um munar og því hefur fylgt aukið fjármagn. Nú er staðan sú að allir skólar á landinu þurfa að hagræða verulega en á sama tíma er gerð krafa um að þjónusta við börnin sé skert sem minnst. Við þessar aðstæður er mikilvægt sem aldrei fyrr að foreldrar séu með í ráðum og að fulltrúi foreldra taki virkan þátt í því að móta tillögur að hagræðingu. Foreldrar eru auðlind í skólastarfinu og nauðsynlegt er að nýta þá auðlind með skynsamlegum hætti. Höfundur situr í stjórn Heimilis og skóla landssamtaka foreldra.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun