

Einkavædd heilbrigðisþjónusta er óhagkvæm
Heilbrigðisþjónusta fyrir efnafólk@Megin-Ol Idag 8,3p :Ekki er það sannfærandi í mínum huga að nýtt einkasjúkrahús á vegum fyrirtækis Róberts Wessman og félaga myndi ekki koma til með að seilast ofan í vasa skattborgarans eins og reynt er að láta í veðri vaka. Vissulega er til í dæminu að þróa hér á landi hreinræktaðan einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni eins og þekkist í Bandaríkjunum og víða um heim. Í Taílandi og á Suðurhafseyjum hefur í seinni tíð verið að eflast rekstur þar sem gert er út á fjölþjóðlegan markað efnafólks og einstaklinga sem njóta einkatrygginga.
Gert út á skattborgarann@Megin-Ol Idag 8,3p :Einkavæðingin í Evrópu er af nokkuð öðrum toga. Í Evrópu hugsa fjárfestar vissulega gott til glóðarinnar þessa dagana því þar sjá menn fram á að „markaðir" kunni að opnast með tilskipunum ESB um verslun á heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. Í þessu tilviki er það þó hið opinbera sem ætlast er til að borgi brúsann en ekki efnafólkið beint úr eigin vasa eða með milligöngu einkatrygginga. Innan Evrópusambandsins er þetta afar umdeilt og þá ekki síst á Norðurlöndum þar sem margir líta á þessa þróun sem ógn við almannarekna heilbrigðisþjónustu. Það sem hér skiptir máli er að menn geri sér glögga grein fyrir því að hér er um að ræða útgerð þar sem aflamiðin eru vasi skattborgarans.
Á Íslandi hefur ríkt sátt@Megin-Ol Idag 8,3p :Hér á landi höfum við búið við sambland almannaþjónustu og einkareksturs sem fjármagnaður er úr almannatryggingum, það er að segja með skattfé okkar. Um þessa blöndu hefur verið bærileg sátt þótt margir hafi af því áhyggjur að landamærin hafi færst um of í markaðsátt.
En markalínur hafa verið skýrar. Þannig hefur sú regla verið við lýði að læknar eru annaðhvort á samningi við ríkið eða ekki. Landamærin á milli hreinræktaðs einkareksturs og „einka"reksturs sem fjármagnaður er af hinu opinbera hafa verið nokkuð ljós. En hversu skýr verða þau í framtíðinni? Fjárfestar í nýjum sjúkrahúsum tala um að flytja inn sérfræðinga til landsins og jafnframt nýta starfskrafta sjálfstætt starfandi sérfræðinga hér á landi.
Sú spurning sem vaknar er þá þessi: Munu íslenskir sjúklingar leita inn á hina nýju einkaspítala og krefjast hlutdeildar hins opinbera í kostnaði? Liggur þetta í hugmyndinni? Munu sjálfstætt starfandi læknar vilja fá hið besta af báðum heimum, starfa á einkaspítala en jafnframt fá greiðslur frá hinu opinbera í gegnum sjúkratryggingar? Hér gilda ekki eingöngu yfirlýsingar um ásetning manna því við verðum í alvöru að velta því fyrir okkur hvaða þrýstingur verður uppi þegar nýr einkarekinn veruleiki lítur dagsins ljós.
Hugsum áður en við framkvæmum@Megin-Ol Idag 8,3p :Um er að ræða hagsmuni sjúklinga, starfsfólks, skattgreiðenda, almannaþjónustunnar - og sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Sú staða gæti nefnilega skapast á aðhalds- og niðurskurðartímum, að til varnar almannaþjónustunni yrði nauðsynlegt að draga úr framlagi hins opinbera til einstaklinga sem í dag starfa sjálfstætt og þar með raska þeirri blöndu sem við búum við. Þannig gætu áform um stóraukinn einkarekstur snúist upp í andhverfu sína - atlögu að sjálfstætt starfandi sérfræðingum sem hingað til hefur verið sátt um.
Nú þarf að hugsa alla hluti til enda. Stórkallalegar bisnesshugmyndir með fyrirheitum um blóm í haga hafa áður reynst fallvaltar.
Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
Skoðun

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar

Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað
Sæþór Randalsson skrifar

Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga
Sólrún María Ólafsdóttir skrifar

Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði?
Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar

Þegar rykið hefur sest
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Búum til réttlátt lífeyriskerfi
Hrafn Magnússon skrifar

Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur…
Stefán Pálsson skrifar

Hin raunverulega byggðastefna
Jón Þór Kristjánsson skrifar

Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi
Ó. Ingi Tómasson skrifar

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar