Skoða lækkun tolla á innfluttum kjúklingi 3. desember 2010 05:30 bjarni harðarson „Það er verið að skoða þessi mál mjög alvarlega," segir Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um kröfur um tollfrjálsan innflutning á kjúklingi. Ráðuneytinu barst formlegt erindi í gær frá Samtökum verslunar og þjónustu þar sem þess er krafist af Jóni Bjarnasyni landbúnaðarráðherra að hann heimili aukinn innflutning nú þegar og mikilvægt sé að hann sé án aðflutningsgjalda. Ástæðan er síendurtekin tilfelli salmonellusýkinga hjá innlendum framleiðendum sem leiða til skorts á kjúklingi á markaðnum. Bjarni segir að mikilvægt sé að hafa í huga að bæði framleiðendur og innflytjendur séu hagsmunahópar í málinu og verið sé að afla gagna í ljósi þess. „Nú er verið að skoða birgðastöðu á markaðnum fyrst og fremst," segir Bjarni. „Fyrstu athuganir okkar benda til þess að það séu nægar birgðir og það er byggt á upplýsingum víða að." Bjarni segir enn fremur að nefnd sem fjallar um innflutningsmál þurfi að skoða og fjalla um málið áður en ráðuneytið getur tekið ákvörðun. Í nóvember greindust tveir eldishópar jákvæðir af salmónellu til viðbótar við þá 27 sem greinst hafa á þessu ári. Þessum hópum þarf að farga og urða fuglana. Einnig hafa greinst þrír sláturhópar til viðbótar við þá 18 sem greinst höfðu á árinu. Í Bændablaðinu í gær kom fram að á tveimur og hálfu ári hefði meira en hálfri milljón kjúklinga verið fargað. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að grunur leiki á að sýkingarnar berist til framleiðenda með fóðrinu. Verið sé að nota innflutt sojamjöl í auknum mæli sem prótíngjafa í fóðurframleiðslu og margt bendi til þess að sýkingin dreifist með því. Ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum. [email protected] Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
„Það er verið að skoða þessi mál mjög alvarlega," segir Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um kröfur um tollfrjálsan innflutning á kjúklingi. Ráðuneytinu barst formlegt erindi í gær frá Samtökum verslunar og þjónustu þar sem þess er krafist af Jóni Bjarnasyni landbúnaðarráðherra að hann heimili aukinn innflutning nú þegar og mikilvægt sé að hann sé án aðflutningsgjalda. Ástæðan er síendurtekin tilfelli salmonellusýkinga hjá innlendum framleiðendum sem leiða til skorts á kjúklingi á markaðnum. Bjarni segir að mikilvægt sé að hafa í huga að bæði framleiðendur og innflytjendur séu hagsmunahópar í málinu og verið sé að afla gagna í ljósi þess. „Nú er verið að skoða birgðastöðu á markaðnum fyrst og fremst," segir Bjarni. „Fyrstu athuganir okkar benda til þess að það séu nægar birgðir og það er byggt á upplýsingum víða að." Bjarni segir enn fremur að nefnd sem fjallar um innflutningsmál þurfi að skoða og fjalla um málið áður en ráðuneytið getur tekið ákvörðun. Í nóvember greindust tveir eldishópar jákvæðir af salmónellu til viðbótar við þá 27 sem greinst hafa á þessu ári. Þessum hópum þarf að farga og urða fuglana. Einnig hafa greinst þrír sláturhópar til viðbótar við þá 18 sem greinst höfðu á árinu. Í Bændablaðinu í gær kom fram að á tveimur og hálfu ári hefði meira en hálfri milljón kjúklinga verið fargað. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að grunur leiki á að sýkingarnar berist til framleiðenda með fóðrinu. Verið sé að nota innflutt sojamjöl í auknum mæli sem prótíngjafa í fóðurframleiðslu og margt bendi til þess að sýkingin dreifist með því. Ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum. [email protected]
Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira