Maður misnotaði stúlkur í Reykjahlíð 16. september 2010 03:00 Kynntu niðurstöður - Vistheimilanefnd undir forystu Róberts Spanó kynnti niðurstöður annarrar áfangaskýrslu sinnar í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Fréttablaðið/Stefán Flest bendir til þess að gestkomandi maður hafi beitt stúlkur á vistheimilinu í Reykjahlíð kynferðislegu ofbeldi í upphafi sjöunda áratugar. Þetta kemur fram í annarri áfangaskýrslu vistheimilanefndar, sem kynnt var í gær. Í niðurstöðum nefndarinnar, sem rannsakaði nú vistheimilið að Silungapolli og heimavistarskólann að Jaðri auk Reykjahlíðar, kemur þó fram að börnin sem þar voru vistuð hafi almennt ekki sætt illri meðferð eða ofbeldi af hendi starfsfólks eða vistmanna. „Það er niðurstaða okkar að telja verði meiri líkur en minni á því að sumir vistmenn í Reykjahlíð hafi sætt kynferðislegu ofbeldi af hálfu gestkomandi einstaklings,“ sagði Róbert Spanó, formaður nefndarinnar. Fjórar konur sem voru vistaðar í Reykjahlíð á aldrinum 6 til 12 ára báru í viðtölum við nefndina að maður sem var þá í tygjum við forstöðukonu Reykjahlíðar og var þar stundum gestur hefði brotið á þeim. Þrír aðrir viðmælendur sögðust hafa orðið vitni að brotum mannsins, sem káfaði á kynfærum ungra stúlkna, bæði utanklæða og innan. Maðurinn lést árið 1966, nokkru eftir að sambandi hans við forstöðukonuna lauk. Konurnar báru að þær hefðu tilkynnt um brot mannsins en mætt sinnuleysi og afneitun hjá forstöðukonu og starfsfólki, sem í viðtölum við nefndina neituðu að hafa heyrt af málinu og efuðust um að slíkt hefði getað viðgengist á heimilinu. Auk þessa bar fyrrverandi vistmaður fyrir nefndinni að hann hefði verið misnotaður af manni sem hefði stundum starfað við smíðar og þess háttar á Reykjahlíð. Meginþráðurinn í skýrslunni er að þó almennt hafi ekki verið um ofbeldi eða illa meðferð að ræða á þessum stofnunum sé hægt að gera athugasemdir við ófullnægjandi málsmeðferð og skort á eftirliti barnaverndaryfirvalda með rekstri þeirra. Í tillögum sínum varðandi greiðslu skaðabóta til þeirra vistmanna sem telja sig eiga heimtingu á slíku, geðheilbrigðisúrræði og gildi skýrslunnar fyrir framtíðarstefnu í barnaverndarmálum vísar nefndin í tillögur úr fyrri skýrslum. Á grundvelli þeirra voru meðal annars sett lög um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum sem nefndin hefur fjallað um. [email protected] Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Á sér langra sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Sjá meira
Flest bendir til þess að gestkomandi maður hafi beitt stúlkur á vistheimilinu í Reykjahlíð kynferðislegu ofbeldi í upphafi sjöunda áratugar. Þetta kemur fram í annarri áfangaskýrslu vistheimilanefndar, sem kynnt var í gær. Í niðurstöðum nefndarinnar, sem rannsakaði nú vistheimilið að Silungapolli og heimavistarskólann að Jaðri auk Reykjahlíðar, kemur þó fram að börnin sem þar voru vistuð hafi almennt ekki sætt illri meðferð eða ofbeldi af hendi starfsfólks eða vistmanna. „Það er niðurstaða okkar að telja verði meiri líkur en minni á því að sumir vistmenn í Reykjahlíð hafi sætt kynferðislegu ofbeldi af hálfu gestkomandi einstaklings,“ sagði Róbert Spanó, formaður nefndarinnar. Fjórar konur sem voru vistaðar í Reykjahlíð á aldrinum 6 til 12 ára báru í viðtölum við nefndina að maður sem var þá í tygjum við forstöðukonu Reykjahlíðar og var þar stundum gestur hefði brotið á þeim. Þrír aðrir viðmælendur sögðust hafa orðið vitni að brotum mannsins, sem káfaði á kynfærum ungra stúlkna, bæði utanklæða og innan. Maðurinn lést árið 1966, nokkru eftir að sambandi hans við forstöðukonuna lauk. Konurnar báru að þær hefðu tilkynnt um brot mannsins en mætt sinnuleysi og afneitun hjá forstöðukonu og starfsfólki, sem í viðtölum við nefndina neituðu að hafa heyrt af málinu og efuðust um að slíkt hefði getað viðgengist á heimilinu. Auk þessa bar fyrrverandi vistmaður fyrir nefndinni að hann hefði verið misnotaður af manni sem hefði stundum starfað við smíðar og þess háttar á Reykjahlíð. Meginþráðurinn í skýrslunni er að þó almennt hafi ekki verið um ofbeldi eða illa meðferð að ræða á þessum stofnunum sé hægt að gera athugasemdir við ófullnægjandi málsmeðferð og skort á eftirliti barnaverndaryfirvalda með rekstri þeirra. Í tillögum sínum varðandi greiðslu skaðabóta til þeirra vistmanna sem telja sig eiga heimtingu á slíku, geðheilbrigðisúrræði og gildi skýrslunnar fyrir framtíðarstefnu í barnaverndarmálum vísar nefndin í tillögur úr fyrri skýrslum. Á grundvelli þeirra voru meðal annars sett lög um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum sem nefndin hefur fjallað um. [email protected]
Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Á sér langra sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Sjá meira