Miðherjar Íslandsmeistaraliðanna, Hlynur Bæringsson í Snæfelli og Signý Hermannsdóttir í KR, voru í kvöld valin leikmenn ársins á Lokahófi Körfuknattleiksfólks á Broadway.
Hlynur og Signý voru bæði að fá þessi verðlaun í annað skiptið, Signý var einnig valin best í fyrra og Hlynur hlaut þessi verðlaun fyrir tveimur árum. Hlynur og Signý náðu bæði langþráðu takmarki á þessu tímabili því þau urðu þá Íslandsmeistarar í fyrsta sinn á ferlinum.
Guðbjörg Sverrisdóttir úr Hamar og Ægir Þór Steinarsson úr Fjölni voru valin bestu ungu leikmennirnir og bestu erlendu leikmennirnir voru valin
Heather Ezell úr Haukum og Justin Shouse í Stjörnunni.
Þjálfarar ársins voru þjálfarar Íslandsmeistaraliðanna, Benedikt Guðmundsson hjá kvennaliði KR og Ingi Þór Steinþórsson hjá karlaliði Snæfells.
Hlynur Bæringsson raðaði að sér verðlaunum í kvöld en hann var einnig valinn besti varnarmaður ársins og besti leikmaður úrslitakeppninnar. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir úr KR var valin besti varnarmaðurinn hjá konunum annað árið í röð og Unnur Tara Jónsdóttir var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar.
Ragna Margrét Brynjarsdóttir úr Haukum og Ómar Örn Sævarsson úr Grindavík voru valdir prúðustu leikmenn deildarinnar.
Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómarinn sjötta árið í röð en hann jafnaði þar með met Leifs Garðarssonar frá 1999 til 2004.
Verðlaunin á Lokahófi KKÍ í kvöld:
Úrvalslið 1. deildar kvenna
Íris Gunnarsdóttir - Skallagrímur
Erna Rún Magnúsdóttir - Þór Ak.
Eva María Emilsdóttir - Fjölnir
Gréta María Grétarsdóttir - Fjölnir
Salbjörg Sævarsdóttir - Laugdælir
Besti leikmaður:
Gréta María Grétarsdóttir - Fjölnir
Besti þjálfari:
Eggert Maríuson - Fjölnir
Úrvalslið 1. deildar karla
Sævar Haraldsson - Haukar
Baldur Ragnarsson - Þór Þorlákshöfn
Hörður Hreiðarsson - Valur
Óðinn Ásgeirsson - Þór Akureyri
Grétar Erlendsson - Þór Þorlákshöfn
Besti leikmaður:
Grétar Erlendsson - Þór Þorlákshöfn
Besti þjálfari:
Borce Ilievski - KFÍ
Verðlaunahafar í Iceland Express deildum
Prúðasti leikmaður IEX kv. 2009-2010
Ragna Margrét Brynjarsdóttir Haukar
Prúðasti leikmaður IEX ka. 2009-2010
Ómar Örn Sævarsson, Grindavík
Besti erlendi leikmaður IEX kv. 2009-2010
Heather Ezell, Haukum
Besti erlendi leikmaður IEX ka. 2009-2010
Justin Shouse Stjörnunni
Besti ungi leikmaður IEX kv. 2009-2010
Guðbjörg Sverrisdóttir, Hamri
Besti ungi leikmaður IEX ka. 2009-2010
Ægir Þór Steinarsson, Fjölnir
Besti varnarmaður IEX kv. 2009-2010
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, KR
Besti varnarmaður IEX ka. 2009-2010
Hlynur Bæringsson, Snæfell
Besti dómari Iceland Express deilda. 2009 - 2010
Sigmundur Már Hrebertsson
Besti leikmaður úrslitakeppni kvenna
Unnur Tara Jónsdóttir, KR
Besti leikmaður úrslitakeppni karla
Hlynur Bæringsson, Snæfelli
Besti þjálfari IEX kv. 2009-2010
Benedikt Guðmundsson, KR
Besti þjálfari IEX ka. 2009-2010
Ingi Þór Steinþórsson, Snæfell
Úrvalslið Iceland Express d. kv 2009-2010
Hildur Sigurðardóttir, KR
Kristrún Sigurjónsdóttir, Hamri
Margrét Kara Sturludóttir, KR
Birna Valgarðsdóttir, Keflavík
Signý Hermannsdóttir, KR
Úrvalslið Iceland Express d. ka 2009-2010
Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík
Brynjar Þór Björnsson, KR
Páll Axel Vilbergsson, Grindavík
Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli
Hlynur Bæringsson, Snæfelli
Besti leikmaður IEX ka. 2009-2010
Hlynur Bæringsson
Besti leikmaður IEX kv. 2009-2010
Signý Hermannsdóttir, KR
Áhorfendaverðlaun 2009-2010
Stuðningsmenn Snæfells - Farmiðaúttekt upp á 300.000 frá Iceland Express
Hlynur og Signý voru valin best á Lokahófi KKÍ í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1


Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Víkingar léku KA-menn grátt
Íslenski boltinn

Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra
Íslenski boltinn


Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park
Enski boltinn


Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid
Fótbolti
Fleiri fréttir
