Eyjafjörður á lífi – samt er ekkert álver Svavar Gestsson skrifar 15. október 2010 06:00 Það var aðalfyrirsögn risastór á forsíðu Tímans 17. maí 1990: „Þeir treysta á álver til bjargar Eyjafirði." Sagt var frá 400-500 manna fundi sem haldinn var á Akureyri sem krafðist álvers þegar í stað. Inni í blaðinu er opna sem segir frá fundinum. Málið minnir á álversumræðuna þessa dagana á Húsavík og Helguvík. Það fer illa með byggðarlögin að bíða eftir álverum. Á meðan gerist ekkert. Akureyri ákvað að hætta að bíða eftir álveri og sjá: 20 árum seinna er Akureyri samt til og Eyjafjörður. Hvernig stóð á því að Eyjafjörður lifði það af að fá ekkert álver? Tíu árum seinna er enn verið að tala um að leysa allt með álverum og þá skrifaði kona í Fréttablaðið og spurði sömu spurninga og við hin spyrjum þessa dagana. Kristín Helga Gunnarsdóttir spurði í Fréttablaðinu: „Dettur mönnum ekkert annað í hug en álver: Nú eru tímar skyndilausna. ...Álið mun bjarga byggðinni hringinn í kringum landið frá því að líða undir lok. ... Fleiri stóriðjudraumar leynast sjálfsagt í pússi hugmyndaauðugra ráðamanna og vel má vera að þetta sé aðeins toppurinn á ísjakanum í álklæddri framtíðarsýn fyrir Ísland." Var Sjálfstæðisflokkurinn á móti því að byggja álver í Eyjafirði - spurt er af því að hann stjórnaði landinu frá 1991? Hann byggði álver á Reyðarfirði og Kárahnjúkaflokkarnir hafa sinn sess í Íslandssögunni. Ekki voru það ráðherrar Alþýðubandalagsins eða Vinstri grænna sem stoppuðu þessar stórkostlegu framfarir fyrir Eyfirðinga. Hryðjuverkakonan í umhverfisráðuneytinu var ekki komin til starfa. Af hverju reis þá ekki álver í Eyjafirði - 20 álver á Íslandi sagði einn af talsmönnum Sjálfstæðisflokksins um 1970. Það var þeirra álklædda framtíðarsýn. Hvar var Landsvirkjun 1990, stjórnað þá og lengi síðar þar til nú af Sjálfstæðisflokknum? Það er næsta öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn og meðhjálparar hans hefðu látið reisa öll þessi álver ef álhringarnir hefðu haft áhuga á því. Þökk sé áhugaleysi álhringanna og einni og einni vinstri stjórn fyrir að það var ekki gert. Og Eyjafjörður? Er hann kannski í eyði? Umræðurnar um álver í Eyjafirði jukust um allan helming þegar Sovétríkin hrundu af því að iðnfyrirtækin á Akureyri höfðu markað fyrir vörur sínar í Sovétríkjunum. Nei, Eyjafjörður er ekki í eyði. Þar hafa menn snúið sér að uppbyggingu fjölþættrar atvinnustarfsemi. Háskólinn er kórónan á sköpunarverkinu og þessa sömu daga og rætt var um álver í Eyjafirði vorum við að opna sjávarútvegsbraut við Háskólann á Akureyri. Er hægt að læra eitthvað af þessu? Glöggur kunningi minn benti mér á þetta í gær: Álversumræðan núna er eins og um álverið í Eyjafirði, sagði hann. Er ekki rétt að rifja það aðeins upp. Það hefur verið gert hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það var aðalfyrirsögn risastór á forsíðu Tímans 17. maí 1990: „Þeir treysta á álver til bjargar Eyjafirði." Sagt var frá 400-500 manna fundi sem haldinn var á Akureyri sem krafðist álvers þegar í stað. Inni í blaðinu er opna sem segir frá fundinum. Málið minnir á álversumræðuna þessa dagana á Húsavík og Helguvík. Það fer illa með byggðarlögin að bíða eftir álverum. Á meðan gerist ekkert. Akureyri ákvað að hætta að bíða eftir álveri og sjá: 20 árum seinna er Akureyri samt til og Eyjafjörður. Hvernig stóð á því að Eyjafjörður lifði það af að fá ekkert álver? Tíu árum seinna er enn verið að tala um að leysa allt með álverum og þá skrifaði kona í Fréttablaðið og spurði sömu spurninga og við hin spyrjum þessa dagana. Kristín Helga Gunnarsdóttir spurði í Fréttablaðinu: „Dettur mönnum ekkert annað í hug en álver: Nú eru tímar skyndilausna. ...Álið mun bjarga byggðinni hringinn í kringum landið frá því að líða undir lok. ... Fleiri stóriðjudraumar leynast sjálfsagt í pússi hugmyndaauðugra ráðamanna og vel má vera að þetta sé aðeins toppurinn á ísjakanum í álklæddri framtíðarsýn fyrir Ísland." Var Sjálfstæðisflokkurinn á móti því að byggja álver í Eyjafirði - spurt er af því að hann stjórnaði landinu frá 1991? Hann byggði álver á Reyðarfirði og Kárahnjúkaflokkarnir hafa sinn sess í Íslandssögunni. Ekki voru það ráðherrar Alþýðubandalagsins eða Vinstri grænna sem stoppuðu þessar stórkostlegu framfarir fyrir Eyfirðinga. Hryðjuverkakonan í umhverfisráðuneytinu var ekki komin til starfa. Af hverju reis þá ekki álver í Eyjafirði - 20 álver á Íslandi sagði einn af talsmönnum Sjálfstæðisflokksins um 1970. Það var þeirra álklædda framtíðarsýn. Hvar var Landsvirkjun 1990, stjórnað þá og lengi síðar þar til nú af Sjálfstæðisflokknum? Það er næsta öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn og meðhjálparar hans hefðu látið reisa öll þessi álver ef álhringarnir hefðu haft áhuga á því. Þökk sé áhugaleysi álhringanna og einni og einni vinstri stjórn fyrir að það var ekki gert. Og Eyjafjörður? Er hann kannski í eyði? Umræðurnar um álver í Eyjafirði jukust um allan helming þegar Sovétríkin hrundu af því að iðnfyrirtækin á Akureyri höfðu markað fyrir vörur sínar í Sovétríkjunum. Nei, Eyjafjörður er ekki í eyði. Þar hafa menn snúið sér að uppbyggingu fjölþættrar atvinnustarfsemi. Háskólinn er kórónan á sköpunarverkinu og þessa sömu daga og rætt var um álver í Eyjafirði vorum við að opna sjávarútvegsbraut við Háskólann á Akureyri. Er hægt að læra eitthvað af þessu? Glöggur kunningi minn benti mér á þetta í gær: Álversumræðan núna er eins og um álverið í Eyjafirði, sagði hann. Er ekki rétt að rifja það aðeins upp. Það hefur verið gert hér.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun