Snæfellsjökull lýstur upp til að vekja fólk 26. maí 2010 05:15 Þýski ljósalistamaðurinn fór ásamt samverkafólki sínu á Snæfellsjökul í gær og kveðst heillaður af landslaginu á Íslandi.Mynd/Sighvatur Lárusson „Þetta verða skilaboð til allra hér á jörðu um að við verðum að takast á við hnattræna hlýnun,“ segir þýski listamaðurinn Gert Hof, sem áætlar að lýsa upp sjálfan Snæfellsjökul í október á þessu ári. Hof segist lengi hafa verið hugfanginn af Norðurpólnum og að boð um að koma hingað hafi fallið vel að því. Hann skoðaði aðstæður á Snæfellsjökli í gær og kveðst heillaður af landslaginu hér. „Það er virkilega undravert og á sama tíma ögrandi fyrir mig sem listamann,“ segir hann. Hof fæddist í Austur-Þýskalandi árið 1951. Hann var lengi leikstjóri og óperustjóri áður en hann gekk rokklistinni á hönd á tíunda áratugnum og útvíkkaði sviðslist sína svo um munaði. Hof hefur unnið myndbönd með rokksveitum á borð við Ramstein og Motorhead og lýst upp fjölmargar byggingar og sögulega staði um víða veröld. Meðal þeirra má nefna Akrópólis í Grikklandi. Hof segir margt þurfa að fara saman svo verkefnið verði að veruleika. „Við þurfum rétta fólkið og við höfum rétta fólkið hér. Í öðru lagi þurfum við réttu pólitísku kringumstæðurnar. Fólkið vill þetta. Í þriðja lagi er þetta ótrúlega fallegur staður. Í fjórða lagi þarf verkefnið að hafa réttu skilaboðin og þau eru þetta stóra umhverfisvandamál allrar jarðarinnar,“ útskýrir Hof. Þá kveður Hof sögu Jules Werne um Ferðina inn að miðju jarðar í gegnum Snæfellsjökul ljá verkefninu sérstaka vídd. „Ég get ekkert sagt á þessu augnabliki um það hvernig þetta muni líta út en ég vil segja að Jules Werne var í leiðangri að miðju jarðar. Ég sjálfur, sem listamaður, ásamt ykkur, íbúum Íslands, mun reyna að senda ákall til himins,“ segir Hof og bendir á að í raun sé himininn eins og sýningartjald sem allir geta litið á. Bergljót Arnalds og Páll Ásgeir Davíðsson áttu hugmyndina að því að fá Hof til landsins. Síðan fengu þau til liðs við sig íslenska fyrirtækið Northern Lights Energy. Bergljót leiðir tónlistarsköpun sem verður hluti sýningarinnar og byggir á hljóðum Snæfellsjökuls sjálfs. Páll Ásgeir segir verkefnið unnið út frá hugmyndinni um samfélagslega ábyrgð. Bæta hafa þurft ímynd Íslands eftir eldgos og efnahagshrun. „Það er snilld fyrir Íslendinga eftir að hafa haft eldgos í jökli á Íslandi að öðrum jökli á landinu sé breytt í listaverk,“ segir Páll Ásgeir. [email protected] Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
„Þetta verða skilaboð til allra hér á jörðu um að við verðum að takast á við hnattræna hlýnun,“ segir þýski listamaðurinn Gert Hof, sem áætlar að lýsa upp sjálfan Snæfellsjökul í október á þessu ári. Hof segist lengi hafa verið hugfanginn af Norðurpólnum og að boð um að koma hingað hafi fallið vel að því. Hann skoðaði aðstæður á Snæfellsjökli í gær og kveðst heillaður af landslaginu hér. „Það er virkilega undravert og á sama tíma ögrandi fyrir mig sem listamann,“ segir hann. Hof fæddist í Austur-Þýskalandi árið 1951. Hann var lengi leikstjóri og óperustjóri áður en hann gekk rokklistinni á hönd á tíunda áratugnum og útvíkkaði sviðslist sína svo um munaði. Hof hefur unnið myndbönd með rokksveitum á borð við Ramstein og Motorhead og lýst upp fjölmargar byggingar og sögulega staði um víða veröld. Meðal þeirra má nefna Akrópólis í Grikklandi. Hof segir margt þurfa að fara saman svo verkefnið verði að veruleika. „Við þurfum rétta fólkið og við höfum rétta fólkið hér. Í öðru lagi þurfum við réttu pólitísku kringumstæðurnar. Fólkið vill þetta. Í þriðja lagi er þetta ótrúlega fallegur staður. Í fjórða lagi þarf verkefnið að hafa réttu skilaboðin og þau eru þetta stóra umhverfisvandamál allrar jarðarinnar,“ útskýrir Hof. Þá kveður Hof sögu Jules Werne um Ferðina inn að miðju jarðar í gegnum Snæfellsjökul ljá verkefninu sérstaka vídd. „Ég get ekkert sagt á þessu augnabliki um það hvernig þetta muni líta út en ég vil segja að Jules Werne var í leiðangri að miðju jarðar. Ég sjálfur, sem listamaður, ásamt ykkur, íbúum Íslands, mun reyna að senda ákall til himins,“ segir Hof og bendir á að í raun sé himininn eins og sýningartjald sem allir geta litið á. Bergljót Arnalds og Páll Ásgeir Davíðsson áttu hugmyndina að því að fá Hof til landsins. Síðan fengu þau til liðs við sig íslenska fyrirtækið Northern Lights Energy. Bergljót leiðir tónlistarsköpun sem verður hluti sýningarinnar og byggir á hljóðum Snæfellsjökuls sjálfs. Páll Ásgeir segir verkefnið unnið út frá hugmyndinni um samfélagslega ábyrgð. Bæta hafa þurft ímynd Íslands eftir eldgos og efnahagshrun. „Það er snilld fyrir Íslendinga eftir að hafa haft eldgos í jökli á Íslandi að öðrum jökli á landinu sé breytt í listaverk,“ segir Páll Ásgeir. [email protected]
Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira