Meistarinn býst við jöfnum slag 11. júní 2010 11:01 Jenson Button og Lewis Hamilton, en Hamilton vann síðustu keppni, sem var í Tyrklandi. Mynd: Getty Images Jenson Button hjá McLarenl, sem er núverandi Formúlu 1 meistari býst við að McLaren, Red Bull og jafnvel Mercedes verði í toppbaráttunni í Montreal í Kanada um helgina. Þá telur hann að Ferrari gæti átt möguleika, eftir fremur slaka frammistöðu í Tyrklandi á dögunum. Red Bull liðið hefur náð besta tíma í öllum tímatökum ársins og Button telur þá líklega til afreka í Montreal. Robert Kubica á BMW vann síðast þegar keppt var í Kanada en það var árið 2008. "Þeir verða ekki með afgerandi forskot, þar sem það er ekki mikið um háhraðabeygjur, en það má ekki gleyma því að bíllinn er með gott veggrip. Það er margt sem mun hjálpa (Red Bull) vegna þess hvernig bíllinn er uppsettur. Þeir verða fljótir og það er öruggt að við verðum í toppslagnum, því brautin hentar bílnum", sagði Button í frétt á autosport.com. Háhraðakaflar á Montreal brautinni gætu hjálpað Button og Lewis Hamilton hjá McLaren, þar sem loftflæði um bílinn er með besta móti á mikilli ferð. Þá telur Button líka að McLaren bíllinn hafi ágætt veggrip, eða mekkanískt grip sem er mikilvægt í hægum beygjum brautarinnar. "Red Bull verða fljótir, og jafnvel Mercedes, en maður veit aldrei með Ferrari. Þeir hafa verið misjafnir í tveimur síðustu mótum, en þeir gætu veirð fljótir hérna, þar sem brautin er öðruvísi en í Tyrklandi", sagði Button. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jenson Button hjá McLarenl, sem er núverandi Formúlu 1 meistari býst við að McLaren, Red Bull og jafnvel Mercedes verði í toppbaráttunni í Montreal í Kanada um helgina. Þá telur hann að Ferrari gæti átt möguleika, eftir fremur slaka frammistöðu í Tyrklandi á dögunum. Red Bull liðið hefur náð besta tíma í öllum tímatökum ársins og Button telur þá líklega til afreka í Montreal. Robert Kubica á BMW vann síðast þegar keppt var í Kanada en það var árið 2008. "Þeir verða ekki með afgerandi forskot, þar sem það er ekki mikið um háhraðabeygjur, en það má ekki gleyma því að bíllinn er með gott veggrip. Það er margt sem mun hjálpa (Red Bull) vegna þess hvernig bíllinn er uppsettur. Þeir verða fljótir og það er öruggt að við verðum í toppslagnum, því brautin hentar bílnum", sagði Button í frétt á autosport.com. Háhraðakaflar á Montreal brautinni gætu hjálpað Button og Lewis Hamilton hjá McLaren, þar sem loftflæði um bílinn er með besta móti á mikilli ferð. Þá telur Button líka að McLaren bíllinn hafi ágætt veggrip, eða mekkanískt grip sem er mikilvægt í hægum beygjum brautarinnar. "Red Bull verða fljótir, og jafnvel Mercedes, en maður veit aldrei með Ferrari. Þeir hafa verið misjafnir í tveimur síðustu mótum, en þeir gætu veirð fljótir hérna, þar sem brautin er öðruvísi en í Tyrklandi", sagði Button.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira