Meta á samrekstur skólastofnana 30. nóvember 2010 05:30 Oddný Sturludóttir Hugmyndir eru uppi um að sameina leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili innan hverfa Reykjavíkurborgar og hefur borgarstjóri skipað starfshóp til að greina tækifæri til endurskipulagningar. Litið verður bæði til fjárhagslegra og faglegra sjónarmiða, en meðal þess sem kemur til greina er að breyta mörkum skólahverfa borgarinnar til að jafna nemendafjölda milli skóla. Starfshópurinn, sem er undir forustu Oddnýjar Sturludóttur, formanns menntaráðs Reykjavíkur, mun skila af sér tillögum 1. febrúar næstkomandi. Oddný segir í samtali við Fréttablaðið að þó að hún sjái mörg tækifæri til að hagræða og gera betur í þjónustu við börnin sé rétt að taka fram að ekki standi til að sameina alla skóla og öll frístundaheimili innan hvers hverfis. „Við gætum ef til vill sameinað tvo litla leikskóla í einu hverfi, leikskóla og grunnskóla í öðru og frístundaheimili og grunnskóla í enn öðru. Það er ekkert algilt því að þetta sameinaða form hentar alls ekki hvar sem er." Þessi leið hefur verið farin víða um land auk þess sem Reykjavík rekur þegar einn skóla, Dalskóla í Úlfarsárdal, þar sem öll stigin eru undir sömu stjórn. Oddný leggur einnig áherslu á að hvergi sé gert ráð fyrir að leggja af starfsemi. „Með meira samstarfi og samrekstri reynum við allt til að þurfa ekki að þjarma að sjálfu starfi skólanna." Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í starfshópnum, segist hlynnt hugmyndunum. „Við erum ánægð með að þessi tækifæri séu skoðuð í kjölinn áður en gengið er lengra í að skerða þjónustu við börn."- þj Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Hugmyndir eru uppi um að sameina leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili innan hverfa Reykjavíkurborgar og hefur borgarstjóri skipað starfshóp til að greina tækifæri til endurskipulagningar. Litið verður bæði til fjárhagslegra og faglegra sjónarmiða, en meðal þess sem kemur til greina er að breyta mörkum skólahverfa borgarinnar til að jafna nemendafjölda milli skóla. Starfshópurinn, sem er undir forustu Oddnýjar Sturludóttur, formanns menntaráðs Reykjavíkur, mun skila af sér tillögum 1. febrúar næstkomandi. Oddný segir í samtali við Fréttablaðið að þó að hún sjái mörg tækifæri til að hagræða og gera betur í þjónustu við börnin sé rétt að taka fram að ekki standi til að sameina alla skóla og öll frístundaheimili innan hvers hverfis. „Við gætum ef til vill sameinað tvo litla leikskóla í einu hverfi, leikskóla og grunnskóla í öðru og frístundaheimili og grunnskóla í enn öðru. Það er ekkert algilt því að þetta sameinaða form hentar alls ekki hvar sem er." Þessi leið hefur verið farin víða um land auk þess sem Reykjavík rekur þegar einn skóla, Dalskóla í Úlfarsárdal, þar sem öll stigin eru undir sömu stjórn. Oddný leggur einnig áherslu á að hvergi sé gert ráð fyrir að leggja af starfsemi. „Með meira samstarfi og samrekstri reynum við allt til að þurfa ekki að þjarma að sjálfu starfi skólanna." Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í starfshópnum, segist hlynnt hugmyndunum. „Við erum ánægð með að þessi tækifæri séu skoðuð í kjölinn áður en gengið er lengra í að skerða þjónustu við börn."- þj
Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira