Samið um rekstur Sólheima út janúar 29. desember 2010 04:15 Sólheimar Deilt hefur verið um framtíð Sólheima í Grímsnesi eftir að ákveðið var að færa málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.Fréttablaðið/pjetur Rekstur Sólheima í Grímsnesi verður með óbreyttu sniði út janúar hið minnsta samkvæmt bráðabirgðasamkomulagi sem stjórnendur Sólheima og bæjaryfirvöld í Árborg náðu í gær. Nota á janúarmánuð til að reyna til þrautar að semja um framhaldið. „Það er hægt að leysa þetta mál, og það er hægt að gera það þannig að allir geti borið höfuðið hátt eftir það. Við munum fara í þetta mál til að leysa það hratt og vel og af ábyrgð,“ segir Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi. Árborg mun greiða um 23 milljónir króna til reksturs Sólheima í janúar samkvæmt því samkomulagi sem náðist í gær. Guðmundur segist vongóður um að samkomulag takist eftir fund með framkvæmdastjóra Árborgar fyrir hádegi í gær. Stjórnendur Sólheima munu eftir sem áður leggja höfuðáherslu á að íbúar fái þá þjónustu sem þeir eigi rétt á, og að sérstöðu Sólheima verði viðhaldið, segir hann. „Við fórum yfir þá þætti sem þarf sérstaklega að ræða í samningaviðræðunum, og vorum nokkuð sammála um hvaða þættir það væru,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar. Hún segir mánuð ekki langan tíma til að ná samkomulagi, en reynt verði að láta þann tíma duga. Aðspurð segir hún ekki hægt að útiloka að bráðabirgðasamkomulagið verði framlengt ef þurfa þyki. Stjórnendur Sólheima hafa gagnrýnt ríkið harkalega í tengslum við flutning málefna fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaga nú um áramótin. „Það sem gerir þessa stöðu flóknari er að við erum með erfiða drauga í farteskinu sem löggjafinn hefði með réttu átt að leysa áður en þessar breytingar væru gerðar,“ segir Guðmundur. Þar segist hann eiga við þjónustumat fyrir íbúa sem liggur til grundvallar því hvaða þjónustu íbúar eiga rétt á. Það mat sem nú sé notast við sé átta ára gamalt en ætti að uppfæra árlega. „Við vildum að ríkið leysti þetta mál svo íbúar hér fengju þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Það lánaðist ekki, og nú þurfum við að ganga á Árborg með að leysa vanda sem ríkið hefði átt að leysa,“ segir Guðmundur. [email protected] Guðmundur Ármann Pétursson Fréttir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Rekstur Sólheima í Grímsnesi verður með óbreyttu sniði út janúar hið minnsta samkvæmt bráðabirgðasamkomulagi sem stjórnendur Sólheima og bæjaryfirvöld í Árborg náðu í gær. Nota á janúarmánuð til að reyna til þrautar að semja um framhaldið. „Það er hægt að leysa þetta mál, og það er hægt að gera það þannig að allir geti borið höfuðið hátt eftir það. Við munum fara í þetta mál til að leysa það hratt og vel og af ábyrgð,“ segir Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi. Árborg mun greiða um 23 milljónir króna til reksturs Sólheima í janúar samkvæmt því samkomulagi sem náðist í gær. Guðmundur segist vongóður um að samkomulag takist eftir fund með framkvæmdastjóra Árborgar fyrir hádegi í gær. Stjórnendur Sólheima munu eftir sem áður leggja höfuðáherslu á að íbúar fái þá þjónustu sem þeir eigi rétt á, og að sérstöðu Sólheima verði viðhaldið, segir hann. „Við fórum yfir þá þætti sem þarf sérstaklega að ræða í samningaviðræðunum, og vorum nokkuð sammála um hvaða þættir það væru,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar. Hún segir mánuð ekki langan tíma til að ná samkomulagi, en reynt verði að láta þann tíma duga. Aðspurð segir hún ekki hægt að útiloka að bráðabirgðasamkomulagið verði framlengt ef þurfa þyki. Stjórnendur Sólheima hafa gagnrýnt ríkið harkalega í tengslum við flutning málefna fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaga nú um áramótin. „Það sem gerir þessa stöðu flóknari er að við erum með erfiða drauga í farteskinu sem löggjafinn hefði með réttu átt að leysa áður en þessar breytingar væru gerðar,“ segir Guðmundur. Þar segist hann eiga við þjónustumat fyrir íbúa sem liggur til grundvallar því hvaða þjónustu íbúar eiga rétt á. Það mat sem nú sé notast við sé átta ára gamalt en ætti að uppfæra árlega. „Við vildum að ríkið leysti þetta mál svo íbúar hér fengju þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Það lánaðist ekki, og nú þurfum við að ganga á Árborg með að leysa vanda sem ríkið hefði átt að leysa,“ segir Guðmundur. [email protected] Guðmundur Ármann Pétursson
Fréttir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira