Dior notar vatn úr Ölfusinu í snyrtivörur 9. nóvember 2010 05:00 Verðmætur sopi Jón Ólafsson var öskutepptur í París í Eyjafjallagosinu í apríl og ræddi þá við forsvarsmenn tískuhússins Christian Dior.Fréttablaðið/vilhelm Franska snyrti- og tískuvörufyrirtækið Christian Dior hefur samið við fyrirtækið Icelandic Water Holdings um að nota lindarvatn úr Ölfusinu í krem sem kemur á markað í kringum áramótin. Vatninu er tappað á flöskur í verksmiðju Icelandic Water Holdings við Þorlákshöfn og selt um heim allan undir merkjum Icelandic Glacial. Dior áætlar að kaupa allt að áttatíu tonn af vatni árlega sem notað verður við framleiðslu á kreminu, að því er segir í opinberri tilkynningu sem birt verður í vikunni. Kremið heitir Dior Snow og er fyrir þá sem vilja lýsa upp húð sína. Prufuútgáfur með íslenska vatninu koma á markað í kringum áramótin. Markaðssetning um heim allan er fyrirhuguð árið 2012 með áherslu á Kína og önnur Asíuríki. Jón Ólafsson, forstjóri og stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, segir þetta gríðarlega mikilvægan samning, bæði fyrir ímynd Íslands og fyrirtækið. Erfitt sé að verðleggja hann. Hann bendir á að verðmæti samningsins liggi ekki síst í því að á hverri krukku og hverjum pakka sem geymi kremið komi fram að notað sé vatn Icelandic Glacial. Þetta er fyrsta skiptið sem Christian Dior notar vörumerki annars fyrirtækis á vörum sínum. Jón segir samstarf tískuhússins og Icelandic Water Holdings að nokkru leyti gosinu í Eyjafjallajökli í vor að þakka. Gosið varð til þess að flugsamgöngur röskuðust verulega í Evrópu í apríl en Jón varð flugtepptur í nokkra daga í París, heimaborg Dior. Hann nýtti ferðina vel, fundaði með bæði Bernard Hennet, forstjóra módelskrifstofunnar Elite, og forsvarsmönnum Christian Dior, sem voru að leita að vatni fyrir snyrtivörulínu sem þeir höfðu í hyggju að setja á markað. „Þeir skoðuðu allt það vatn sem hægt er að nota í heiminum og komust að þeirri niðurstöðu að okkar vatn væri best. Síðan óskuðu þeir eftir viðræðum við okkur. Þetta er gífurleg viðurkenning," segir Jón og spáir því að samningurinn muni hafa góð áhrif á sölu átappaðs vatns undir merkjum Icelandic Glacial í Kína í kjölfarið. Vatnið kemur þar á markað eftir áramótin. [email protected] Fréttir Innlent Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Franska snyrti- og tískuvörufyrirtækið Christian Dior hefur samið við fyrirtækið Icelandic Water Holdings um að nota lindarvatn úr Ölfusinu í krem sem kemur á markað í kringum áramótin. Vatninu er tappað á flöskur í verksmiðju Icelandic Water Holdings við Þorlákshöfn og selt um heim allan undir merkjum Icelandic Glacial. Dior áætlar að kaupa allt að áttatíu tonn af vatni árlega sem notað verður við framleiðslu á kreminu, að því er segir í opinberri tilkynningu sem birt verður í vikunni. Kremið heitir Dior Snow og er fyrir þá sem vilja lýsa upp húð sína. Prufuútgáfur með íslenska vatninu koma á markað í kringum áramótin. Markaðssetning um heim allan er fyrirhuguð árið 2012 með áherslu á Kína og önnur Asíuríki. Jón Ólafsson, forstjóri og stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, segir þetta gríðarlega mikilvægan samning, bæði fyrir ímynd Íslands og fyrirtækið. Erfitt sé að verðleggja hann. Hann bendir á að verðmæti samningsins liggi ekki síst í því að á hverri krukku og hverjum pakka sem geymi kremið komi fram að notað sé vatn Icelandic Glacial. Þetta er fyrsta skiptið sem Christian Dior notar vörumerki annars fyrirtækis á vörum sínum. Jón segir samstarf tískuhússins og Icelandic Water Holdings að nokkru leyti gosinu í Eyjafjallajökli í vor að þakka. Gosið varð til þess að flugsamgöngur röskuðust verulega í Evrópu í apríl en Jón varð flugtepptur í nokkra daga í París, heimaborg Dior. Hann nýtti ferðina vel, fundaði með bæði Bernard Hennet, forstjóra módelskrifstofunnar Elite, og forsvarsmönnum Christian Dior, sem voru að leita að vatni fyrir snyrtivörulínu sem þeir höfðu í hyggju að setja á markað. „Þeir skoðuðu allt það vatn sem hægt er að nota í heiminum og komust að þeirri niðurstöðu að okkar vatn væri best. Síðan óskuðu þeir eftir viðræðum við okkur. Þetta er gífurleg viðurkenning," segir Jón og spáir því að samningurinn muni hafa góð áhrif á sölu átappaðs vatns undir merkjum Icelandic Glacial í Kína í kjölfarið. Vatnið kemur þar á markað eftir áramótin. [email protected]
Fréttir Innlent Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira