Slitasjórn Straums vill rifta samningi við Íbúðalánasjóð 16. júní 2010 04:15 síðasti fundurinn William Fall var forstjóri Straums áður en skilanefnd tók Straum yfir í fyrravor. Slitastjórn telur gjörninga hans fyrir fallið í lagi.Fréttablaðið/GVA Slitastjórn Straums telur að samningur sem Íbúðalánasjóður gerði við fjárfestingarbankann eftir fall bankanna í október 2008 fela í sér ívilnun fyrir sjóðinn og krefst riftunar á honum. Samningurinn fól í sér að Straumur lokaði skuldabréfasamningum, sem Íbúðalánasjóður hafði gert við bankana áður en skilanefndir tóku þá yfir. Samningurinn hljóðar upp á milli þrjá til fjóra milljarða króna, sem Íbúðalánasjóður gæti þurft að greiða til baka. „Við teljum samninginn riftanlegan samkvæmt þeim reglum sem gilda um slitin á Straumi," segir Þórður Hall, sem sæti á í slitastjórn fjárfestingarbankans. „Við höfnum þessu algjörlega og teljum ekki koma til greina að rifta samningnum," segir Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Hann segir engin rök fyrir áliti slitastjórnar Straums. Þvert á álitið hafi báðir aðilar talið samninginn hagstæðan á sínum tíma. Standi slitastjórnin fast á sínu verði að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Ekki er gert ráð fyrir þessum bakreikningi í bókum Íbúðalánasjóðs, að sögn Guðmundar. Slitastjórnin kynnti kröfuhöfum í gær helstu niðurstöður rannsóknar endurskoðendafyrirtækisins PriceWaterhouseCoopers, á viðskiptum bankans í aðdraganda falls hans í fyrravor og drög að nauðasamningum, sem fela í sér að kröfuhafar taka bankann yfir. Rannsóknin var gerð í því augnamiði að kanna hvort finna megi viðskipti, útlán og gjörninga sem megi rifta. Viðskipti bankans við Björgólf Thor Björgólfsson, fyrrverandi stjórnarformann fjárfestingarbankans, og föður hans Björgólf Guðmundsson og félög sem þeim eru tengd voru skoðuð sérstaklega. Fram kemur í skýrslunni að lánveitingar til feðganna hafi farið yfir mörk um stórar áhættuskuldbindingar. Slitastjórnin er þessu ósammála. „Við teljum að þeir [innskot: PwC] hafi spyrt saman hluti sem ekki áttu saman," segir Þórður en slitastjórn telur viðskipti bankans fyrir fall hans innan marka. Viðskipti bankans við félög feðganna töldust innan marka og engin atvik talin riftanleg. - jab Fréttir Innlent Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Slitastjórn Straums telur að samningur sem Íbúðalánasjóður gerði við fjárfestingarbankann eftir fall bankanna í október 2008 fela í sér ívilnun fyrir sjóðinn og krefst riftunar á honum. Samningurinn fól í sér að Straumur lokaði skuldabréfasamningum, sem Íbúðalánasjóður hafði gert við bankana áður en skilanefndir tóku þá yfir. Samningurinn hljóðar upp á milli þrjá til fjóra milljarða króna, sem Íbúðalánasjóður gæti þurft að greiða til baka. „Við teljum samninginn riftanlegan samkvæmt þeim reglum sem gilda um slitin á Straumi," segir Þórður Hall, sem sæti á í slitastjórn fjárfestingarbankans. „Við höfnum þessu algjörlega og teljum ekki koma til greina að rifta samningnum," segir Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Hann segir engin rök fyrir áliti slitastjórnar Straums. Þvert á álitið hafi báðir aðilar talið samninginn hagstæðan á sínum tíma. Standi slitastjórnin fast á sínu verði að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Ekki er gert ráð fyrir þessum bakreikningi í bókum Íbúðalánasjóðs, að sögn Guðmundar. Slitastjórnin kynnti kröfuhöfum í gær helstu niðurstöður rannsóknar endurskoðendafyrirtækisins PriceWaterhouseCoopers, á viðskiptum bankans í aðdraganda falls hans í fyrravor og drög að nauðasamningum, sem fela í sér að kröfuhafar taka bankann yfir. Rannsóknin var gerð í því augnamiði að kanna hvort finna megi viðskipti, útlán og gjörninga sem megi rifta. Viðskipti bankans við Björgólf Thor Björgólfsson, fyrrverandi stjórnarformann fjárfestingarbankans, og föður hans Björgólf Guðmundsson og félög sem þeim eru tengd voru skoðuð sérstaklega. Fram kemur í skýrslunni að lánveitingar til feðganna hafi farið yfir mörk um stórar áhættuskuldbindingar. Slitastjórnin er þessu ósammála. „Við teljum að þeir [innskot: PwC] hafi spyrt saman hluti sem ekki áttu saman," segir Þórður en slitastjórn telur viðskipti bankans fyrir fall hans innan marka. Viðskipti bankans við félög feðganna töldust innan marka og engin atvik talin riftanleg. - jab
Fréttir Innlent Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira