Um forsendur breytinga á innritun nýnema 4. febrúar 2010 06:00 Katrín Jakobsdóttir svarar opnu Danivals S. Hjaltasonar og Blængs Blængssonar Ný lög voru sett um leik-, grunn- og framhaldsskóla árið 2008. Tvær veigamiklar breytingar voru innleiddar með þeim. Annars vegar voru samræmd lokapróf felld niður og réttur ólögráða ungmenna til skólavistar í framhaldsskólum lögfestur. Nú skal innritun í framhaldsskóla byggð á fjölbreyttu námsmati úr grunnskóla og öðrum þáttum sem miða að því að nemendur hafi nægan undirbúning til að takast á við nám á viðkomandi námsbraut. Með því að lögfesta fræðsluskyldu til 18 ára þurfti að gera auknar kröfur um fjölbreytt nám og að framhaldsskólinn þjónaði sínu nærumhverfi meira en áður. Unnið er að endurbótum á fyrirkomulagi innritunar í þessum anda. Það verður meðal annars gert með því að auka samstarf grunn- og framhaldsskóla um innritunina. Ráðgjöf við nemendur í grunnskólum verður með því markvissari sem mun með öðru auðvelda þeim inngöngu í framhaldsskóla að loknu skyldunámi. Í vor verður í fyrsta sinn forinnritun fyrir nýnema úr 10. bekk í framhaldsskóla. Hún fer fram dagana 12.-16. apríl. Þeir eiga þá að velja námsbraut og tvo skóla, aðal- og varaskóla. Til að tryggja rétt til skólavistar verður framhaldsskólum gert skylt að veita nemendum af tilteknu svæði forgang að skólavist hafi þeir staðist inntökuskilyrði. Í framhaldi forinnritunar er hægt að sjá hvernig umsóknir dreifast á námsbrautir og skóla og til hvaða aðgerða þarf að grípa til þess að nemendur fái þá úrlausn sem best hentar. Að loknum skólaslitum í vor verður lokavitnisburður nemenda sendur til þess skóla sem þeir sóttu um sem fyrra val. Nemendum gefst þá einnig frestur til þess að endurskoða umsókn sína dagana 7.-11. júní. Nemendur sem búa á svæði skóla munu þannig eiga forgang til inngöngu á þær námsbrautir sem þar eru í boði ef þeir standast inntökuskilyrði. Framhaldsskólar eiga fyrst að innrita þá sem á svæði þeirra búa, hafa staðist skilyrði og sækja um viðkomandi skóla sem aðal- eða varaval. Framhaldsskólum ber að innrita eigi minna en 45% nemenda af sínu svæði sem standast inntökuskilyrði og sækja um skólann. Þetta eru ekki íþyngjandi ákvæði og langflestir framhaldsskóla uppfylla þegar þetta ákvæði. Eftir sem áður geta skólar ráðstafað meira en helmingi sæta sinna til annarra nemenda. Nemendur af landsbyggðinni sækja mjög lítið til Reykjavíkur nema í sérhæft nám. Einungis 8% þeirra sem byrjuðu í reykvískum framhaldsskólum sl. vor komu utan af landi. Nýnemar geta því nú sem hingað til sótt um þær námsbrautir og skóla er hugur þeirra stendur til ef þeir telja líklegt að þeir uppfylli inntökuskilyrði. Val á svæðisskóla í fyrst eða öðru vali á hins vegar að greiða eins og unnt er fyrir því að nýnemar fái skólavist í öðrum þeirra skóla er þeir sækja um. Með þessu móti verður ákvæðum laga um rétt ólögráða nemenda til skólavistar best sinnt. Samræmdu lokaprófin þjónuðu ekki öllum meginmarkmiðum grunnskóla. þau voru fyrst og fremst inntökupróf í framhaldsskóla. Margt bendir til þess að heppilegra sé að samræmdu könnunarprófin verði lögð fyrir í lok 9. bekkjar til að skapa meiri samfellu og að kennarar geti nýtt lokaárið í grunnskóla betur til að vinna úr niðurstöðum prófanna í samvinnu við nemendur og foreldra. Mikilvægt er að líta fram á veginn. Samræmd próf sem viðmiðun um inntöku í framhaldsskóla eru að baki og ekki er ætlunin að taka þau upp að nýju. Sjá verður til þess að þeir sem rétt eiga til náms í framhaldsskóla fái hans notið. Það verður að nálgast verkefnin á nýjan hátt. Samstarf grunn- og framhaldsskóla um innritun nýnema er sá grunnur sem ráðuneytið vill byggja á. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir svarar opnu Danivals S. Hjaltasonar og Blængs Blængssonar Ný lög voru sett um leik-, grunn- og framhaldsskóla árið 2008. Tvær veigamiklar breytingar voru innleiddar með þeim. Annars vegar voru samræmd lokapróf felld niður og réttur ólögráða ungmenna til skólavistar í framhaldsskólum lögfestur. Nú skal innritun í framhaldsskóla byggð á fjölbreyttu námsmati úr grunnskóla og öðrum þáttum sem miða að því að nemendur hafi nægan undirbúning til að takast á við nám á viðkomandi námsbraut. Með því að lögfesta fræðsluskyldu til 18 ára þurfti að gera auknar kröfur um fjölbreytt nám og að framhaldsskólinn þjónaði sínu nærumhverfi meira en áður. Unnið er að endurbótum á fyrirkomulagi innritunar í þessum anda. Það verður meðal annars gert með því að auka samstarf grunn- og framhaldsskóla um innritunina. Ráðgjöf við nemendur í grunnskólum verður með því markvissari sem mun með öðru auðvelda þeim inngöngu í framhaldsskóla að loknu skyldunámi. Í vor verður í fyrsta sinn forinnritun fyrir nýnema úr 10. bekk í framhaldsskóla. Hún fer fram dagana 12.-16. apríl. Þeir eiga þá að velja námsbraut og tvo skóla, aðal- og varaskóla. Til að tryggja rétt til skólavistar verður framhaldsskólum gert skylt að veita nemendum af tilteknu svæði forgang að skólavist hafi þeir staðist inntökuskilyrði. Í framhaldi forinnritunar er hægt að sjá hvernig umsóknir dreifast á námsbrautir og skóla og til hvaða aðgerða þarf að grípa til þess að nemendur fái þá úrlausn sem best hentar. Að loknum skólaslitum í vor verður lokavitnisburður nemenda sendur til þess skóla sem þeir sóttu um sem fyrra val. Nemendum gefst þá einnig frestur til þess að endurskoða umsókn sína dagana 7.-11. júní. Nemendur sem búa á svæði skóla munu þannig eiga forgang til inngöngu á þær námsbrautir sem þar eru í boði ef þeir standast inntökuskilyrði. Framhaldsskólar eiga fyrst að innrita þá sem á svæði þeirra búa, hafa staðist skilyrði og sækja um viðkomandi skóla sem aðal- eða varaval. Framhaldsskólum ber að innrita eigi minna en 45% nemenda af sínu svæði sem standast inntökuskilyrði og sækja um skólann. Þetta eru ekki íþyngjandi ákvæði og langflestir framhaldsskóla uppfylla þegar þetta ákvæði. Eftir sem áður geta skólar ráðstafað meira en helmingi sæta sinna til annarra nemenda. Nemendur af landsbyggðinni sækja mjög lítið til Reykjavíkur nema í sérhæft nám. Einungis 8% þeirra sem byrjuðu í reykvískum framhaldsskólum sl. vor komu utan af landi. Nýnemar geta því nú sem hingað til sótt um þær námsbrautir og skóla er hugur þeirra stendur til ef þeir telja líklegt að þeir uppfylli inntökuskilyrði. Val á svæðisskóla í fyrst eða öðru vali á hins vegar að greiða eins og unnt er fyrir því að nýnemar fái skólavist í öðrum þeirra skóla er þeir sækja um. Með þessu móti verður ákvæðum laga um rétt ólögráða nemenda til skólavistar best sinnt. Samræmdu lokaprófin þjónuðu ekki öllum meginmarkmiðum grunnskóla. þau voru fyrst og fremst inntökupróf í framhaldsskóla. Margt bendir til þess að heppilegra sé að samræmdu könnunarprófin verði lögð fyrir í lok 9. bekkjar til að skapa meiri samfellu og að kennarar geti nýtt lokaárið í grunnskóla betur til að vinna úr niðurstöðum prófanna í samvinnu við nemendur og foreldra. Mikilvægt er að líta fram á veginn. Samræmd próf sem viðmiðun um inntöku í framhaldsskóla eru að baki og ekki er ætlunin að taka þau upp að nýju. Sjá verður til þess að þeir sem rétt eiga til náms í framhaldsskóla fái hans notið. Það verður að nálgast verkefnin á nýjan hátt. Samstarf grunn- og framhaldsskóla um innritun nýnema er sá grunnur sem ráðuneytið vill byggja á. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun