Fjórar hænur sendar fyrir dóm borgarráðs 11. nóvember 2010 06:00 Guðrún og hænurnar Þótt Hjallavegur sé í landnámi Ingólfs Arnarsonar eiga landnámshænur ekki heima í borgarlandinu frekar en aðrar hænur, segir umhverfisráð, sem synjar Guðrúnu Þuru Kristjánsdóttur um leyfi til að halda hænurnar Lukku, Grímu, Bíbí og Gæfu í bakgarðinum.Fréttablaðið/Stefán „Þetta er hrikalega ömurlegt. Ég ætla að skjóta þessu til borgarráðs," segir Guðrún Þura Kristjánsdóttir, sem umhverfisráð Reykjavíkur hefur synjað um að halda fjórar landnámshænur við heimili sitt á Hjallavegi. Hænurnar Lukka, Gríma, Bíbí og Gæfa eru í kofa sem Guðrún notaði áður fyrir kanínur og stendur nærri íbúðarhúsinu í stórum bakgarði. Hænurnar fékk hún í ágúst í fyrra. Þær voru inni í bílskúr í fyrravetur en hafa verið í kofanum síðan í sumarbyrjun. Hænurnar komu til kasta borgaryfirvalda þegar nágranni gerði athugasemd. Skipulags- og byggingarsvið segir íslenska hefð að flokkahænsnfugla sem húsdýr. „Engin hefð er fyrir að líta á hænsnfugla sem gæludýr í skilningi laga og reglugerða," segir skipulagssviðið og mælir gegn því að hænurnar fái að vera. Umhverfis- og samgönguráð kveðst fagna því að borgarbúar vilji stuðla að sjálfbærum lífsháttum og fjölbreyttu dýralífi í borginni. „Slíkt verður hins vegar að gerast í sátt og samlyndi við aðra borgarbúa," segir ráðið og synjar Guðrúnu um leyfið með vísan til umsagnar skipulagssviðsins og til þess að „ekki virðist sátt hjá nágrönnum um hina fiðruðu íbúa". Guðrún segir alla nágrannana jákvæða nema eina konu sem hafi kvartað. „Þessi kona býr tuttugu metra hér frá. Hún þykist finna lykt í ákveðinni vindátt. Það er meiri lykt af hænsnaskít sem maður kaupir en skítnum úr mínum hænum," segir hún ósátt. Guðrún leggur áherslu á að hænurnar séu afar vistvænar. „Þær éta alla matarafganga og ég nota skítinn sem áburð. Þess utan gefa þær okkur frá einu upp í fjögur egg á dag," segir hún og undirstrikar jafnframt að þær Lukka, Gríma, Bíbí og Gæfa séu afskaplega skemmtilegar. „Þær eru bæði vinalegar og sætar og flottar svona marglitar. Dóttir mín og önnur börn elska þær og nágrannarnir gauka gjarnan að þeim matarafgöngum," lýsir Guðrún og tekur að lokum fram að lítill hávaði berist frá hænsnahópnum enda sé þar enginn hani á meðal. „Þær fara að sofa klukkan sex á kvöldin og heyrist ekki í þeim fyrr en upp úr sjö eða átta næsta morgun. Þá gagga þær dálítið fram undir hádegi ef þær eru á varptíma. Hinum nágrönnunum finnst þetta bara kósí. Manni þykir vænt um þær og þess vegna er þetta svona ömurlegt. Ég er alveg gráti næst," segir Guðrún Þura. [email protected] Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
„Þetta er hrikalega ömurlegt. Ég ætla að skjóta þessu til borgarráðs," segir Guðrún Þura Kristjánsdóttir, sem umhverfisráð Reykjavíkur hefur synjað um að halda fjórar landnámshænur við heimili sitt á Hjallavegi. Hænurnar Lukka, Gríma, Bíbí og Gæfa eru í kofa sem Guðrún notaði áður fyrir kanínur og stendur nærri íbúðarhúsinu í stórum bakgarði. Hænurnar fékk hún í ágúst í fyrra. Þær voru inni í bílskúr í fyrravetur en hafa verið í kofanum síðan í sumarbyrjun. Hænurnar komu til kasta borgaryfirvalda þegar nágranni gerði athugasemd. Skipulags- og byggingarsvið segir íslenska hefð að flokkahænsnfugla sem húsdýr. „Engin hefð er fyrir að líta á hænsnfugla sem gæludýr í skilningi laga og reglugerða," segir skipulagssviðið og mælir gegn því að hænurnar fái að vera. Umhverfis- og samgönguráð kveðst fagna því að borgarbúar vilji stuðla að sjálfbærum lífsháttum og fjölbreyttu dýralífi í borginni. „Slíkt verður hins vegar að gerast í sátt og samlyndi við aðra borgarbúa," segir ráðið og synjar Guðrúnu um leyfið með vísan til umsagnar skipulagssviðsins og til þess að „ekki virðist sátt hjá nágrönnum um hina fiðruðu íbúa". Guðrún segir alla nágrannana jákvæða nema eina konu sem hafi kvartað. „Þessi kona býr tuttugu metra hér frá. Hún þykist finna lykt í ákveðinni vindátt. Það er meiri lykt af hænsnaskít sem maður kaupir en skítnum úr mínum hænum," segir hún ósátt. Guðrún leggur áherslu á að hænurnar séu afar vistvænar. „Þær éta alla matarafganga og ég nota skítinn sem áburð. Þess utan gefa þær okkur frá einu upp í fjögur egg á dag," segir hún og undirstrikar jafnframt að þær Lukka, Gríma, Bíbí og Gæfa séu afskaplega skemmtilegar. „Þær eru bæði vinalegar og sætar og flottar svona marglitar. Dóttir mín og önnur börn elska þær og nágrannarnir gauka gjarnan að þeim matarafgöngum," lýsir Guðrún og tekur að lokum fram að lítill hávaði berist frá hænsnahópnum enda sé þar enginn hani á meðal. „Þær fara að sofa klukkan sex á kvöldin og heyrist ekki í þeim fyrr en upp úr sjö eða átta næsta morgun. Þá gagga þær dálítið fram undir hádegi ef þær eru á varptíma. Hinum nágrönnunum finnst þetta bara kósí. Manni þykir vænt um þær og þess vegna er þetta svona ömurlegt. Ég er alveg gráti næst," segir Guðrún Þura. [email protected]
Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira