Hlustaði á Sigur Rós á hverjum degi í mörg ár 30. september 2010 12:00 the antlers Hljómsveitin The Antlers spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni í ár. Peter Silverman er í miðjunni.nordicphotos/getty Indí-poppararnir í The Antlers spila á Airwaves-hátíðinni í október. Íslensk tónlist er forsprakkanum Peter Silverman afar hjartfólgin. The Antlers spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni í næsta mánuði. Hljómsveitin kemur frá Brooklyn í New York og forsprakki hennar er Peter Silverman. „Ég hef verið að semja og taka upp í langan tíma, mestan hluta ævi minnar. Ég flutti til New York 2006 og þá fór ég að nota nafnið The Antlers. 2007 fór ég að safna saman fleirum í hljómsveitina á meðan ég var að taka upp Hospice,“ segir Silverman í viðtali við Fréttablaðið. Platan Hospice kom út í fyrra og vakti mikla athygli á The Antlers fyrir vel heppnað indí-poppið. Sumir gagnrýnendur töldu hana eina af betri plötum síðasta árs. „Ég gerði plötuna því mér fannst ég þurfa á því að halda. Umfjöllunarefnið á plötunni skipti mig miklu máli en ég bjóst ekki við því að nokkur myndi vilja hlusta á hana. Síðan fékk platan góðar viðtökur og það hefur gert okkur kleift að vera á stöðugri tónleikaferð og lifa af tónlistinni. Ég er mjög ánægður með það og ég gæti ekki beðið um neitt betra,“ segir Silverman og útskýrir að Hospice fjalli um samband á milli tveggja manneskja sem hefur eyðileggingarmátt í för með sér. Tónleikaferðin til að fylgja eftir Hospice stóð yfir í tvö ár og gekk vel. Núna er The Antlers komin heim til New York og er að taka upp næstu plötu. Silverman vonast til að ljúka við hana á þessu ári og tekur fram að upptökurnar muni ekki taka jafnlangan tíma og við gerð Hostice, eða eitt og hálft ár. Á tónleikaferðinni hituðu Silverman og félagar upp fyrir hinar heimsfrægu hljómsveitir Editors og The National. „Að hita upp fyrir Editors gaf okkur tækifæri til að sjá hvernig það er að vera í stærri hljómsveit og spila í stórum tónleikahöllum,“ segir hann og bætir við: „Ég hef verið aðdáandi The National í mörg ár og lít mjög upp til þeirra. Það var mikil reynsla fyrir mig að fylgjast með hvernig þeir spila. Ég held að þessi reynsla hafi gert okkur að betri hljómsveit því við vildum sýna að við værum þess verðugir að spila með þeim.“ Silverman hlustaði mikið á My Bloody Valentine og Goodspeed You! Black Emperor á meðan á gerð Hospice stóð. Núna hlustar hann mikið á raftónlist, djassað síðrokk og Bítlana. Íslensk tónlist er honum einnig hjartfólgin, sérstaklega Sigur Rós. „Ég hlustaði á Sigur Rós á hverjum degi í mörg ár,“ segir hann og nefnir Björk og múm einnig til sögunnar. „Margar hljómsveitir hafa orðið fyrir áhrifum af íslenskri tónlist og það er hluti af ástæðunni fyrir því að við ákváðum að koma á Iceland Airwaves,“ segir hann. [email protected] Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Indí-poppararnir í The Antlers spila á Airwaves-hátíðinni í október. Íslensk tónlist er forsprakkanum Peter Silverman afar hjartfólgin. The Antlers spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni í næsta mánuði. Hljómsveitin kemur frá Brooklyn í New York og forsprakki hennar er Peter Silverman. „Ég hef verið að semja og taka upp í langan tíma, mestan hluta ævi minnar. Ég flutti til New York 2006 og þá fór ég að nota nafnið The Antlers. 2007 fór ég að safna saman fleirum í hljómsveitina á meðan ég var að taka upp Hospice,“ segir Silverman í viðtali við Fréttablaðið. Platan Hospice kom út í fyrra og vakti mikla athygli á The Antlers fyrir vel heppnað indí-poppið. Sumir gagnrýnendur töldu hana eina af betri plötum síðasta árs. „Ég gerði plötuna því mér fannst ég þurfa á því að halda. Umfjöllunarefnið á plötunni skipti mig miklu máli en ég bjóst ekki við því að nokkur myndi vilja hlusta á hana. Síðan fékk platan góðar viðtökur og það hefur gert okkur kleift að vera á stöðugri tónleikaferð og lifa af tónlistinni. Ég er mjög ánægður með það og ég gæti ekki beðið um neitt betra,“ segir Silverman og útskýrir að Hospice fjalli um samband á milli tveggja manneskja sem hefur eyðileggingarmátt í för með sér. Tónleikaferðin til að fylgja eftir Hospice stóð yfir í tvö ár og gekk vel. Núna er The Antlers komin heim til New York og er að taka upp næstu plötu. Silverman vonast til að ljúka við hana á þessu ári og tekur fram að upptökurnar muni ekki taka jafnlangan tíma og við gerð Hostice, eða eitt og hálft ár. Á tónleikaferðinni hituðu Silverman og félagar upp fyrir hinar heimsfrægu hljómsveitir Editors og The National. „Að hita upp fyrir Editors gaf okkur tækifæri til að sjá hvernig það er að vera í stærri hljómsveit og spila í stórum tónleikahöllum,“ segir hann og bætir við: „Ég hef verið aðdáandi The National í mörg ár og lít mjög upp til þeirra. Það var mikil reynsla fyrir mig að fylgjast með hvernig þeir spila. Ég held að þessi reynsla hafi gert okkur að betri hljómsveit því við vildum sýna að við værum þess verðugir að spila með þeim.“ Silverman hlustaði mikið á My Bloody Valentine og Goodspeed You! Black Emperor á meðan á gerð Hospice stóð. Núna hlustar hann mikið á raftónlist, djassað síðrokk og Bítlana. Íslensk tónlist er honum einnig hjartfólgin, sérstaklega Sigur Rós. „Ég hlustaði á Sigur Rós á hverjum degi í mörg ár,“ segir hann og nefnir Björk og múm einnig til sögunnar. „Margar hljómsveitir hafa orðið fyrir áhrifum af íslenskri tónlist og það er hluti af ástæðunni fyrir því að við ákváðum að koma á Iceland Airwaves,“ segir hann. [email protected]
Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira