Sakborningar í Exeter-máli vísa ábyrgð hver á annan 7. október 2010 06:00 fyrsta mál sérstaks saksóknara. Jón Þorsteinn Jónsson, Ragnar Z. Guðjónsson, Styrmir Bragason Exeter Sakborningarnir þrír í svokölluðu Exeter-máli sérstaks saksóknara vísa hver á annan um ábyrgð á veigamiklum atriðum í málinu. Enginn þeirra telur þó að nokkur lög hafi verið brotin. Þetta kemur fram í greinargerðum verjendanna í málinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Málið snýst um rúmlega milljarðs lán sem Byr veitti til félagsins Exeter Holding í árslok 2008 til kaupa á stofnfjárbréfum í Byr af MP banka og stjórnarmönnum sparisjóðsins. Ákærðir eru Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka. Fram kemur í greinargerðunum að þremenningarnir hafi fundað um viðskiptafléttuna í húsakynnum MP banka daginn sem neyðarlögin voru sett, 6. október 2008. Lánið sem rann til Exeter Holdings, félags í eigu Ágústs Sindra Karlssonar, átti upphaflega að vera til dótturfélags MP banka, Fleðu ehf. Því fyrirkomulagi var síðar breytt að frumkvæði MP banka. Jón Þorsteinn og Ragnar segjast hins vegar báðir hafa talið að þegar Exeter Holdings var kynnt til sögunnar af MP banka hefði það verið annað dótturfélag bankans og af þeim sökum hefði lánveitingin verið svo gott sem áhættulaus. Dótturfélag MP banka hefði enda aldrei orðið gjaldþrota. Kveðst Ragnar hafa heimilað að skipta um félag á grundvelli orða Jóns Þorsteins. Í greinargerð verjanda Jóns Þorsteins vísar hann allri ábyrgð á lánveitingum bankans yfir á Ragnar. Jón Þorsteinn hafi, sem stjórnarformaður, ekki haft nokkra heimild né aðstöðu til að lána fé Byrs – sparisjóðsstjórar tækju ákvarðanir um slíkt. Í greinargerð Ragnars er hins vegar sérstaklega vikið að öðru lánanna sem málið snýst um. Þar er fullyrt að Ragnar hafi hafnað beiðninni um lánið, ríflega 200 milljónir, en Jón Þorsteinn tekið fram fyrir hendurnar á honum og látið samþykkja hana í stjórn Byrs. Þetta segir verjandi Jóns Þorsteins ósannað. Styrmir Þór er ákærður fyrir hlutdeild í brotum hinna, og peningaþvætti með því að taka að endingu við fé frá þeim sem seldu stofnfjárbréfin til Exeter. Þeir höfðu á sínum tíma fengið lánað fyrir kaupunum frá MP banka og gátu greitt þau lán eftir söluna til Exeter. Verjandi hans hafnar ásökununum alfarið. „Engum getur dottið í hug – nema ef til vill sérstökum saksóknara – að það hafi verið hlutverk skjólstæðings míns að sjá um að starfsmenn og stjórnendur Byrs færu eftir þeim reglum sem um störf þeirra giltu,“ segir Ragnar H. Hall, verjandi Styrmis. Hafi lánin verið ólögleg, sem sé ósannað, hafi Styrmir ekkert vitað um það heldur einungis tekið við greiðslu eins og eðlilegt hafi verið. [email protected] fyrsta mál sérstaks saksóknara. Jón Þorsteinn Jónsson, Ragnar Z. Guðjónsson, Styrmir Bragason Exeter Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
Sakborningarnir þrír í svokölluðu Exeter-máli sérstaks saksóknara vísa hver á annan um ábyrgð á veigamiklum atriðum í málinu. Enginn þeirra telur þó að nokkur lög hafi verið brotin. Þetta kemur fram í greinargerðum verjendanna í málinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Málið snýst um rúmlega milljarðs lán sem Byr veitti til félagsins Exeter Holding í árslok 2008 til kaupa á stofnfjárbréfum í Byr af MP banka og stjórnarmönnum sparisjóðsins. Ákærðir eru Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka. Fram kemur í greinargerðunum að þremenningarnir hafi fundað um viðskiptafléttuna í húsakynnum MP banka daginn sem neyðarlögin voru sett, 6. október 2008. Lánið sem rann til Exeter Holdings, félags í eigu Ágústs Sindra Karlssonar, átti upphaflega að vera til dótturfélags MP banka, Fleðu ehf. Því fyrirkomulagi var síðar breytt að frumkvæði MP banka. Jón Þorsteinn og Ragnar segjast hins vegar báðir hafa talið að þegar Exeter Holdings var kynnt til sögunnar af MP banka hefði það verið annað dótturfélag bankans og af þeim sökum hefði lánveitingin verið svo gott sem áhættulaus. Dótturfélag MP banka hefði enda aldrei orðið gjaldþrota. Kveðst Ragnar hafa heimilað að skipta um félag á grundvelli orða Jóns Þorsteins. Í greinargerð verjanda Jóns Þorsteins vísar hann allri ábyrgð á lánveitingum bankans yfir á Ragnar. Jón Þorsteinn hafi, sem stjórnarformaður, ekki haft nokkra heimild né aðstöðu til að lána fé Byrs – sparisjóðsstjórar tækju ákvarðanir um slíkt. Í greinargerð Ragnars er hins vegar sérstaklega vikið að öðru lánanna sem málið snýst um. Þar er fullyrt að Ragnar hafi hafnað beiðninni um lánið, ríflega 200 milljónir, en Jón Þorsteinn tekið fram fyrir hendurnar á honum og látið samþykkja hana í stjórn Byrs. Þetta segir verjandi Jóns Þorsteins ósannað. Styrmir Þór er ákærður fyrir hlutdeild í brotum hinna, og peningaþvætti með því að taka að endingu við fé frá þeim sem seldu stofnfjárbréfin til Exeter. Þeir höfðu á sínum tíma fengið lánað fyrir kaupunum frá MP banka og gátu greitt þau lán eftir söluna til Exeter. Verjandi hans hafnar ásökununum alfarið. „Engum getur dottið í hug – nema ef til vill sérstökum saksóknara – að það hafi verið hlutverk skjólstæðings míns að sjá um að starfsmenn og stjórnendur Byrs færu eftir þeim reglum sem um störf þeirra giltu,“ segir Ragnar H. Hall, verjandi Styrmis. Hafi lánin verið ólögleg, sem sé ósannað, hafi Styrmir ekkert vitað um það heldur einungis tekið við greiðslu eins og eðlilegt hafi verið. [email protected] fyrsta mál sérstaks saksóknara. Jón Þorsteinn Jónsson, Ragnar Z. Guðjónsson, Styrmir Bragason Exeter
Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira