Skorar á fólk að ljósmynda innbrotsþjófa 10. nóvember 2010 03:00 Geir Jón Þórisson Flestir eru með myndavél í farsímanum og geta sent ábendingar á netfangið [email protected]. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir innbrotaöldu ríða yfir og biður almenning um aðstoð. „Ef fólk sér bíla keyra hægt og rólega um hverfið eða menn sem eru að sniglast og gefa ákveðnum húsum auga og jafnvel taka af þeim myndir þá á það að láta okkur vita," segir Geir Jón. Flestir farsímar séu nú búnir myndavélum og fólk þannig iðulega með myndavél á sér. Geir Jón biður fólk að fylgjast með og tilkynna um allt óvenjulegt. „Við biðjum fólk auðvitað að fara varlega og láta ekki sjá sig ef það er að taka svona myndir - það má ekki skapa sér hættu við að afla sér upplýsinga. Við hvetjum ekki til þess að fólk hlaupi fram fyrir menn úti á götu og taki mynd. Það getur tekið myndir út um glugga án þess að það sé tekið eftir því," segir yfirlögregluþjóninn, sem kveður almenning margoft hafa hjálpað til. „Fólk lét okkur til dæmis hafa númer á bíl sem stóð fyrir utan einbýlishús. Þegar við fórum að kanna málið reyndist þetta vera sendibíll sem var fullur af þýfi úr viðkomandi húsi," segir Geir Jón. Innbrotsþjófarnir eru stundum „fastir kúnnar" lögreglunnar. „Þá höfum við verið að taka gengi erlendra borgara sem við höfum ekki þekkt til áður. Lögreglan hefur í auknum mæli lagt til að mönnum sem eru hér eingöngu í skipulagðri brotastarfsemi sé vísað úr landi og það hefur gengið eftir," segir Geir Jón, sem kveður um tug útlendinga hafa verið vísað úr landi frá því að reglum hafi verið breytt í vor. Geir Jón segir að trúlega fari hluti af þýfinu úr landi. „En það sem okkur svíður skelfilega er að þeir ná að selja þýfið hér í gegnum ýmsar netsíður. Af verðlagningunni mega allir gera sér grein fyrir að það er verið að selja þýfi en ekki vel fengna hluti."- gar Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Sjá meira
Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir innbrotaöldu ríða yfir og biður almenning um aðstoð. „Ef fólk sér bíla keyra hægt og rólega um hverfið eða menn sem eru að sniglast og gefa ákveðnum húsum auga og jafnvel taka af þeim myndir þá á það að láta okkur vita," segir Geir Jón. Flestir farsímar séu nú búnir myndavélum og fólk þannig iðulega með myndavél á sér. Geir Jón biður fólk að fylgjast með og tilkynna um allt óvenjulegt. „Við biðjum fólk auðvitað að fara varlega og láta ekki sjá sig ef það er að taka svona myndir - það má ekki skapa sér hættu við að afla sér upplýsinga. Við hvetjum ekki til þess að fólk hlaupi fram fyrir menn úti á götu og taki mynd. Það getur tekið myndir út um glugga án þess að það sé tekið eftir því," segir yfirlögregluþjóninn, sem kveður almenning margoft hafa hjálpað til. „Fólk lét okkur til dæmis hafa númer á bíl sem stóð fyrir utan einbýlishús. Þegar við fórum að kanna málið reyndist þetta vera sendibíll sem var fullur af þýfi úr viðkomandi húsi," segir Geir Jón. Innbrotsþjófarnir eru stundum „fastir kúnnar" lögreglunnar. „Þá höfum við verið að taka gengi erlendra borgara sem við höfum ekki þekkt til áður. Lögreglan hefur í auknum mæli lagt til að mönnum sem eru hér eingöngu í skipulagðri brotastarfsemi sé vísað úr landi og það hefur gengið eftir," segir Geir Jón, sem kveður um tug útlendinga hafa verið vísað úr landi frá því að reglum hafi verið breytt í vor. Geir Jón segir að trúlega fari hluti af þýfinu úr landi. „En það sem okkur svíður skelfilega er að þeir ná að selja þýfið hér í gegnum ýmsar netsíður. Af verðlagningunni mega allir gera sér grein fyrir að það er verið að selja þýfi en ekki vel fengna hluti."- gar
Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Sjá meira