Button: Ránstilraunin eins og Hollywood mynd 9. nóvember 2010 13:08 Jenson Button á mótsstað í Brasilíu. Mynd: Getty Images/Clive Mason Formúlu 1 meistarinn Jenson Button hjá McLaren slapp ásamt föður sínum og öðru föruneyti undan mönnum sem ætluðu að gera ránstilraun í grennd við Formúlu 1 mótið í Brasilíu á laugardaginn. Button segir lögreglumann sem ók brynvörðum hafa sýnt mikið snaræði. Nokkrir vopnaðir menn gerðu sig líklega til að gera atlögu að bíl sem Button var í á leið á hótel sitt eftir tímatökuna á laugardaginn. Button var á ferð ásamt föður sínum, umboðsmanninum Richard Goddard og sjúkraþjálfara sínum Mike Collier þegar ránstilraun kom upp. "Við yfirgáfum brautina kl. 7.15 og einum km frá eða þar um bil stöðvuðum við á umferðaljósum. Við urðum að bíða og vorum á brynvörðum bíl (Mercedes) með frábærum leynilögreglumanni. Honum leið sjáanlega ekki vel og stöðvaði bíllengd frá næsta bíl. Við litum til hægri og sáum 5-6 menn koma labbandi. Þeir litu grunsamlega út, en ég spáði ekkert í það fyrr en Richard, umboðsmaður minn sá einn gaurinn með einskonar kylfu", sagði Button í frétt um málið á crash.net sem vitnar í BBC. Ökumaðurinn var sérþjálfaður lögreglumaður til að takast á við verkefni af þessu tagi ef upp kæmi, en rán eru þekkt á þessu svæði í Brasilíu. Ökumaðurinn Lucas di Grassi var rændur fyrir nokkru á svipuðum slóðum og starfsmenn hjá Sauber liðinu voru rændir í grennd við brautina um helgina. Button telur að ránstilraunin hafði verið tilviljun, ekki skipulagt mannrán. "Ég leit á gauranna og einn af þeim var með byssu í buxunum, sem hann var að leika sér með. Hann virtist taugaspenntur. Ég öskraði að hann væri með byssu og við byrjuðum allir að öskra. Farðu, farðu, farðu við bílstjórann. Hann vissi hvað átti að gera og sveigði bílnum að umferðinni, þannig að við gætum smogið á milli. Þá byrjuðu gaurarnir að hlaupa í átt að bílnum." "Tveir voru með skammbyssur og einn með byssu sem virtist vera vélbyssa. Ökumaðurinn sá þetta og gaf allt í botn. Það var lítið pláss, en hann komst á milli sex bíla og keyrði utan í þá alla til að komast framhjá. Það lék allt á reiðiskjálfi, en hann slapp í gegn. Þetta var eins og Hollywood mynd." "Bíllinn skemmdist ekki mikið, en það var vandamál með framfjöðrunina, en hann gat keyrt áfram. Þetta slapp til en var ekki þægileg tilfinning og við gátum ekki farið hratt. Um kílometra seinna fundum við lögreglubíl." "Við lögðum hjá honum og sögðum hvað hefði gerst. Þá komu tveir bílar aðvífandi og ökumenn þeirra ósáttir, en þetta voru bílar sem við höfðum keyrt á. En þegar ökumaður okkar hafði sagt þeim hvað var í gangi þá róuðust þeir", sagði Button sem hrósaði ökumanninum í hástert fyrir björgunina. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlu 1 meistarinn Jenson Button hjá McLaren slapp ásamt föður sínum og öðru föruneyti undan mönnum sem ætluðu að gera ránstilraun í grennd við Formúlu 1 mótið í Brasilíu á laugardaginn. Button segir lögreglumann sem ók brynvörðum hafa sýnt mikið snaræði. Nokkrir vopnaðir menn gerðu sig líklega til að gera atlögu að bíl sem Button var í á leið á hótel sitt eftir tímatökuna á laugardaginn. Button var á ferð ásamt föður sínum, umboðsmanninum Richard Goddard og sjúkraþjálfara sínum Mike Collier þegar ránstilraun kom upp. "Við yfirgáfum brautina kl. 7.15 og einum km frá eða þar um bil stöðvuðum við á umferðaljósum. Við urðum að bíða og vorum á brynvörðum bíl (Mercedes) með frábærum leynilögreglumanni. Honum leið sjáanlega ekki vel og stöðvaði bíllengd frá næsta bíl. Við litum til hægri og sáum 5-6 menn koma labbandi. Þeir litu grunsamlega út, en ég spáði ekkert í það fyrr en Richard, umboðsmaður minn sá einn gaurinn með einskonar kylfu", sagði Button í frétt um málið á crash.net sem vitnar í BBC. Ökumaðurinn var sérþjálfaður lögreglumaður til að takast á við verkefni af þessu tagi ef upp kæmi, en rán eru þekkt á þessu svæði í Brasilíu. Ökumaðurinn Lucas di Grassi var rændur fyrir nokkru á svipuðum slóðum og starfsmenn hjá Sauber liðinu voru rændir í grennd við brautina um helgina. Button telur að ránstilraunin hafði verið tilviljun, ekki skipulagt mannrán. "Ég leit á gauranna og einn af þeim var með byssu í buxunum, sem hann var að leika sér með. Hann virtist taugaspenntur. Ég öskraði að hann væri með byssu og við byrjuðum allir að öskra. Farðu, farðu, farðu við bílstjórann. Hann vissi hvað átti að gera og sveigði bílnum að umferðinni, þannig að við gætum smogið á milli. Þá byrjuðu gaurarnir að hlaupa í átt að bílnum." "Tveir voru með skammbyssur og einn með byssu sem virtist vera vélbyssa. Ökumaðurinn sá þetta og gaf allt í botn. Það var lítið pláss, en hann komst á milli sex bíla og keyrði utan í þá alla til að komast framhjá. Það lék allt á reiðiskjálfi, en hann slapp í gegn. Þetta var eins og Hollywood mynd." "Bíllinn skemmdist ekki mikið, en það var vandamál með framfjöðrunina, en hann gat keyrt áfram. Þetta slapp til en var ekki þægileg tilfinning og við gátum ekki farið hratt. Um kílometra seinna fundum við lögreglubíl." "Við lögðum hjá honum og sögðum hvað hefði gerst. Þá komu tveir bílar aðvífandi og ökumenn þeirra ósáttir, en þetta voru bílar sem við höfðum keyrt á. En þegar ökumaður okkar hafði sagt þeim hvað var í gangi þá róuðust þeir", sagði Button sem hrósaði ökumanninum í hástert fyrir björgunina.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira