Umfjöllun: Sanngjarn Valssigur í toppslagnum. Sveinn Arnarsson skrifar 27. maí 2010 22:28 Kristín ýr Bjarnadóttir og Hallbera Gísladóttir. Mynd/Valli Þór/KA tók á móti Íslandsmeisturum Vals í 4. umferð Pepsí deildar kvenna á Þórsvelli í kvöld í blíðskaparverðri. Fyrir umferðina var Valur með níu stig á toppi deildarinnar en Þór/KA í öðru sæti með sjö stig. Valskonur voru mun sterkari í fyrri hálfleik og réðu lögum og lofum á miðjunni. Þær Hallbera Guðný Gísladóttir, Rakel Logadóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir voru mjög ógnandi og áttu varnarmenn Þórs/KA í stökustu vandræðum með þær allan fyrri hálfleikinn. Strax dró til tíðinda á 6. mínútu leiksins þegar Dóra maría Lárusdóttir fékk boltann fyrir utan vítateig eftir klafs í teig heimamanna. Hún renndi boltanum út til hægri á Rakel Logadóttur sem gerði sér lítið fyrir og hamraði boltann upp í hornið fjær, óverjandi fyrir Berglindi Magnúsdóttur í marki Þórs/KA. Stórglæsilegt mark og meistararnir frá því í fyrra komnir yfir. Eftir markið áttu Valskonur nokkur tækifæri og hefðu hæglega getað bætt við mörkum. Heimamenn komust þó betur inn í leikinn síðustu tíu mínútur hálfleiksins og á síðustu tveim mínútum snéru þær leiknum. Danka Podovac fékk sendingu inn fyrir vörn Valskvenna á 43. mínútu og skaut boltanum í báðar stangirnar og út. Rakel Hönnudóttir var fyrst að átta sig og fylgdi eftir og jafnaði metin. Þór/KA komst síðan yfir einni mínútu síðar þegar Rakel Logadóttir komst ein inn fyrir og renndi boltanum til vinstri þar sem Danka átti ekki í erfiðleikum með að klára færið. 2-1 í hálfleik nokkurn vegin gegn gangi leiksins. Seinni hálfleikurinn hófst einnig fjörlega eins og þeir fyrri og á 51. mínútu náðu Valskonur að jafna metin. Hallbera Guðný tók þá hornspyrnu og reyndist Kristín Ýr Bjarnadóttir sterkust í loftinu á fjærstönginni. Á 59. mínútu komst Hallbera Guðný inn fyrir bakvörð heimamanna þar sem hún var ein á auðum sjó. Berglind Magnúsdóttir í markinu sá við henni með frábærri markvörslu. fimm mínútum síður átti Hallbera gullfallegt skot af um 30 metra færi sem small í slánni og niður. Síðustu 25 mínúturnar voru síðan að mestu háðar á vallarhelmingi Þórs/KA þar sem Valskonur óðu í færum. Vörn heimamanna hélt þó að mestu og varði Berglind í markinu oft á tíðum mjög vel. Sóknarþungi Valskvenna bar árangur. Á 88. mínútu náði Dagný Brynjarsdóttir að skora eftir eina af fjölmörgum hornspyrnum þeirra í leiknum. Þrem mínútum seinna náði síðan Hallbera Guðný að prjóna sig í gegnum vörn heimamanna og gera út af leiknum með hnitmiðuðu skoti. Lokastaðan varð 4-2. Sanngjörn sigur Valskvenna. Dragan Stojanovic, þjálfari Þórs var að vonum súr eftir leikinn: „Lokastaðan gefur ekki rétta mynd af leiknum. Í stöðunni 2-2 hefðum við getað skorað og þá hefðum við kannski unnið leikinn. Svona er fótboltinn, fáum dauðafæri og klúðrum og fáum svo mark í bakið" Freyr Alexandersson, þjálfari Vals var hinsvegar á öðru máli: „Leikurinn spilaðist nákvæmlega eftir leikskipulaginu. Við vorum búin að skoða þeirra leik mjög vel. Við höfðum trú á okkar leikskipulagi og héldum haus og það skilaði sér í lokin". Aðspurður um mörkin í lok fyrri hálfleiks sem Valsvörnin fékk á sig sagði Freyr: Mörkin sem Þór/KA skorar má skrifast á kæruleysi, einbeitingarleysi og óheppni. Við missum boltann á hættulegum stöðum og þær refsa grimmilega enda með frábæra sóknarmenn. Í stöðunni 2-2 og lítið búið af leiknum urðum við bara að halda haus og það gekk". „Það gengur ekki að kýla boltanum fram á móti Val, við vitum það. Við hefðum átt að gera miklu meira af því að spila boltanum innan liðsins. Þegar við náðum upp spili komu færin okkar.“ Sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, miðjumaður Þór/KA. „Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem við fáum á okkur mark snemma á móti Val, við vitum að þær byrja af fullum krafti. Við töluðum um það fyrir leik að vera varkár fyrstu fimmtán mínúturnar en einhvern veginn gekk það ekki," sagði Arna. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Þór/KA tók á móti Íslandsmeisturum Vals í 4. umferð Pepsí deildar kvenna á Þórsvelli í kvöld í blíðskaparverðri. Fyrir umferðina var Valur með níu stig á toppi deildarinnar en Þór/KA í öðru sæti með sjö stig. Valskonur voru mun sterkari í fyrri hálfleik og réðu lögum og lofum á miðjunni. Þær Hallbera Guðný Gísladóttir, Rakel Logadóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir voru mjög ógnandi og áttu varnarmenn Þórs/KA í stökustu vandræðum með þær allan fyrri hálfleikinn. Strax dró til tíðinda á 6. mínútu leiksins þegar Dóra maría Lárusdóttir fékk boltann fyrir utan vítateig eftir klafs í teig heimamanna. Hún renndi boltanum út til hægri á Rakel Logadóttur sem gerði sér lítið fyrir og hamraði boltann upp í hornið fjær, óverjandi fyrir Berglindi Magnúsdóttur í marki Þórs/KA. Stórglæsilegt mark og meistararnir frá því í fyrra komnir yfir. Eftir markið áttu Valskonur nokkur tækifæri og hefðu hæglega getað bætt við mörkum. Heimamenn komust þó betur inn í leikinn síðustu tíu mínútur hálfleiksins og á síðustu tveim mínútum snéru þær leiknum. Danka Podovac fékk sendingu inn fyrir vörn Valskvenna á 43. mínútu og skaut boltanum í báðar stangirnar og út. Rakel Hönnudóttir var fyrst að átta sig og fylgdi eftir og jafnaði metin. Þór/KA komst síðan yfir einni mínútu síðar þegar Rakel Logadóttir komst ein inn fyrir og renndi boltanum til vinstri þar sem Danka átti ekki í erfiðleikum með að klára færið. 2-1 í hálfleik nokkurn vegin gegn gangi leiksins. Seinni hálfleikurinn hófst einnig fjörlega eins og þeir fyrri og á 51. mínútu náðu Valskonur að jafna metin. Hallbera Guðný tók þá hornspyrnu og reyndist Kristín Ýr Bjarnadóttir sterkust í loftinu á fjærstönginni. Á 59. mínútu komst Hallbera Guðný inn fyrir bakvörð heimamanna þar sem hún var ein á auðum sjó. Berglind Magnúsdóttir í markinu sá við henni með frábærri markvörslu. fimm mínútum síður átti Hallbera gullfallegt skot af um 30 metra færi sem small í slánni og niður. Síðustu 25 mínúturnar voru síðan að mestu háðar á vallarhelmingi Þórs/KA þar sem Valskonur óðu í færum. Vörn heimamanna hélt þó að mestu og varði Berglind í markinu oft á tíðum mjög vel. Sóknarþungi Valskvenna bar árangur. Á 88. mínútu náði Dagný Brynjarsdóttir að skora eftir eina af fjölmörgum hornspyrnum þeirra í leiknum. Þrem mínútum seinna náði síðan Hallbera Guðný að prjóna sig í gegnum vörn heimamanna og gera út af leiknum með hnitmiðuðu skoti. Lokastaðan varð 4-2. Sanngjörn sigur Valskvenna. Dragan Stojanovic, þjálfari Þórs var að vonum súr eftir leikinn: „Lokastaðan gefur ekki rétta mynd af leiknum. Í stöðunni 2-2 hefðum við getað skorað og þá hefðum við kannski unnið leikinn. Svona er fótboltinn, fáum dauðafæri og klúðrum og fáum svo mark í bakið" Freyr Alexandersson, þjálfari Vals var hinsvegar á öðru máli: „Leikurinn spilaðist nákvæmlega eftir leikskipulaginu. Við vorum búin að skoða þeirra leik mjög vel. Við höfðum trú á okkar leikskipulagi og héldum haus og það skilaði sér í lokin". Aðspurður um mörkin í lok fyrri hálfleiks sem Valsvörnin fékk á sig sagði Freyr: Mörkin sem Þór/KA skorar má skrifast á kæruleysi, einbeitingarleysi og óheppni. Við missum boltann á hættulegum stöðum og þær refsa grimmilega enda með frábæra sóknarmenn. Í stöðunni 2-2 og lítið búið af leiknum urðum við bara að halda haus og það gekk". „Það gengur ekki að kýla boltanum fram á móti Val, við vitum það. Við hefðum átt að gera miklu meira af því að spila boltanum innan liðsins. Þegar við náðum upp spili komu færin okkar.“ Sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, miðjumaður Þór/KA. „Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem við fáum á okkur mark snemma á móti Val, við vitum að þær byrja af fullum krafti. Við töluðum um það fyrir leik að vera varkár fyrstu fimmtán mínúturnar en einhvern veginn gekk það ekki," sagði Arna.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira