Button: Besti tími lífs míns 20. apríl 2010 15:33 Jenson Button og kærasta hans Jessica Mishibata hafa fagnað tveimur sigrum í Formúlu 1, en hún hefur verið á svæðinu í báðum mótum. Mynd: Getty Images Bretinn Jenson Button segir að upplifun sín í Formúlu 1 síðustu mánuði sé sannkallað blómaskeið í lífi hans og hann njóti sín enn betur en í fyrra, en þá varð hann meistari. Hann vann kínverska kappaksturinn um helgina. "Síðasta ár var magnað og reynslan af því að vinna sex mót og að berjast um titilinn í lokin og vinna loks titilinn var sérstök upplifun. Ég vann titilinn og það var alltaf markmið mitt. Á þessu ári hef ég unnið tvö mót af fjórum og þetta er besti tími lífs míns", sagði Button í umfjöllun á autosport.com. "En ég veit jafnframt að næstu 15 mót verða engin barnaleikur. Hvert einasta mót verður erfitt, ólíkt því sem var í fyrstu þremur mótunum í fyrra. Þá vorum við með besta bílinn (Brawn). "Mótið um helgina er það fjórða sem Red Bull var með fljótan bíl. Við höfum verið að elta hraða þeirra, en samt með forystu í stigamótinu, sem er undarleg staða. Ég er hungraður í að bæta bílinn og bæta getuna í tímatökum og við teljum að við getum gert betur hvað þetta atriði varðar." "Við erum allir í titilbaráttu, en það var megin markmið hjá mér að finnast ég hluti af McLaren liðinu. Svo er næsta skref að bíllinn verði hluti af mér og henti mínum akstursstíl. En það er frábært að hafa unnið tvo sigra", sagði Button. Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Jenson Button segir að upplifun sín í Formúlu 1 síðustu mánuði sé sannkallað blómaskeið í lífi hans og hann njóti sín enn betur en í fyrra, en þá varð hann meistari. Hann vann kínverska kappaksturinn um helgina. "Síðasta ár var magnað og reynslan af því að vinna sex mót og að berjast um titilinn í lokin og vinna loks titilinn var sérstök upplifun. Ég vann titilinn og það var alltaf markmið mitt. Á þessu ári hef ég unnið tvö mót af fjórum og þetta er besti tími lífs míns", sagði Button í umfjöllun á autosport.com. "En ég veit jafnframt að næstu 15 mót verða engin barnaleikur. Hvert einasta mót verður erfitt, ólíkt því sem var í fyrstu þremur mótunum í fyrra. Þá vorum við með besta bílinn (Brawn). "Mótið um helgina er það fjórða sem Red Bull var með fljótan bíl. Við höfum verið að elta hraða þeirra, en samt með forystu í stigamótinu, sem er undarleg staða. Ég er hungraður í að bæta bílinn og bæta getuna í tímatökum og við teljum að við getum gert betur hvað þetta atriði varðar." "Við erum allir í titilbaráttu, en það var megin markmið hjá mér að finnast ég hluti af McLaren liðinu. Svo er næsta skref að bíllinn verði hluti af mér og henti mínum akstursstíl. En það er frábært að hafa unnið tvo sigra", sagði Button.
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira