Magnús Árni Magnússon: „Sjö háskóla“ spurningin Magnús Árni Magnússon skrifar 27. maí 2010 09:19 Er ekki fáránlegt fyrir 300 þúsund manna þjóð að halda úti sjö háskólum?" er algeng spurning í umræðunni í dag og svarið „jú" blasir við - þrátt fyrir að höfðatölulega séð sé staðan 7 háskólastofnanir fyrir 300 þúsund manns ekki fjarri því sem er í Bandaríkjunum, þar sem bestu háskólar heims eru starfræktir. Þetta er þó ólíkt því sem er í Evrópu, sem hefur ekki náð vopnum sínum enn í alþjóðlegum háskólasamanburði. „Sjö-háskóla" spurningin er hins vegar talsvert villandi. Í rauninni mætti líkja henni við að spurt sé „er ekki fáránlegt að 300 þúsund manna þjóð skuli halda úti námi á öll hljóðfæri sem leikið er á í sinfóníuhljómsveit? Er ekki nóg að kenna á málmblásturshljóðfærin og gera það vel?" Staðreynd málsins er sú að þessir sjö háskólar eru ekki ljósrit hver af öðrum. Flestir eru þeir afar sérhæfðar stofnanir sem leggja megináherslu á fáar greinar og mismunandi kennslufræði. Fæstar þeirra hafa dottið niður úr skýjunum á allra síðustu árum. Flestar eiga áratuga starf að baki og ein þeirra getur rakið sögu sína (með góðum vilja) allt aftur til ársins 1106! Þær hafa hins vegar á umliðnum áratugum fært nám sitt upp á háskólastig samkvæmt kröfum tímans, rétt eins og stofnun sú sem hlaut nafnið Háskóli Íslands gerði árið 1911. Eins eru sumar þeirra til komnar fyrir umfangsmiklar sameiningar fjölbreyttra fagskóla og síðasta áratuginn hefur háskólastofnunum í raun fækkað, en ekki fjölgað. Fjölbreytt nám Stundum er spurt í framhaldi af „sjö-háskóla" spurningunni hvort það sé ekki út í hött að kenna viðskiptafræði á fjórum stöðum á Íslandi. Ef við vörpum kastljósinu á þau fög sem sannarlega eru kennd í fleiri en einum háskóla á Íslandi - viðskiptafræði, lögfræði og verkfræði, þá er þar um að ræða vinsæl fög sem ekkert er athugavert við að margir fari í gegnum í nútímasamfélagi. Hagnýt og fræðileg þekking á því sem tengist ástundun viðskipta, er afar hagfelld fyrir samfélagið og viðskiptalífið, burt séð frá þeirri gagnrýni sem slíkt nám hefur setið undir að undanförnu og í sjálfu sér ekki óeðlilegt að það nám sé í boði víðar en í einni stofnun. Að sama skapi er alltaf þörf fyrir lögfræðinga og það fyrirkomulag sem tíðkaðist hér í áratugi, að meina nema 30-60 manns að hefja nám í lögfræði ár hvert, var í grunninn ekki til annars en að búa til einsleita valdaelítu. Almenn lögfræðiþekking er forsenda virks lýðræðis og eflingar borgararéttinda fjöldans. Lengi hefur líka verið talað um að efla þyrfti verkmenntun á Íslandi og það þarf ekki að fylgjast lengi með því sem er að gerast í HR til að sjá að þar er verið að vinna fyrsta flokks starf. Menntunarsprenging Staðan er sú að undanfarin 20 ár hefur orðið menntunarsprenging á Íslandi og er það vel. Það er fjarri því að „fjölgun háskólanna hafi verið tilraun sem mistókst", eins og fv. landlæknir hélt fram í Fréttablaðinu nýlega. Þvert á móti hníga mörg rök að því að uppfærsla fagskólanna á háskólastig hafi tekist með eindæmum vel. Skólarnir hafa eflst mikið fræðilega, valkostir fólks sem vill fara í nám eru fjölbreyttir og spennandi. Háskólanám er hægt að stunda með mismunandi hætti frameftir öllum aldri víða um landið og aldrei hafa verið stundaðar öflugri rannsóknir á Íslandi en í dag. Í þeim fræðigreinum þar sem um samkeppni hefur verið að ræða hefur hún tvímælalaust verið til góðs. Ekki einu sinni lagadeild Háskóla Íslands mun bera á móti því að sú samkeppni sem Bifröst efndi til í laganámi með því að brydda upp á námi í viðskiptalögfræði árið 2001 (HR og HA fylgdu í kjölfarið), hafi gert annað en að efla laganámið við Háskóla Íslands, en laganám á Íslandi mátti sannarlega við hressi¬¬legri uppfærslu í byrjun þessarar aldar. Stígum varlega til jarðar Nú leita menn logandi ljósi að tækifærum til hagræðingar í ríkisrekstri og er það bæði þarft og skynsamlegt. Þar þarf þó að stíga varlega til jarðar og á það við í háskólamálum eins og öðrum viðkvæmum málaflokkum. Það þarf að varast að eyðileggja þann árangur sem þegar hefur náðst í íslensku háskólasamfélagi með vanhugsuðum aðgerðum í átt til sameiningar eða lokunar skólastofnana, sem vandséð er hvaða hagræðingu skilar, enda hverfur kostnaðurinn við þá nemendur sem þegar eru í námi, ekki við það að sameina eða leggja niður skóla. Kostnaður ríkisins við nemendur í t.d. HR og Bifröst er ekki hærri en hann myndi vera við Háskóla Íslands. Það er síðan annað mál að vissulega má gera betur í því að efla samstarf íslenskra háskóla. Það er líka alls ekki ólíklegt að hið aukna samstarf kunni í einhverjum tilfellum að leiða til frekari sameiningar háskólastofnana á Íslandi, eins og þegar hafa farið fram þreifingar um. Það er sjálfsagt til of mikils mælst að ætlast til hófstillingar og umhugsunar í almennri umræðu eftir þær hremmingar sem þjóðin hefur gengið í gegnum undanfarin misseri og í ljósi þess tröllaukna vanda sem hún stendur frammi fyrir. Það er hins vegar von mín að fólkið sem um vélar hugsi málið alla leið og taki ekki hugsunarlaust undir „sjö-háskóla" spurninguna eins og þar sé að finna helstu lausnina á fjárhagsvanda ríkissjóðs. Höfundur er verðandi rektor Háskólans á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Er ekki fáránlegt fyrir 300 þúsund manna þjóð að halda úti sjö háskólum?" er algeng spurning í umræðunni í dag og svarið „jú" blasir við - þrátt fyrir að höfðatölulega séð sé staðan 7 háskólastofnanir fyrir 300 þúsund manns ekki fjarri því sem er í Bandaríkjunum, þar sem bestu háskólar heims eru starfræktir. Þetta er þó ólíkt því sem er í Evrópu, sem hefur ekki náð vopnum sínum enn í alþjóðlegum háskólasamanburði. „Sjö-háskóla" spurningin er hins vegar talsvert villandi. Í rauninni mætti líkja henni við að spurt sé „er ekki fáránlegt að 300 þúsund manna þjóð skuli halda úti námi á öll hljóðfæri sem leikið er á í sinfóníuhljómsveit? Er ekki nóg að kenna á málmblásturshljóðfærin og gera það vel?" Staðreynd málsins er sú að þessir sjö háskólar eru ekki ljósrit hver af öðrum. Flestir eru þeir afar sérhæfðar stofnanir sem leggja megináherslu á fáar greinar og mismunandi kennslufræði. Fæstar þeirra hafa dottið niður úr skýjunum á allra síðustu árum. Flestar eiga áratuga starf að baki og ein þeirra getur rakið sögu sína (með góðum vilja) allt aftur til ársins 1106! Þær hafa hins vegar á umliðnum áratugum fært nám sitt upp á háskólastig samkvæmt kröfum tímans, rétt eins og stofnun sú sem hlaut nafnið Háskóli Íslands gerði árið 1911. Eins eru sumar þeirra til komnar fyrir umfangsmiklar sameiningar fjölbreyttra fagskóla og síðasta áratuginn hefur háskólastofnunum í raun fækkað, en ekki fjölgað. Fjölbreytt nám Stundum er spurt í framhaldi af „sjö-háskóla" spurningunni hvort það sé ekki út í hött að kenna viðskiptafræði á fjórum stöðum á Íslandi. Ef við vörpum kastljósinu á þau fög sem sannarlega eru kennd í fleiri en einum háskóla á Íslandi - viðskiptafræði, lögfræði og verkfræði, þá er þar um að ræða vinsæl fög sem ekkert er athugavert við að margir fari í gegnum í nútímasamfélagi. Hagnýt og fræðileg þekking á því sem tengist ástundun viðskipta, er afar hagfelld fyrir samfélagið og viðskiptalífið, burt séð frá þeirri gagnrýni sem slíkt nám hefur setið undir að undanförnu og í sjálfu sér ekki óeðlilegt að það nám sé í boði víðar en í einni stofnun. Að sama skapi er alltaf þörf fyrir lögfræðinga og það fyrirkomulag sem tíðkaðist hér í áratugi, að meina nema 30-60 manns að hefja nám í lögfræði ár hvert, var í grunninn ekki til annars en að búa til einsleita valdaelítu. Almenn lögfræðiþekking er forsenda virks lýðræðis og eflingar borgararéttinda fjöldans. Lengi hefur líka verið talað um að efla þyrfti verkmenntun á Íslandi og það þarf ekki að fylgjast lengi með því sem er að gerast í HR til að sjá að þar er verið að vinna fyrsta flokks starf. Menntunarsprenging Staðan er sú að undanfarin 20 ár hefur orðið menntunarsprenging á Íslandi og er það vel. Það er fjarri því að „fjölgun háskólanna hafi verið tilraun sem mistókst", eins og fv. landlæknir hélt fram í Fréttablaðinu nýlega. Þvert á móti hníga mörg rök að því að uppfærsla fagskólanna á háskólastig hafi tekist með eindæmum vel. Skólarnir hafa eflst mikið fræðilega, valkostir fólks sem vill fara í nám eru fjölbreyttir og spennandi. Háskólanám er hægt að stunda með mismunandi hætti frameftir öllum aldri víða um landið og aldrei hafa verið stundaðar öflugri rannsóknir á Íslandi en í dag. Í þeim fræðigreinum þar sem um samkeppni hefur verið að ræða hefur hún tvímælalaust verið til góðs. Ekki einu sinni lagadeild Háskóla Íslands mun bera á móti því að sú samkeppni sem Bifröst efndi til í laganámi með því að brydda upp á námi í viðskiptalögfræði árið 2001 (HR og HA fylgdu í kjölfarið), hafi gert annað en að efla laganámið við Háskóla Íslands, en laganám á Íslandi mátti sannarlega við hressi¬¬legri uppfærslu í byrjun þessarar aldar. Stígum varlega til jarðar Nú leita menn logandi ljósi að tækifærum til hagræðingar í ríkisrekstri og er það bæði þarft og skynsamlegt. Þar þarf þó að stíga varlega til jarðar og á það við í háskólamálum eins og öðrum viðkvæmum málaflokkum. Það þarf að varast að eyðileggja þann árangur sem þegar hefur náðst í íslensku háskólasamfélagi með vanhugsuðum aðgerðum í átt til sameiningar eða lokunar skólastofnana, sem vandséð er hvaða hagræðingu skilar, enda hverfur kostnaðurinn við þá nemendur sem þegar eru í námi, ekki við það að sameina eða leggja niður skóla. Kostnaður ríkisins við nemendur í t.d. HR og Bifröst er ekki hærri en hann myndi vera við Háskóla Íslands. Það er síðan annað mál að vissulega má gera betur í því að efla samstarf íslenskra háskóla. Það er líka alls ekki ólíklegt að hið aukna samstarf kunni í einhverjum tilfellum að leiða til frekari sameiningar háskólastofnana á Íslandi, eins og þegar hafa farið fram þreifingar um. Það er sjálfsagt til of mikils mælst að ætlast til hófstillingar og umhugsunar í almennri umræðu eftir þær hremmingar sem þjóðin hefur gengið í gegnum undanfarin misseri og í ljósi þess tröllaukna vanda sem hún stendur frammi fyrir. Það er hins vegar von mín að fólkið sem um vélar hugsi málið alla leið og taki ekki hugsunarlaust undir „sjö-háskóla" spurninguna eins og þar sé að finna helstu lausnina á fjárhagsvanda ríkissjóðs. Höfundur er verðandi rektor Háskólans á Bifröst
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun