Alþingi 22. október 2010 06:00 Stjórnarskrá Íslands segir til um verkaskiptingu Alþingis og annarra stjórnvalda: 1. gr.: Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn. 2. gr.: Alþingi og forseti fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdavaldið. Dómendur fara með dómsvaldið. Enn fremur segir um þingmenn: 48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. Því mætti gera ráð fyrir að verkgangurinn væri sá, að alþingismenn, einn eða fleiri, leggi fram hugmynd og frumdrög að lögum og ræði það við aðra þingmenn. Eftir efni, gæti verið að ein af fastanefndum þingsins fjallaði um frumvarpið. Síðan færi það til 1. umræðu og svo áfram til 2. umræðu. Þingmenn gætu kallað eftir rannsóknum. Í dag er líklegra að ráðherra feli lögfræðingum í ráðuneyti sínu að semja frumvarp. Síðan er fjallað um það í þingflokki ráðherrans. Eftir það ber ráðherrann það undir ríkisstjórnina. Því næst er það tekið til umræðu í þingflokki samstarfsflokksins í ríkisstjórn. Eftir það sjá þessir tveir þingflokkar um að frumvarpið verði að lögum. Þó þingmenn stjórnarandstöðu beri fram fyrirspurnir, leggi fram breytingar- eða frávísunartillögur, verða lögin samþykkt. Af þessu sést að þátttaka þingmanna er einskorðuð við umræður, fyrst innan þingflokkanna og síðan í þingsal. Svokölluð „þingmannafrumvörp" eru fá. Því er hægt að líta svo á að 2. grein stjórnarskrárinnar sem fjallar um verkaskiptingu stjórnvalda sé alltaf brotin, þegar „stjórnarfrumvörp" verða til. Sú röksemd hefur komið fram að í ráðuneytum sé þekking og reynsla sem gagnist við samningu lagafrumvarpa. Þau rök eru þó léttvæg þegar 2. grein Stjórnarskrárinnar er höfð í huga. Handhafar framkvæmdavaldins eru þeir sem eiga að framkvæma vilja Alþingis. Það er því alls ekki við hæfi að þeir setji þær reglur, sem þeir eiga sjálfir að fara eftir. Eðlilegra væri að Alþingi hefði mannafla til að aðstoða þingmenn við lagasmíð og á móti mætti fækka því starfsfólki ráðuneytanna sem nú vinnur að samningu laga. Alþingi gegnir ekki því hlutverki sem því er ætlað skv. 2. grein stjórnarskárinnar og fremur stjórnarskrárbrot í hvert sinn sem stjórnarfrumvarp verður að lögum. Alþingi Íslendinga er því ekki heilbrigt. Skoðanakannanir hafa margoft sýnt að Alþingi nýtur ekki trausts þjóðarinnar. Þetta sjúklega ástand hefur verið lengi að þróast. Tvær gagnmerkar rannsóknir hafa verið gerðar á efnahgashruninu 2008. Sú síðari var skipuð 9 þingmönnum og fjallaði um hlut Alþingis. Skýrsla um störf hennar er nýútkomin. Þar eru margar góðar úrbótatillögur og margt gagnrýnt og stundum kveðið fast að orði t.d.: "Alþingi má ekki vera verkfæri í höndum framkvæmdarvalds og oddvitaræðis." Lesendum er eindregið bent á þessa skýrslu og sérstakleg á grein 2.1.Hverjir veljast sem þingmenn?Alþingi var endurreist samkvæmt tilskipun konungs frá 1834. Þingmenn gátu verið mest 26, 20 þjóðkjörnir, en konungur gat skipað allt að sex þingmennmenn.Breytingar hafa oft verið gerðar, yfirleitt til að fjölga þingmönnum og breyta einmenningskjördæmum í tvimenniskjördæmi, en mikilsverð breyting var gerð 1915, þegar konungkjör var lagt niður, en í stað stofnað til landskjörs þingmanna.Næstu mikilvægu breytingar urðu árið 1934 þegar landskjör alþingismanna var lagt niður og þjóðkjörnum þingmönnum fjölgað úr 36 í 38. Auk þess skyldi úthlutað allt að 11 þingsætum til jöfnunar milli þingflokka svo að hver flokkur hefði þingsæti í sem fyllstu samræmi við atkvæðatölu sína við almennar kosningar. Í þau sæti var 11 frambjóðendum, sem hlutu ekki kosningu í kjördæmum, raðað eftir ákveðnum reglum og þingmennirnir nefndir landskjörnir.Árið 1959 var kjördæmaskipun gjörbreytt. Þingmönnum var fjölgað í 60 og landinu skipt í átta kjördæmi. 25 þingmenn skyldu kosnir hlutbundinni kosningu, listakosningu, í fimm manna kjördæmum, 12 þingmenn skyldu kosnir hlutbundinni kosningu í sex manna kjördæmum. 12 þingmenn skyldu kosnir hlutbundinni kosningu í Reykjavík. 11 landskjörnir þingmenn bættust síðan við til jöfnunar milli þingflokka.Ì rúm 60 àr hafa allir alþingismenn hlotið kosningu einungis vegna þess að á skrifstofu stjórnmálaflokks var nafni þeirra raðað í „öruggt" sæti á lista flokksins. Af því leiðir að trúnaður þeirra er ekki við samviskuna, ekki við stjórnarskrána og ekki einu sinn við þjóðina, heldur við flokkinn. Það má halda því fram að þetta sé ein aðal orsök heilsuleysis Alþingis.Lækningin hlýtur að beinast að því rjúfa þetta vald flokkanna og koma kjörinu aftur til þjóðarinnar. Beinast virðist liggja fyrir að skipta landinu í einmenningskjördæmi, t.d. 30. Breytingin í einmenningskjördæmi, ein sér, nægir tæplega til að hnekkja valdi stjórnmálaflokkanna nægilegs. Fleira þarf að koma til og má m.a. benda á eftirfarandi:Kosningar til Alþingis eru nú að 4 ára fresti. Kosningar í öllum kjördæmum að fjögurra ára fresti eru heppilegar fyrir áróðursvélar flokkanna vegna þess að á vikunum fyrir kjördag eru allir kjósendur landsins að ákveða meðferð atkvæðis síns. Til að breyta þessu má hafa kosningar hvenær sem þingsæti losnar. Ennfremur má hafa kjörtímann mislangan til að kosningar dreifist enn meir.Upplýsingar um þróun kosningafyrirkomulags eru úr Skýrslu forsætisráðherra um endurskoðun á kjördæmaskipun og tilhögun kosninga til Alþingis sem var lögð fyrir Alþingi á 123. löggjafarþingi 1998-99. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen skrifar Skoðun VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarskrá Íslands segir til um verkaskiptingu Alþingis og annarra stjórnvalda: 1. gr.: Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn. 2. gr.: Alþingi og forseti fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdavaldið. Dómendur fara með dómsvaldið. Enn fremur segir um þingmenn: 48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. Því mætti gera ráð fyrir að verkgangurinn væri sá, að alþingismenn, einn eða fleiri, leggi fram hugmynd og frumdrög að lögum og ræði það við aðra þingmenn. Eftir efni, gæti verið að ein af fastanefndum þingsins fjallaði um frumvarpið. Síðan færi það til 1. umræðu og svo áfram til 2. umræðu. Þingmenn gætu kallað eftir rannsóknum. Í dag er líklegra að ráðherra feli lögfræðingum í ráðuneyti sínu að semja frumvarp. Síðan er fjallað um það í þingflokki ráðherrans. Eftir það ber ráðherrann það undir ríkisstjórnina. Því næst er það tekið til umræðu í þingflokki samstarfsflokksins í ríkisstjórn. Eftir það sjá þessir tveir þingflokkar um að frumvarpið verði að lögum. Þó þingmenn stjórnarandstöðu beri fram fyrirspurnir, leggi fram breytingar- eða frávísunartillögur, verða lögin samþykkt. Af þessu sést að þátttaka þingmanna er einskorðuð við umræður, fyrst innan þingflokkanna og síðan í þingsal. Svokölluð „þingmannafrumvörp" eru fá. Því er hægt að líta svo á að 2. grein stjórnarskrárinnar sem fjallar um verkaskiptingu stjórnvalda sé alltaf brotin, þegar „stjórnarfrumvörp" verða til. Sú röksemd hefur komið fram að í ráðuneytum sé þekking og reynsla sem gagnist við samningu lagafrumvarpa. Þau rök eru þó léttvæg þegar 2. grein Stjórnarskrárinnar er höfð í huga. Handhafar framkvæmdavaldins eru þeir sem eiga að framkvæma vilja Alþingis. Það er því alls ekki við hæfi að þeir setji þær reglur, sem þeir eiga sjálfir að fara eftir. Eðlilegra væri að Alþingi hefði mannafla til að aðstoða þingmenn við lagasmíð og á móti mætti fækka því starfsfólki ráðuneytanna sem nú vinnur að samningu laga. Alþingi gegnir ekki því hlutverki sem því er ætlað skv. 2. grein stjórnarskárinnar og fremur stjórnarskrárbrot í hvert sinn sem stjórnarfrumvarp verður að lögum. Alþingi Íslendinga er því ekki heilbrigt. Skoðanakannanir hafa margoft sýnt að Alþingi nýtur ekki trausts þjóðarinnar. Þetta sjúklega ástand hefur verið lengi að þróast. Tvær gagnmerkar rannsóknir hafa verið gerðar á efnahgashruninu 2008. Sú síðari var skipuð 9 þingmönnum og fjallaði um hlut Alþingis. Skýrsla um störf hennar er nýútkomin. Þar eru margar góðar úrbótatillögur og margt gagnrýnt og stundum kveðið fast að orði t.d.: "Alþingi má ekki vera verkfæri í höndum framkvæmdarvalds og oddvitaræðis." Lesendum er eindregið bent á þessa skýrslu og sérstakleg á grein 2.1.Hverjir veljast sem þingmenn?Alþingi var endurreist samkvæmt tilskipun konungs frá 1834. Þingmenn gátu verið mest 26, 20 þjóðkjörnir, en konungur gat skipað allt að sex þingmennmenn.Breytingar hafa oft verið gerðar, yfirleitt til að fjölga þingmönnum og breyta einmenningskjördæmum í tvimenniskjördæmi, en mikilsverð breyting var gerð 1915, þegar konungkjör var lagt niður, en í stað stofnað til landskjörs þingmanna.Næstu mikilvægu breytingar urðu árið 1934 þegar landskjör alþingismanna var lagt niður og þjóðkjörnum þingmönnum fjölgað úr 36 í 38. Auk þess skyldi úthlutað allt að 11 þingsætum til jöfnunar milli þingflokka svo að hver flokkur hefði þingsæti í sem fyllstu samræmi við atkvæðatölu sína við almennar kosningar. Í þau sæti var 11 frambjóðendum, sem hlutu ekki kosningu í kjördæmum, raðað eftir ákveðnum reglum og þingmennirnir nefndir landskjörnir.Árið 1959 var kjördæmaskipun gjörbreytt. Þingmönnum var fjölgað í 60 og landinu skipt í átta kjördæmi. 25 þingmenn skyldu kosnir hlutbundinni kosningu, listakosningu, í fimm manna kjördæmum, 12 þingmenn skyldu kosnir hlutbundinni kosningu í sex manna kjördæmum. 12 þingmenn skyldu kosnir hlutbundinni kosningu í Reykjavík. 11 landskjörnir þingmenn bættust síðan við til jöfnunar milli þingflokka.Ì rúm 60 àr hafa allir alþingismenn hlotið kosningu einungis vegna þess að á skrifstofu stjórnmálaflokks var nafni þeirra raðað í „öruggt" sæti á lista flokksins. Af því leiðir að trúnaður þeirra er ekki við samviskuna, ekki við stjórnarskrána og ekki einu sinn við þjóðina, heldur við flokkinn. Það má halda því fram að þetta sé ein aðal orsök heilsuleysis Alþingis.Lækningin hlýtur að beinast að því rjúfa þetta vald flokkanna og koma kjörinu aftur til þjóðarinnar. Beinast virðist liggja fyrir að skipta landinu í einmenningskjördæmi, t.d. 30. Breytingin í einmenningskjördæmi, ein sér, nægir tæplega til að hnekkja valdi stjórnmálaflokkanna nægilegs. Fleira þarf að koma til og má m.a. benda á eftirfarandi:Kosningar til Alþingis eru nú að 4 ára fresti. Kosningar í öllum kjördæmum að fjögurra ára fresti eru heppilegar fyrir áróðursvélar flokkanna vegna þess að á vikunum fyrir kjördag eru allir kjósendur landsins að ákveða meðferð atkvæðis síns. Til að breyta þessu má hafa kosningar hvenær sem þingsæti losnar. Ennfremur má hafa kjörtímann mislangan til að kosningar dreifist enn meir.Upplýsingar um þróun kosningafyrirkomulags eru úr Skýrslu forsætisráðherra um endurskoðun á kjördæmaskipun og tilhögun kosninga til Alþingis sem var lögð fyrir Alþingi á 123. löggjafarþingi 1998-99.
Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun