Utanvegaakstur: Má eitthvað betur fara? 22. janúar 2010 06:00 Ari Trausti Guðmundsson skrifar um utanvegaakstur. Óbyggðaferðir hafa breyst gríðarlega á 30-40 árum. Þau okkar sem hændust að útivist á árabilinu 1960-1970 muna hvernig var. Fáeinar þúsundir stunduðu göngu-, fjalla- og jöklaferðir og erlendir ferðamenn í sömu sporum voru vart fleiri. Á hálendinu (yfir 400 metrum – um helmingur landsins – ferningur 200-250 km á hlið) notuðu menn fætur, skíði, óbreytta jeppa, gamla herbeltabíla og fjórhjóladrifsrútur til að komast um. Engin sérstök afþreying var í boði og fjallaskálar helmingi færri en nú. Á þessum tíma var jarðýtum beitt til að leggja, leyfislaust eða með samþykki landeiganda einna, vegi og slóða eftir þörf, áhugamáli, eða einhverri hugdettu. Enn fremur varð til töluvert af óruddum slóðum með endurteknum utanvegaakstri en ökutækin ekki öflug og fá. Hvort tveggja takmarkaði tilfallandi slóða en á móti kom að eðlilegt þótti að ryðja jeppavegi um afrétti vegna smölunar eða til að komast á veiðistaði. Utanvegaakstur var ekkert tiltökumál og landi hvergi hlíft ef svo bar undir. Allt þetta eru staðreyndir sem margir kannast við og engin eftirsjá að neinu.Það sem varð Breytingarnar næstu áratugina urðu mjög hraðar, einkum eftir 1990. Þær hafa falið í sér eða leitt til að tugþúsundir Íslendinga leggja nú leiðir sinar um óbyggðir og fjöll. Mörg þúsund ökutæki, þ.e. breyttir jeppar, venjulegir jeppar, vélsleðar, torfæruvélhjól og fjórhjól eru notuð meira eða minna allt árið á þessum sömu landsvæðum, trúlega vel yfir 10.000 gangfær eintök, að slepptum venjulegum jeppum. Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað úr innan við 100.000 í yfir 500.000. Hluti þeirra velur sér óbyggðaferðir og margir vilja aka einhverjum tækjum eða láta aka sér. Samhliða þessu fjölgar íverustöðum, sumir hálendisveganna hafa batnað, nýir vegir og slóðar komið til sögu og tölvert er um að endurtekinn utanvegaakstur myndi nýja slóða. Einhverjir ökumenn taka sér það ákvörðurnarvald. Sjálfur hef ég fylgst með slíku og veit að sumum ökumanninum þykir þetta eðlilegt, t.d. vegna þess að hann hafi auðvitað sama rétt og sauðkindur eða reiðmenn. Vega- og slóðanetið er þéttara en margir halda. Mig grunar að þéttleikinn sé einsdæmi í iðnríki, á jafn litlu landsvæði og um ræðir. Okkur vantar ekki meira.Snaraukið álag Ekki þarf mikið ímyndunarafl til að skynja hve álag á þennan óbyggða helming Íslands hefur aukist. Á þetta við bæði ógróið eða gróið land (um fimmtungur óbyggða). Við því þarf að bregðast af skynsemi. Viðbrögðin eru fólgin í úrbótum í umhverfisvitund, reglum, skipulagi og eftirliti. Ella leiðir ástandið til ósjálfbærrar útivistar og ferðamennsku, auk þess sem landið verður að athlægi meðal þjóða. Viðbrögðin krefjast skráningar leiða, umræðu, stefnumótunar um hvaða leiðir eru fyrir hverja og hvar, og loks ákvarðana, í samráði við þá sem nýta landið. Í þeim vendingum er tilgangslaust að spyrja eins og Jakob Þór Guðbjartsson formaður Ferða- og útivistarfélagsins Slóðavina í Fréttablaðinu fyrir skömmu: “Er vélhjólafólk vont fólk?” eða skrifa á neikvæðum nótum um takmarkanir Umhverfisráðuneytisins á aðgengi ferðafólks að náttúrunni. Þorvarður Ingi Þorbjörnsson formaður samtaka ökumanna á stórum jeppum í ferðaþjónustu ritar málefnalegar en ræðir þó um myndun nýrra slóða. Hann kallar eðlilega eftir skipulagningu þessa akstursþjónustu. Ólíkar aðstæður kalla á ólíkar aðferðir við að njóta gæða hvers staðar eða landsvæðis. Það er grunnur allra skynsamlegra náttúrunytja í ferðaþjónustu og útiveru. Vissulega þarf að stýra aðgenginu. Í allri verndun felst takmörkun, jafnvel mismunun á stundum. Löngu er tímabært að við skiljum að náttúra hvers lands er ekki allragagn, hún er ekki ótakmörkuð auðlind og hún er sameign jarðarbúa að vissu marki. Stýringin felst í blöndu af fræðslu og takmarkandi (eða opnandi) reglum sem mönnum er gert skylt að halda, auk merkinga og eftirlits við hæfi.Tilgangur skiptir litlu máli Tilgangslítið er að velta vöngum yfir hverjir af þúsundunum nota ökutækin til samgangna í sinni útivist og hverjir aka af því aksturinn sjálfur, hraðinn, torfærurnar og stjórnun tækisins, er það sem veitir mesta ánægju. Báðir hópar eru til. Jafnvel er til hópur sem brúar hina. Þessi skipting er haldlítil í umræðunni. Nóg er að vita að áhrifamikill hópur ökumanna (vegna stærðar og kæruleysis) veldur tjóni, ýmist vitandi vits eða vegna fáfræði. Annars konar ferðahópar eru þar með ekki hvítþvegnir. Ég, eins og margir aðrir, hef víða ferðast bílandi eða á sleða, og ýmist notað græjuna sem samgöngutæki eða farið í ökuferð sem er ekkert annað en útsýnisferð. Þegar ég hvet ökumenn á hálendinu til að aka minna og ganga meira er mér fullkunnugt um að margir ökumenn veiða, skíða, klífa, sigla kajak o.s.frv., en veit líka að hinir sem aka akstursins eða félagsskaparins vegna teljast fjölmargir. Það hef ég margreynt og amast ekki við því en til þeirra beini ég hvatningunni sem er gerð af góðum hug. Raunar getur ólík landnýting farið saman á sumum svæðum en um nýtingu hvers svæðis þarf að verða til bærileg sátt og augljósar reglur. Deilur um hvaða áhrif dekk og akstur hafi á land eru líka tilgangslitlar. Vissulega fýkur stundum í spor, vissulega er til frostlyfting sem náir út spor, vissulega má hleypa úr dekkjum og marka varla í land en ekkert af þessu skiptir nægilega miklu máli vegna ökumannafjöldans og vegna þess hve aðstæður eru breytilegar eftir stað og tíma. Það staðfestir illa markað land utan vega, þrátt fyrir að margir fari varlega.Lítum okkur nær Skoðum landsvæði með miklu akstursálagi. Hver sá sem hefur sæmilegt yfirlit yfir Reykjanesskagann getur vitnað um hve akstur utan númeruðu veganna hefur aukist gríðarlega. Hvað stingur í augu? Ég nefni akstur um gamlar þjóðleiðir, óraskaðar skriðuhlíðar og gróðurtofur, eftir gömlum fjárgötum, eftir vatnsbökkum, milli hrauns og hlíða, yfir leirur, mýrar og mosagróin hraun, upp á hæðir og fjallstinda, eftir fjöllum og meira að segja upp næstum ófæra klettafláa. Fæst af þessu er unnt að verja. Ekki þarf t.d. nema að endurtaka akstur 10-20 sinnum á grófum dekkjum eftir gróinni fjárgötu til að grafa niður úr gróðurþekjunni svo vatn, frostlyfting og vindur hefji sitt eyðingarferli. Sannarlega getur séð illa á landi vegna göngu af því þar vantar merkingar og lagfæringar. Mörg dæmi er um að ekið sé eftir slíkum leiðum, t.d. hjá Trölladyngju og Keili. Enn eitt dæmið eru fjórhjólaslóðir út frá Djúpavatnsvegi. Svo eru tilbúnir, malarbornir göngustígar, greinilega merktir akstursbannsskiltum, afar dapurlegur kafli. Á græna svæðinu, frá Heiðmörk yfir á Hólmsheiði, er búið að aka torfæruhjólum nánast hvern einasta stíg, skemma marga þeirra, spóla upp mölinni, skera niður í jarðveginn undir með tilheyrandi aurmyndun og búa til öldur á þeim. Víða er farið út af slóðum og myndaðar rennur í gróið land eða mela, einnig á jeppum. Fljótlega hafa þeir orðið að nýjum slóðum eða hindrað gróðurframvindu. Einnig blasa við dæmi um akstur á friðuðum náttúruvættum, t.d. Eldborg við Bláfjallaveg. Þar er líka búið að mynda nýlega vélhjóla- og fjórhjólaslóða milli hrauns og hlíða svo tugum kílómetra skiptir, þrátt fyrir akstursbann utan vega í fólkvanginum. Allt er þetta nefnt hér til að styðja fullyrðingar um óhóflega umferð og til að slá á orð um að ástandið sé viðunandi. Og töluvert af ljósmyndum vitna um ástandið.Verk að vinna Hvort sem fáir eða margir bera ábyrgð á utanvegaakstri, á tilteknu svæði eða í heild, er deginum ljósara að sjálfbærar ökuleiðir utan við lagða og viðurkennda vegi geta ekki orðið til nema að umferðin verði hamin, öku-, göngu- og reiðleiðir skilgreindar og öðrum lokað, staðbundið álag haft rétt, sambýli ólíkra ferðahátta gert viðunandi, reglum, skilvirkum merkingum og fræðslu komið í siðaðra manna horf en tilgangslausu kífi um gæði ólíkra ferðahátta hætt. Þetta er ekki létt verk en verði það ekki unnið og óbreyttur akstur eykst enn verulega, breytast vinsæl hugtök um sjálfbærni í sýndarmennsku. Fyrstu skrefin eru tvö: Útivistarfólk viðurkenni að frumskógarlögmál séu allt of áberandi í íslenskri útvist og að allur þorri þeirra sem þar er virkur sjái að fólk stendur í einum og sama bátnum. Höfundur er náttúruvísindamaður og áhugamaður um útivist og fjallamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson skrifar um utanvegaakstur. Óbyggðaferðir hafa breyst gríðarlega á 30-40 árum. Þau okkar sem hændust að útivist á árabilinu 1960-1970 muna hvernig var. Fáeinar þúsundir stunduðu göngu-, fjalla- og jöklaferðir og erlendir ferðamenn í sömu sporum voru vart fleiri. Á hálendinu (yfir 400 metrum – um helmingur landsins – ferningur 200-250 km á hlið) notuðu menn fætur, skíði, óbreytta jeppa, gamla herbeltabíla og fjórhjóladrifsrútur til að komast um. Engin sérstök afþreying var í boði og fjallaskálar helmingi færri en nú. Á þessum tíma var jarðýtum beitt til að leggja, leyfislaust eða með samþykki landeiganda einna, vegi og slóða eftir þörf, áhugamáli, eða einhverri hugdettu. Enn fremur varð til töluvert af óruddum slóðum með endurteknum utanvegaakstri en ökutækin ekki öflug og fá. Hvort tveggja takmarkaði tilfallandi slóða en á móti kom að eðlilegt þótti að ryðja jeppavegi um afrétti vegna smölunar eða til að komast á veiðistaði. Utanvegaakstur var ekkert tiltökumál og landi hvergi hlíft ef svo bar undir. Allt þetta eru staðreyndir sem margir kannast við og engin eftirsjá að neinu.Það sem varð Breytingarnar næstu áratugina urðu mjög hraðar, einkum eftir 1990. Þær hafa falið í sér eða leitt til að tugþúsundir Íslendinga leggja nú leiðir sinar um óbyggðir og fjöll. Mörg þúsund ökutæki, þ.e. breyttir jeppar, venjulegir jeppar, vélsleðar, torfæruvélhjól og fjórhjól eru notuð meira eða minna allt árið á þessum sömu landsvæðum, trúlega vel yfir 10.000 gangfær eintök, að slepptum venjulegum jeppum. Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað úr innan við 100.000 í yfir 500.000. Hluti þeirra velur sér óbyggðaferðir og margir vilja aka einhverjum tækjum eða láta aka sér. Samhliða þessu fjölgar íverustöðum, sumir hálendisveganna hafa batnað, nýir vegir og slóðar komið til sögu og tölvert er um að endurtekinn utanvegaakstur myndi nýja slóða. Einhverjir ökumenn taka sér það ákvörðurnarvald. Sjálfur hef ég fylgst með slíku og veit að sumum ökumanninum þykir þetta eðlilegt, t.d. vegna þess að hann hafi auðvitað sama rétt og sauðkindur eða reiðmenn. Vega- og slóðanetið er þéttara en margir halda. Mig grunar að þéttleikinn sé einsdæmi í iðnríki, á jafn litlu landsvæði og um ræðir. Okkur vantar ekki meira.Snaraukið álag Ekki þarf mikið ímyndunarafl til að skynja hve álag á þennan óbyggða helming Íslands hefur aukist. Á þetta við bæði ógróið eða gróið land (um fimmtungur óbyggða). Við því þarf að bregðast af skynsemi. Viðbrögðin eru fólgin í úrbótum í umhverfisvitund, reglum, skipulagi og eftirliti. Ella leiðir ástandið til ósjálfbærrar útivistar og ferðamennsku, auk þess sem landið verður að athlægi meðal þjóða. Viðbrögðin krefjast skráningar leiða, umræðu, stefnumótunar um hvaða leiðir eru fyrir hverja og hvar, og loks ákvarðana, í samráði við þá sem nýta landið. Í þeim vendingum er tilgangslaust að spyrja eins og Jakob Þór Guðbjartsson formaður Ferða- og útivistarfélagsins Slóðavina í Fréttablaðinu fyrir skömmu: “Er vélhjólafólk vont fólk?” eða skrifa á neikvæðum nótum um takmarkanir Umhverfisráðuneytisins á aðgengi ferðafólks að náttúrunni. Þorvarður Ingi Þorbjörnsson formaður samtaka ökumanna á stórum jeppum í ferðaþjónustu ritar málefnalegar en ræðir þó um myndun nýrra slóða. Hann kallar eðlilega eftir skipulagningu þessa akstursþjónustu. Ólíkar aðstæður kalla á ólíkar aðferðir við að njóta gæða hvers staðar eða landsvæðis. Það er grunnur allra skynsamlegra náttúrunytja í ferðaþjónustu og útiveru. Vissulega þarf að stýra aðgenginu. Í allri verndun felst takmörkun, jafnvel mismunun á stundum. Löngu er tímabært að við skiljum að náttúra hvers lands er ekki allragagn, hún er ekki ótakmörkuð auðlind og hún er sameign jarðarbúa að vissu marki. Stýringin felst í blöndu af fræðslu og takmarkandi (eða opnandi) reglum sem mönnum er gert skylt að halda, auk merkinga og eftirlits við hæfi.Tilgangur skiptir litlu máli Tilgangslítið er að velta vöngum yfir hverjir af þúsundunum nota ökutækin til samgangna í sinni útivist og hverjir aka af því aksturinn sjálfur, hraðinn, torfærurnar og stjórnun tækisins, er það sem veitir mesta ánægju. Báðir hópar eru til. Jafnvel er til hópur sem brúar hina. Þessi skipting er haldlítil í umræðunni. Nóg er að vita að áhrifamikill hópur ökumanna (vegna stærðar og kæruleysis) veldur tjóni, ýmist vitandi vits eða vegna fáfræði. Annars konar ferðahópar eru þar með ekki hvítþvegnir. Ég, eins og margir aðrir, hef víða ferðast bílandi eða á sleða, og ýmist notað græjuna sem samgöngutæki eða farið í ökuferð sem er ekkert annað en útsýnisferð. Þegar ég hvet ökumenn á hálendinu til að aka minna og ganga meira er mér fullkunnugt um að margir ökumenn veiða, skíða, klífa, sigla kajak o.s.frv., en veit líka að hinir sem aka akstursins eða félagsskaparins vegna teljast fjölmargir. Það hef ég margreynt og amast ekki við því en til þeirra beini ég hvatningunni sem er gerð af góðum hug. Raunar getur ólík landnýting farið saman á sumum svæðum en um nýtingu hvers svæðis þarf að verða til bærileg sátt og augljósar reglur. Deilur um hvaða áhrif dekk og akstur hafi á land eru líka tilgangslitlar. Vissulega fýkur stundum í spor, vissulega er til frostlyfting sem náir út spor, vissulega má hleypa úr dekkjum og marka varla í land en ekkert af þessu skiptir nægilega miklu máli vegna ökumannafjöldans og vegna þess hve aðstæður eru breytilegar eftir stað og tíma. Það staðfestir illa markað land utan vega, þrátt fyrir að margir fari varlega.Lítum okkur nær Skoðum landsvæði með miklu akstursálagi. Hver sá sem hefur sæmilegt yfirlit yfir Reykjanesskagann getur vitnað um hve akstur utan númeruðu veganna hefur aukist gríðarlega. Hvað stingur í augu? Ég nefni akstur um gamlar þjóðleiðir, óraskaðar skriðuhlíðar og gróðurtofur, eftir gömlum fjárgötum, eftir vatnsbökkum, milli hrauns og hlíða, yfir leirur, mýrar og mosagróin hraun, upp á hæðir og fjallstinda, eftir fjöllum og meira að segja upp næstum ófæra klettafláa. Fæst af þessu er unnt að verja. Ekki þarf t.d. nema að endurtaka akstur 10-20 sinnum á grófum dekkjum eftir gróinni fjárgötu til að grafa niður úr gróðurþekjunni svo vatn, frostlyfting og vindur hefji sitt eyðingarferli. Sannarlega getur séð illa á landi vegna göngu af því þar vantar merkingar og lagfæringar. Mörg dæmi er um að ekið sé eftir slíkum leiðum, t.d. hjá Trölladyngju og Keili. Enn eitt dæmið eru fjórhjólaslóðir út frá Djúpavatnsvegi. Svo eru tilbúnir, malarbornir göngustígar, greinilega merktir akstursbannsskiltum, afar dapurlegur kafli. Á græna svæðinu, frá Heiðmörk yfir á Hólmsheiði, er búið að aka torfæruhjólum nánast hvern einasta stíg, skemma marga þeirra, spóla upp mölinni, skera niður í jarðveginn undir með tilheyrandi aurmyndun og búa til öldur á þeim. Víða er farið út af slóðum og myndaðar rennur í gróið land eða mela, einnig á jeppum. Fljótlega hafa þeir orðið að nýjum slóðum eða hindrað gróðurframvindu. Einnig blasa við dæmi um akstur á friðuðum náttúruvættum, t.d. Eldborg við Bláfjallaveg. Þar er líka búið að mynda nýlega vélhjóla- og fjórhjólaslóða milli hrauns og hlíða svo tugum kílómetra skiptir, þrátt fyrir akstursbann utan vega í fólkvanginum. Allt er þetta nefnt hér til að styðja fullyrðingar um óhóflega umferð og til að slá á orð um að ástandið sé viðunandi. Og töluvert af ljósmyndum vitna um ástandið.Verk að vinna Hvort sem fáir eða margir bera ábyrgð á utanvegaakstri, á tilteknu svæði eða í heild, er deginum ljósara að sjálfbærar ökuleiðir utan við lagða og viðurkennda vegi geta ekki orðið til nema að umferðin verði hamin, öku-, göngu- og reiðleiðir skilgreindar og öðrum lokað, staðbundið álag haft rétt, sambýli ólíkra ferðahátta gert viðunandi, reglum, skilvirkum merkingum og fræðslu komið í siðaðra manna horf en tilgangslausu kífi um gæði ólíkra ferðahátta hætt. Þetta er ekki létt verk en verði það ekki unnið og óbreyttur akstur eykst enn verulega, breytast vinsæl hugtök um sjálfbærni í sýndarmennsku. Fyrstu skrefin eru tvö: Útivistarfólk viðurkenni að frumskógarlögmál séu allt of áberandi í íslenskri útvist og að allur þorri þeirra sem þar er virkur sjái að fólk stendur í einum og sama bátnum. Höfundur er náttúruvísindamaður og áhugamaður um útivist og fjallamennsku.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun