Hanna Birna Kristjánsdóttir: Aukin þjónusta við íbúa 30. apríl 2010 09:16 Reykjavíkurborg leggur áherslu á að bæta stöðugt þjónustu við íbúa í þeirra eigin nærumhverfi. Borgaryfirvöld eru meðvituð um að þarfir íbúanna eru ólíkar eftir hverfum og þörfin fyrir hverfamiðaða þjónustu og upplýsingar er mikil. Hvert þeirra tíu hverfa sem borgina byggja, allt frá vesturbæ norður á Kjalarnes, hafa sína sérstöðu.Á undanförnum árum hafa stór skref verið stigin í þá átt að bæta nærþjónustu Reykjavíkurborgar. Öflugar þjónustumiðstöðvar tóku til starfa, hverfisráð voru sett á laggirnar í öllum hverfum, Hanskinn var tekinn upp til að hreinsa og fegra hverfin og í fyrsta sinn fengu íbúar hverfanna tækifæri til að kjósa um smærri viðhaldsverkefni og nýframkvæmdir í fjárhagsáætlun þessa árs, svo nokkur dæmi séu nefnd.Markmið borgaryfirvalda er að huga enn betur að nærþjónustu í hverju hverfi með aukinni upplýsingagjöf, bættu aðgengi og fleiri tækifærum til þátttöku í ákvörðunum er varða það sem stendur íbúum næst. Stórt skref í þessa átt var tekið með opnun tíu nýrra hverfavefja í vikunni. Þar er hægt að nálgast greinargóðar upplýsingar um þjónustu Reykjavíkurborgar í hverju hverfi fyrir sig. Hverfavefina er að finna á heimasíðunni hverfidmitt.is.Hverfavefirnir hafa einnig að geyma fróðlegar upplýsingar um íbúasamsetningu í hverju hverfi, nýlegar framkvæmdir, framkvæmdir á yfirstandandi ári, niðurstöðu íbúakosningar, hugmyndir íbúa um skipulag, hverfislöggæslu, stolt hverfanna, myndasöfn með ljósmyndum úr hverfinu, auk frétta um viðburði og tíðindi sem tengjast hverfunum.Síðast en ekki síst gefst íbúum kostur á að koma hugmyndum sínum og ábendingum um þjónustu Reykjavíkurborgar í hverfinu á framfæri í gegnum hverfavefina. Með viðkomu á þjónustumiðstöðvunum renna skilaboðin beint til viðeigandi starfsmanna innan Reykjavíkurborgar til frekari vinnslu og upplýsingamiðlunar.Opnun nýrra hverfavefja á slóðinni hverfidmitt.is er enn eitt framfaraskrefið í upplýsingamiðlun og samráði við borgarbúa. Ég vil nota tækifærið og hvetja íbúa til að nýta sér þessa nýjung, ekki aðeins til að leita upplýsinga um allt það sem í boði er í hverju hverfi, heldur ekki síður til að hafa enn frekari áhrif á ákvarðanir og aðgerðir er varða hverfin í borginni og þar með lífsgæði íbúanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg leggur áherslu á að bæta stöðugt þjónustu við íbúa í þeirra eigin nærumhverfi. Borgaryfirvöld eru meðvituð um að þarfir íbúanna eru ólíkar eftir hverfum og þörfin fyrir hverfamiðaða þjónustu og upplýsingar er mikil. Hvert þeirra tíu hverfa sem borgina byggja, allt frá vesturbæ norður á Kjalarnes, hafa sína sérstöðu.Á undanförnum árum hafa stór skref verið stigin í þá átt að bæta nærþjónustu Reykjavíkurborgar. Öflugar þjónustumiðstöðvar tóku til starfa, hverfisráð voru sett á laggirnar í öllum hverfum, Hanskinn var tekinn upp til að hreinsa og fegra hverfin og í fyrsta sinn fengu íbúar hverfanna tækifæri til að kjósa um smærri viðhaldsverkefni og nýframkvæmdir í fjárhagsáætlun þessa árs, svo nokkur dæmi séu nefnd.Markmið borgaryfirvalda er að huga enn betur að nærþjónustu í hverju hverfi með aukinni upplýsingagjöf, bættu aðgengi og fleiri tækifærum til þátttöku í ákvörðunum er varða það sem stendur íbúum næst. Stórt skref í þessa átt var tekið með opnun tíu nýrra hverfavefja í vikunni. Þar er hægt að nálgast greinargóðar upplýsingar um þjónustu Reykjavíkurborgar í hverju hverfi fyrir sig. Hverfavefina er að finna á heimasíðunni hverfidmitt.is.Hverfavefirnir hafa einnig að geyma fróðlegar upplýsingar um íbúasamsetningu í hverju hverfi, nýlegar framkvæmdir, framkvæmdir á yfirstandandi ári, niðurstöðu íbúakosningar, hugmyndir íbúa um skipulag, hverfislöggæslu, stolt hverfanna, myndasöfn með ljósmyndum úr hverfinu, auk frétta um viðburði og tíðindi sem tengjast hverfunum.Síðast en ekki síst gefst íbúum kostur á að koma hugmyndum sínum og ábendingum um þjónustu Reykjavíkurborgar í hverfinu á framfæri í gegnum hverfavefina. Með viðkomu á þjónustumiðstöðvunum renna skilaboðin beint til viðeigandi starfsmanna innan Reykjavíkurborgar til frekari vinnslu og upplýsingamiðlunar.Opnun nýrra hverfavefja á slóðinni hverfidmitt.is er enn eitt framfaraskrefið í upplýsingamiðlun og samráði við borgarbúa. Ég vil nota tækifærið og hvetja íbúa til að nýta sér þessa nýjung, ekki aðeins til að leita upplýsinga um allt það sem í boði er í hverju hverfi, heldur ekki síður til að hafa enn frekari áhrif á ákvarðanir og aðgerðir er varða hverfin í borginni og þar með lífsgæði íbúanna.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun