Kennurum fjölgaði um 43 prósent en nemum um 2,6 29. desember 2010 06:00 Myndin er úr safni. Á árunum 1998 til 2008 fjölgaði stöðugildum kennara við grunnskóla um 43 prósent og annarra starfsmanna um 63 prósent. Á sama tíma fjölgaði nemendum grunnskólanna um 2,6 prósent. Þetta kemur fram í greinargerð vinnuhóps mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um greiningu á kostnaði við rekstur grunnskóla. Í greinargerðinni er einnig horft til styttra tímabils. Á árunum 2003 til 2008 fjölgaði stöðugildum grunnskólakennara um þrettán prósent og annars starfsfólks um 6,4 prósent en nemendum fækkaði um þrjú prósent. Á sama tíma fjölgaði kennurum í framhaldsskólum um sextán prósent og framhaldsskólanemendum um sautján prósent. Fram kemur einnig að stöðugildum kennara hafi fækkað mikið á síðasta ári en þá hagræddu sveitarfélögin í rekstri vegna minnkandi tekna. Sveitarfélögin leita enn leiða til að draga úr kostnaði við rekstur grunnskólanna en hann er á bilinu 40 til 50 prósent af útgjöldum þeirra. Hafa þau lagt til að dregið verði úr kennslu og reiknast til að við það sparist um tveir milljarðar króna. Slíkar tillögur eru eitur í beinum kennaraforystunnar. Vísar hún til ábendinga útlendinga sem hvetja til aukinna útgjalda til menntunar á krepputímum. Í greinargerð vinnuhópsins eru dregnar saman ýmsar tölulegar staðreyndir, meðal annars úr nýlegri skýrslu OECD. Sýna þær að kostnaður við grunnskóla er hærri á Íslandi en í samanburðarlöndum. Telur hópurinn að skýringuna á því sé að finna í þeim staðreyndum að kennsluskylda íslenskra kennara sé lægri en gerist og gengur og að meðalaldur kennara sé hár. Kennarar á hinn bóginn telja háan kostnað stafa af háu hlutfalli ungmenna af íbúafjölda landsins, börn séu lengur í grunnskóla á Íslandi en annars staðar, landið sé dreifbýlt og metnaður mikill. - bþs / Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Á árunum 1998 til 2008 fjölgaði stöðugildum kennara við grunnskóla um 43 prósent og annarra starfsmanna um 63 prósent. Á sama tíma fjölgaði nemendum grunnskólanna um 2,6 prósent. Þetta kemur fram í greinargerð vinnuhóps mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um greiningu á kostnaði við rekstur grunnskóla. Í greinargerðinni er einnig horft til styttra tímabils. Á árunum 2003 til 2008 fjölgaði stöðugildum grunnskólakennara um þrettán prósent og annars starfsfólks um 6,4 prósent en nemendum fækkaði um þrjú prósent. Á sama tíma fjölgaði kennurum í framhaldsskólum um sextán prósent og framhaldsskólanemendum um sautján prósent. Fram kemur einnig að stöðugildum kennara hafi fækkað mikið á síðasta ári en þá hagræddu sveitarfélögin í rekstri vegna minnkandi tekna. Sveitarfélögin leita enn leiða til að draga úr kostnaði við rekstur grunnskólanna en hann er á bilinu 40 til 50 prósent af útgjöldum þeirra. Hafa þau lagt til að dregið verði úr kennslu og reiknast til að við það sparist um tveir milljarðar króna. Slíkar tillögur eru eitur í beinum kennaraforystunnar. Vísar hún til ábendinga útlendinga sem hvetja til aukinna útgjalda til menntunar á krepputímum. Í greinargerð vinnuhópsins eru dregnar saman ýmsar tölulegar staðreyndir, meðal annars úr nýlegri skýrslu OECD. Sýna þær að kostnaður við grunnskóla er hærri á Íslandi en í samanburðarlöndum. Telur hópurinn að skýringuna á því sé að finna í þeim staðreyndum að kennsluskylda íslenskra kennara sé lægri en gerist og gengur og að meðalaldur kennara sé hár. Kennarar á hinn bóginn telja háan kostnað stafa af háu hlutfalli ungmenna af íbúafjölda landsins, börn séu lengur í grunnskóla á Íslandi en annars staðar, landið sé dreifbýlt og metnaður mikill. - bþs /
Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira