Fyrri heimsstyrjöldinni lýkur á morgun 2. október 2010 03:00 Skotgrafahernaður Stríðið stóð frá 1914 til 1918. Mestallan tímann einkenndust átökin af skotgrafahernaði á austur- og vesturvígstöðvunum. Margir vilja meina að stríðinu ljúki fyrst á morgun þegar skuld Þjóðverja verður að fullu greidd. saga Þjóðverjar ljúka við að greiða stríðsskaðabætur eftir heimsstyrjöldina fyrri á morgun, 92 árum eftir að ófriðnum lauk. Lokagreiðslan er 60 milljónir punda en upphaflega voru Þjóðverjar neyddir til að skrifa upp á að greiða 226 milljarða ríkismarka; upphæð sem í dag er talin jafngilda 70 til 80 þúsund tonnum af gulli. Sú upphæð var lækkuð í 132 milljarða ríkismarka sem er talið vera 700 milljarðar evra að núvirði. Stríðskaðabæturnar voru hluti af Versalasamningnum frá 1919, en samningurinn var dreginn upp af leiðtogum Breta, Frakka og Bandríkjanna að stærstum hluta. Þjóðverjar fengu ekki að sjá samninginn fyrr en við undirritun hans. Með samningnum þurftu Þýskaland og bandamenn þess að gangast undir að þeir bæru alla ábyrgð á ófriðnum í Evrópu og þar með mannfalli og efnahagslegum skaða heillrar heimsálfu. Talið er að tíu milljón hermenn og sjö milljónir óbreyttra borgara hafi fallið. Fyrir því eru færð sterk rök að stríðsskaðabæturnar hafi fyrst og síðast grafið undan stjórnmálalegum stöðugleika Þýskalands og Evrópu. Hagfræðingurinn John Maynard Keynes spáði því að samningurinn myndi reka Evrópu út í annað stríð, sem auðvitað rættist. Eftir að Kreppan mikla skall á 1929 hélt Þýskaland áfram að borga skaðabæturnar með því einfaldlega að prenta peninga. Weimar-lýðveldið sökk í skuldir og í óðaverðbólgu kreppuáranna þurfti tíu milljónir marka til að kaupa brauðhleif. Á þessu nærðist Adolf Hitler og boðaði að snúa við óréttlætinu sem fólst í Versalasamningnum. Fyrir boðskap hans var frjór jarðvegur sem varð til þess að hann náði völdum 1933. Þjóðverjar ættu að vera löngu búnir að gera upp skuld sína. Hitler neitaði hins vegar að greiða bæturnar og endurgreiðslur hófust ekki að nýju fyrr en 1954. Þá hafði Vestur-Þýskaland gengist í ábyrgðir fyrir skuldinni sem var að mestu greidd árið 1983. Hins vegar sátu eftir há lán í breskum og bandarískum bönkum. Weimar-lýðveldið tók til að greiða stríðsskaðabæturnar á árunum 1921 til 1923. Í London-skuldasamningnum frá 1953 var ákveðið að lánin skyldu endurgreidd ef Þýskaland sameinaðist að nýju. Greiðslur þessarar skuldar hófust árið 1996 og verður hún fyrst nú þurrkuð út úr bókum þýska ríkisins. [email protected] Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
saga Þjóðverjar ljúka við að greiða stríðsskaðabætur eftir heimsstyrjöldina fyrri á morgun, 92 árum eftir að ófriðnum lauk. Lokagreiðslan er 60 milljónir punda en upphaflega voru Þjóðverjar neyddir til að skrifa upp á að greiða 226 milljarða ríkismarka; upphæð sem í dag er talin jafngilda 70 til 80 þúsund tonnum af gulli. Sú upphæð var lækkuð í 132 milljarða ríkismarka sem er talið vera 700 milljarðar evra að núvirði. Stríðskaðabæturnar voru hluti af Versalasamningnum frá 1919, en samningurinn var dreginn upp af leiðtogum Breta, Frakka og Bandríkjanna að stærstum hluta. Þjóðverjar fengu ekki að sjá samninginn fyrr en við undirritun hans. Með samningnum þurftu Þýskaland og bandamenn þess að gangast undir að þeir bæru alla ábyrgð á ófriðnum í Evrópu og þar með mannfalli og efnahagslegum skaða heillrar heimsálfu. Talið er að tíu milljón hermenn og sjö milljónir óbreyttra borgara hafi fallið. Fyrir því eru færð sterk rök að stríðsskaðabæturnar hafi fyrst og síðast grafið undan stjórnmálalegum stöðugleika Þýskalands og Evrópu. Hagfræðingurinn John Maynard Keynes spáði því að samningurinn myndi reka Evrópu út í annað stríð, sem auðvitað rættist. Eftir að Kreppan mikla skall á 1929 hélt Þýskaland áfram að borga skaðabæturnar með því einfaldlega að prenta peninga. Weimar-lýðveldið sökk í skuldir og í óðaverðbólgu kreppuáranna þurfti tíu milljónir marka til að kaupa brauðhleif. Á þessu nærðist Adolf Hitler og boðaði að snúa við óréttlætinu sem fólst í Versalasamningnum. Fyrir boðskap hans var frjór jarðvegur sem varð til þess að hann náði völdum 1933. Þjóðverjar ættu að vera löngu búnir að gera upp skuld sína. Hitler neitaði hins vegar að greiða bæturnar og endurgreiðslur hófust ekki að nýju fyrr en 1954. Þá hafði Vestur-Þýskaland gengist í ábyrgðir fyrir skuldinni sem var að mestu greidd árið 1983. Hins vegar sátu eftir há lán í breskum og bandarískum bönkum. Weimar-lýðveldið tók til að greiða stríðsskaðabæturnar á árunum 1921 til 1923. Í London-skuldasamningnum frá 1953 var ákveðið að lánin skyldu endurgreidd ef Þýskaland sameinaðist að nýju. Greiðslur þessarar skuldar hófust árið 1996 og verður hún fyrst nú þurrkuð út úr bókum þýska ríkisins. [email protected]
Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira